Sir Tom Jones kemur til landsins í sumar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2015 08:00 Þrátt fyrir aldurinn heldur Tom Jones áfram að koma fram. vísir/getty Einn allra vinsælasti söngvari sögunnar, velska goðsögnin Sir Tom Jones, er á leið til landsins til að halda tónleika. Jones mun leika í Laugardalshöllinni þann 8. júní næstkomandi. Þetta er í annað skiptið sem söngvarinn kemur til landsins en árið 1990 lék hann í nokkur kvöld á Hótel Íslandi. „Ég hef fylgst með honum í nokkur ár og sent fyrirspurnir af og til,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. „Hann er á leið í Evróputúr í sumar og þessi dagsetning smellpassaði.“ Söngvarinn er ekkert unglamb lengur en hann verður 75 ára þann 7. júní eða degi áður en tónleikarnir fara fram. „Hann kemur ábyggilega degi áður en tónleikarnir fara fram svo mér finnst líklegt að það verði einhver veisla. Svo geta tónleikagestir sungið fyrir hann afmælissönginn.“ Aldurinn hefur lítil áhrif á Jones en undanfarin ár hefur hann bæði komið fram á tónleikum auk þess að hafa gefið út nýjar plötur. Hann lék meðal annars á sextíu ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar fyrir utan Buckinham-höll við mikinn fögnuð viðstaddra. „Hann gefur ekkert eftir þrátt fyrir aldurinn, því get ég lofað,“ segir Guðbjartur. „Ég hef horft á nýlegar tónleikaupptökur og hann eldist í raun eins og gott rauðvín, verður bara betri með aldrinum. Það vantar ekkert upp á röddina og hann mun taka fáein dansspor þó þau verði ekki jafn tryllingsleg og í gamla daga.“ 25 manna hópur fylgir honum til landsins og tíu manna hljómsveit verður með honum á sviðinu. Það er næsta víst að Jones mun leika flest af sínum þekktustu lögum á tónleikunum. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að allir smellirnir verði þarna en flestir munu verða þarna. Nýjustu plöturnar hans hafa einnig verið að fá feykilega góða dóma og stöku lag af þeim gætu heyrst í höllinni.“ Guðbjartur bætir við að undanfarið hafi hann laumað einu og einu tökulagi að á tónleikum hjá sér. „Ég lofa stórkostlegri skemmtun. Sir Tom Jones er skemmtikraftur með risastóru s-i og það breytist ekki,“ segir Guðbjartur. Tónleikarnir verða sitjandi og mun miðasala hefst þann 7. apríl næstomandi. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Einn allra vinsælasti söngvari sögunnar, velska goðsögnin Sir Tom Jones, er á leið til landsins til að halda tónleika. Jones mun leika í Laugardalshöllinni þann 8. júní næstkomandi. Þetta er í annað skiptið sem söngvarinn kemur til landsins en árið 1990 lék hann í nokkur kvöld á Hótel Íslandi. „Ég hef fylgst með honum í nokkur ár og sent fyrirspurnir af og til,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. „Hann er á leið í Evróputúr í sumar og þessi dagsetning smellpassaði.“ Söngvarinn er ekkert unglamb lengur en hann verður 75 ára þann 7. júní eða degi áður en tónleikarnir fara fram. „Hann kemur ábyggilega degi áður en tónleikarnir fara fram svo mér finnst líklegt að það verði einhver veisla. Svo geta tónleikagestir sungið fyrir hann afmælissönginn.“ Aldurinn hefur lítil áhrif á Jones en undanfarin ár hefur hann bæði komið fram á tónleikum auk þess að hafa gefið út nýjar plötur. Hann lék meðal annars á sextíu ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar fyrir utan Buckinham-höll við mikinn fögnuð viðstaddra. „Hann gefur ekkert eftir þrátt fyrir aldurinn, því get ég lofað,“ segir Guðbjartur. „Ég hef horft á nýlegar tónleikaupptökur og hann eldist í raun eins og gott rauðvín, verður bara betri með aldrinum. Það vantar ekkert upp á röddina og hann mun taka fáein dansspor þó þau verði ekki jafn tryllingsleg og í gamla daga.“ 25 manna hópur fylgir honum til landsins og tíu manna hljómsveit verður með honum á sviðinu. Það er næsta víst að Jones mun leika flest af sínum þekktustu lögum á tónleikunum. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að allir smellirnir verði þarna en flestir munu verða þarna. Nýjustu plöturnar hans hafa einnig verið að fá feykilega góða dóma og stöku lag af þeim gætu heyrst í höllinni.“ Guðbjartur bætir við að undanfarið hafi hann laumað einu og einu tökulagi að á tónleikum hjá sér. „Ég lofa stórkostlegri skemmtun. Sir Tom Jones er skemmtikraftur með risastóru s-i og það breytist ekki,“ segir Guðbjartur. Tónleikarnir verða sitjandi og mun miðasala hefst þann 7. apríl næstomandi.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira