Tom Jones fagnar afmælinu á Íslandi Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 3. júní 2015 09:00 Söngvarinn Tom Jones er rosalega spenntur að koma til landsins en hann kom hingað til lands síðast árið 1990. nordicphotos/getty Í næstu viku er væntanlegur hingað til lands sjálfur kóngurinn Tom Jones, en hann heldur tónleika í Laugardalshöll 8. júní. „Ég er rosalega spenntur að koma. Síðast þegar ég kom árið 1990 þá söng ég á bar sem var nýopnaður. Það verður gaman að sjá hvað hefur breyst síðan ég kom síðast,“ sagði Tom hress í samtali við Fréttablaðið. Hann fagnar 75 ára afmæli sínu þann 7. júní og hyggst eyða stóra deginum á Íslandi, en hann heldur tónleika í Danmörku kvöldið áður. „Ég ætla að eyða deginum hér, en hef ekki hugmynd um hvað ég geri. Það kemur í ljós,“ segir hann og hlær. Á tónleikunum ætlar hann að flytja nýtt efni í bland við það gamla. „Ég þakka guði fyrir það að ég er ekki einn af þeim listamönnum sem fá leið á gömlu lögunum sínum. En ég mun líka spila nýtt efni, setja það með. Mér finnst alltaf best að blanda þessu saman, gömlu og nýju.“Tom Jones og Anna Mjöll Ólafsdóttir eru félagar úr tónlistarbransanum.Þessa stundina vinnur Tom að nýju efni, en síðasta plata hans, Spirit in the Room, kom út 2012. Hana vann hann með upptökustjóranum Ethan Johns sem hefur meðal annars unnið með Kings of Leon, Ray LaMontagne og The Vaccines og vinna þeir einnig saman að nýju plötunni. „Mínu hlutverki í henni er eiginlega lokið,“ segir Tom og hlær. „Platan var tekin upp beint á band á gamla mátann. Það er endurnærandi að taka upp plötu aftur á þennan hátt og þetta tengdi mig aftur við ræturnar. Tónlistin verður meira lifandi þegar hún er tekin upp á þennan hátt, miklu meira ég.“ Í fyrra söng Tom með breska tónlistarmanninum Ed Sheeran og aðspurður hvað honum finnist um breska tónlist í dag segir hann mikið af mjög efnilegum tónlistarmönnum í bransanum í dag. „Ég myndi segja að bresk tónlist í dag væri mjög heilbrigð. Mikið af þessum strákum eins og Ed, Sam Smith og James Bay eru að semja sína eigin tónlist, gera sitt. Og svo geta þeir svo sannarlega sungið!“ Tom er einn dómara og leiðbeinanda í sjónvarpsþættinum The Voice og segir hann það hafa verið góða reynslu. „Við sem höfum verið í þessum bransa svona lengi vitum hvernig þessum krökkum líður, við höfum öll verið í þeirra sporum. Það er gott og gefandi að geta deilt þessari reynslu með þeim.“ Tónlist Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Í næstu viku er væntanlegur hingað til lands sjálfur kóngurinn Tom Jones, en hann heldur tónleika í Laugardalshöll 8. júní. „Ég er rosalega spenntur að koma. Síðast þegar ég kom árið 1990 þá söng ég á bar sem var nýopnaður. Það verður gaman að sjá hvað hefur breyst síðan ég kom síðast,“ sagði Tom hress í samtali við Fréttablaðið. Hann fagnar 75 ára afmæli sínu þann 7. júní og hyggst eyða stóra deginum á Íslandi, en hann heldur tónleika í Danmörku kvöldið áður. „Ég ætla að eyða deginum hér, en hef ekki hugmynd um hvað ég geri. Það kemur í ljós,“ segir hann og hlær. Á tónleikunum ætlar hann að flytja nýtt efni í bland við það gamla. „Ég þakka guði fyrir það að ég er ekki einn af þeim listamönnum sem fá leið á gömlu lögunum sínum. En ég mun líka spila nýtt efni, setja það með. Mér finnst alltaf best að blanda þessu saman, gömlu og nýju.“Tom Jones og Anna Mjöll Ólafsdóttir eru félagar úr tónlistarbransanum.Þessa stundina vinnur Tom að nýju efni, en síðasta plata hans, Spirit in the Room, kom út 2012. Hana vann hann með upptökustjóranum Ethan Johns sem hefur meðal annars unnið með Kings of Leon, Ray LaMontagne og The Vaccines og vinna þeir einnig saman að nýju plötunni. „Mínu hlutverki í henni er eiginlega lokið,“ segir Tom og hlær. „Platan var tekin upp beint á band á gamla mátann. Það er endurnærandi að taka upp plötu aftur á þennan hátt og þetta tengdi mig aftur við ræturnar. Tónlistin verður meira lifandi þegar hún er tekin upp á þennan hátt, miklu meira ég.“ Í fyrra söng Tom með breska tónlistarmanninum Ed Sheeran og aðspurður hvað honum finnist um breska tónlist í dag segir hann mikið af mjög efnilegum tónlistarmönnum í bransanum í dag. „Ég myndi segja að bresk tónlist í dag væri mjög heilbrigð. Mikið af þessum strákum eins og Ed, Sam Smith og James Bay eru að semja sína eigin tónlist, gera sitt. Og svo geta þeir svo sannarlega sungið!“ Tom er einn dómara og leiðbeinanda í sjónvarpsþættinum The Voice og segir hann það hafa verið góða reynslu. „Við sem höfum verið í þessum bransa svona lengi vitum hvernig þessum krökkum líður, við höfum öll verið í þeirra sporum. Það er gott og gefandi að geta deilt þessari reynslu með þeim.“
Tónlist Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira