Sir Tom Jones kemur til landsins í sumar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2015 08:00 Þrátt fyrir aldurinn heldur Tom Jones áfram að koma fram. vísir/getty Einn allra vinsælasti söngvari sögunnar, velska goðsögnin Sir Tom Jones, er á leið til landsins til að halda tónleika. Jones mun leika í Laugardalshöllinni þann 8. júní næstkomandi. Þetta er í annað skiptið sem söngvarinn kemur til landsins en árið 1990 lék hann í nokkur kvöld á Hótel Íslandi. „Ég hef fylgst með honum í nokkur ár og sent fyrirspurnir af og til,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. „Hann er á leið í Evróputúr í sumar og þessi dagsetning smellpassaði.“ Söngvarinn er ekkert unglamb lengur en hann verður 75 ára þann 7. júní eða degi áður en tónleikarnir fara fram. „Hann kemur ábyggilega degi áður en tónleikarnir fara fram svo mér finnst líklegt að það verði einhver veisla. Svo geta tónleikagestir sungið fyrir hann afmælissönginn.“ Aldurinn hefur lítil áhrif á Jones en undanfarin ár hefur hann bæði komið fram á tónleikum auk þess að hafa gefið út nýjar plötur. Hann lék meðal annars á sextíu ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar fyrir utan Buckinham-höll við mikinn fögnuð viðstaddra. „Hann gefur ekkert eftir þrátt fyrir aldurinn, því get ég lofað,“ segir Guðbjartur. „Ég hef horft á nýlegar tónleikaupptökur og hann eldist í raun eins og gott rauðvín, verður bara betri með aldrinum. Það vantar ekkert upp á röddina og hann mun taka fáein dansspor þó þau verði ekki jafn tryllingsleg og í gamla daga.“ 25 manna hópur fylgir honum til landsins og tíu manna hljómsveit verður með honum á sviðinu. Það er næsta víst að Jones mun leika flest af sínum þekktustu lögum á tónleikunum. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að allir smellirnir verði þarna en flestir munu verða þarna. Nýjustu plöturnar hans hafa einnig verið að fá feykilega góða dóma og stöku lag af þeim gætu heyrst í höllinni.“ Guðbjartur bætir við að undanfarið hafi hann laumað einu og einu tökulagi að á tónleikum hjá sér. „Ég lofa stórkostlegri skemmtun. Sir Tom Jones er skemmtikraftur með risastóru s-i og það breytist ekki,“ segir Guðbjartur. Tónleikarnir verða sitjandi og mun miðasala hefst þann 7. apríl næstomandi. Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Einn allra vinsælasti söngvari sögunnar, velska goðsögnin Sir Tom Jones, er á leið til landsins til að halda tónleika. Jones mun leika í Laugardalshöllinni þann 8. júní næstkomandi. Þetta er í annað skiptið sem söngvarinn kemur til landsins en árið 1990 lék hann í nokkur kvöld á Hótel Íslandi. „Ég hef fylgst með honum í nokkur ár og sent fyrirspurnir af og til,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. „Hann er á leið í Evróputúr í sumar og þessi dagsetning smellpassaði.“ Söngvarinn er ekkert unglamb lengur en hann verður 75 ára þann 7. júní eða degi áður en tónleikarnir fara fram. „Hann kemur ábyggilega degi áður en tónleikarnir fara fram svo mér finnst líklegt að það verði einhver veisla. Svo geta tónleikagestir sungið fyrir hann afmælissönginn.“ Aldurinn hefur lítil áhrif á Jones en undanfarin ár hefur hann bæði komið fram á tónleikum auk þess að hafa gefið út nýjar plötur. Hann lék meðal annars á sextíu ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar fyrir utan Buckinham-höll við mikinn fögnuð viðstaddra. „Hann gefur ekkert eftir þrátt fyrir aldurinn, því get ég lofað,“ segir Guðbjartur. „Ég hef horft á nýlegar tónleikaupptökur og hann eldist í raun eins og gott rauðvín, verður bara betri með aldrinum. Það vantar ekkert upp á röddina og hann mun taka fáein dansspor þó þau verði ekki jafn tryllingsleg og í gamla daga.“ 25 manna hópur fylgir honum til landsins og tíu manna hljómsveit verður með honum á sviðinu. Það er næsta víst að Jones mun leika flest af sínum þekktustu lögum á tónleikunum. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að allir smellirnir verði þarna en flestir munu verða þarna. Nýjustu plöturnar hans hafa einnig verið að fá feykilega góða dóma og stöku lag af þeim gætu heyrst í höllinni.“ Guðbjartur bætir við að undanfarið hafi hann laumað einu og einu tökulagi að á tónleikum hjá sér. „Ég lofa stórkostlegri skemmtun. Sir Tom Jones er skemmtikraftur með risastóru s-i og það breytist ekki,“ segir Guðbjartur. Tónleikarnir verða sitjandi og mun miðasala hefst þann 7. apríl næstomandi.
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira