Sir Tom Jones kemur til landsins í sumar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2015 08:00 Þrátt fyrir aldurinn heldur Tom Jones áfram að koma fram. vísir/getty Einn allra vinsælasti söngvari sögunnar, velska goðsögnin Sir Tom Jones, er á leið til landsins til að halda tónleika. Jones mun leika í Laugardalshöllinni þann 8. júní næstkomandi. Þetta er í annað skiptið sem söngvarinn kemur til landsins en árið 1990 lék hann í nokkur kvöld á Hótel Íslandi. „Ég hef fylgst með honum í nokkur ár og sent fyrirspurnir af og til,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. „Hann er á leið í Evróputúr í sumar og þessi dagsetning smellpassaði.“ Söngvarinn er ekkert unglamb lengur en hann verður 75 ára þann 7. júní eða degi áður en tónleikarnir fara fram. „Hann kemur ábyggilega degi áður en tónleikarnir fara fram svo mér finnst líklegt að það verði einhver veisla. Svo geta tónleikagestir sungið fyrir hann afmælissönginn.“ Aldurinn hefur lítil áhrif á Jones en undanfarin ár hefur hann bæði komið fram á tónleikum auk þess að hafa gefið út nýjar plötur. Hann lék meðal annars á sextíu ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar fyrir utan Buckinham-höll við mikinn fögnuð viðstaddra. „Hann gefur ekkert eftir þrátt fyrir aldurinn, því get ég lofað,“ segir Guðbjartur. „Ég hef horft á nýlegar tónleikaupptökur og hann eldist í raun eins og gott rauðvín, verður bara betri með aldrinum. Það vantar ekkert upp á röddina og hann mun taka fáein dansspor þó þau verði ekki jafn tryllingsleg og í gamla daga.“ 25 manna hópur fylgir honum til landsins og tíu manna hljómsveit verður með honum á sviðinu. Það er næsta víst að Jones mun leika flest af sínum þekktustu lögum á tónleikunum. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að allir smellirnir verði þarna en flestir munu verða þarna. Nýjustu plöturnar hans hafa einnig verið að fá feykilega góða dóma og stöku lag af þeim gætu heyrst í höllinni.“ Guðbjartur bætir við að undanfarið hafi hann laumað einu og einu tökulagi að á tónleikum hjá sér. „Ég lofa stórkostlegri skemmtun. Sir Tom Jones er skemmtikraftur með risastóru s-i og það breytist ekki,“ segir Guðbjartur. Tónleikarnir verða sitjandi og mun miðasala hefst þann 7. apríl næstomandi. Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Sjá meira
Einn allra vinsælasti söngvari sögunnar, velska goðsögnin Sir Tom Jones, er á leið til landsins til að halda tónleika. Jones mun leika í Laugardalshöllinni þann 8. júní næstkomandi. Þetta er í annað skiptið sem söngvarinn kemur til landsins en árið 1990 lék hann í nokkur kvöld á Hótel Íslandi. „Ég hef fylgst með honum í nokkur ár og sent fyrirspurnir af og til,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. „Hann er á leið í Evróputúr í sumar og þessi dagsetning smellpassaði.“ Söngvarinn er ekkert unglamb lengur en hann verður 75 ára þann 7. júní eða degi áður en tónleikarnir fara fram. „Hann kemur ábyggilega degi áður en tónleikarnir fara fram svo mér finnst líklegt að það verði einhver veisla. Svo geta tónleikagestir sungið fyrir hann afmælissönginn.“ Aldurinn hefur lítil áhrif á Jones en undanfarin ár hefur hann bæði komið fram á tónleikum auk þess að hafa gefið út nýjar plötur. Hann lék meðal annars á sextíu ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar fyrir utan Buckinham-höll við mikinn fögnuð viðstaddra. „Hann gefur ekkert eftir þrátt fyrir aldurinn, því get ég lofað,“ segir Guðbjartur. „Ég hef horft á nýlegar tónleikaupptökur og hann eldist í raun eins og gott rauðvín, verður bara betri með aldrinum. Það vantar ekkert upp á röddina og hann mun taka fáein dansspor þó þau verði ekki jafn tryllingsleg og í gamla daga.“ 25 manna hópur fylgir honum til landsins og tíu manna hljómsveit verður með honum á sviðinu. Það er næsta víst að Jones mun leika flest af sínum þekktustu lögum á tónleikunum. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að allir smellirnir verði þarna en flestir munu verða þarna. Nýjustu plöturnar hans hafa einnig verið að fá feykilega góða dóma og stöku lag af þeim gætu heyrst í höllinni.“ Guðbjartur bætir við að undanfarið hafi hann laumað einu og einu tökulagi að á tónleikum hjá sér. „Ég lofa stórkostlegri skemmtun. Sir Tom Jones er skemmtikraftur með risastóru s-i og það breytist ekki,“ segir Guðbjartur. Tónleikarnir verða sitjandi og mun miðasala hefst þann 7. apríl næstomandi.
Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Sjá meira