Tom Jones fagnar afmælinu á Íslandi Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 3. júní 2015 09:00 Söngvarinn Tom Jones er rosalega spenntur að koma til landsins en hann kom hingað til lands síðast árið 1990. nordicphotos/getty Í næstu viku er væntanlegur hingað til lands sjálfur kóngurinn Tom Jones, en hann heldur tónleika í Laugardalshöll 8. júní. „Ég er rosalega spenntur að koma. Síðast þegar ég kom árið 1990 þá söng ég á bar sem var nýopnaður. Það verður gaman að sjá hvað hefur breyst síðan ég kom síðast,“ sagði Tom hress í samtali við Fréttablaðið. Hann fagnar 75 ára afmæli sínu þann 7. júní og hyggst eyða stóra deginum á Íslandi, en hann heldur tónleika í Danmörku kvöldið áður. „Ég ætla að eyða deginum hér, en hef ekki hugmynd um hvað ég geri. Það kemur í ljós,“ segir hann og hlær. Á tónleikunum ætlar hann að flytja nýtt efni í bland við það gamla. „Ég þakka guði fyrir það að ég er ekki einn af þeim listamönnum sem fá leið á gömlu lögunum sínum. En ég mun líka spila nýtt efni, setja það með. Mér finnst alltaf best að blanda þessu saman, gömlu og nýju.“Tom Jones og Anna Mjöll Ólafsdóttir eru félagar úr tónlistarbransanum.Þessa stundina vinnur Tom að nýju efni, en síðasta plata hans, Spirit in the Room, kom út 2012. Hana vann hann með upptökustjóranum Ethan Johns sem hefur meðal annars unnið með Kings of Leon, Ray LaMontagne og The Vaccines og vinna þeir einnig saman að nýju plötunni. „Mínu hlutverki í henni er eiginlega lokið,“ segir Tom og hlær. „Platan var tekin upp beint á band á gamla mátann. Það er endurnærandi að taka upp plötu aftur á þennan hátt og þetta tengdi mig aftur við ræturnar. Tónlistin verður meira lifandi þegar hún er tekin upp á þennan hátt, miklu meira ég.“ Í fyrra söng Tom með breska tónlistarmanninum Ed Sheeran og aðspurður hvað honum finnist um breska tónlist í dag segir hann mikið af mjög efnilegum tónlistarmönnum í bransanum í dag. „Ég myndi segja að bresk tónlist í dag væri mjög heilbrigð. Mikið af þessum strákum eins og Ed, Sam Smith og James Bay eru að semja sína eigin tónlist, gera sitt. Og svo geta þeir svo sannarlega sungið!“ Tom er einn dómara og leiðbeinanda í sjónvarpsþættinum The Voice og segir hann það hafa verið góða reynslu. „Við sem höfum verið í þessum bransa svona lengi vitum hvernig þessum krökkum líður, við höfum öll verið í þeirra sporum. Það er gott og gefandi að geta deilt þessari reynslu með þeim.“ Tónlist Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Sjá meira
Í næstu viku er væntanlegur hingað til lands sjálfur kóngurinn Tom Jones, en hann heldur tónleika í Laugardalshöll 8. júní. „Ég er rosalega spenntur að koma. Síðast þegar ég kom árið 1990 þá söng ég á bar sem var nýopnaður. Það verður gaman að sjá hvað hefur breyst síðan ég kom síðast,“ sagði Tom hress í samtali við Fréttablaðið. Hann fagnar 75 ára afmæli sínu þann 7. júní og hyggst eyða stóra deginum á Íslandi, en hann heldur tónleika í Danmörku kvöldið áður. „Ég ætla að eyða deginum hér, en hef ekki hugmynd um hvað ég geri. Það kemur í ljós,“ segir hann og hlær. Á tónleikunum ætlar hann að flytja nýtt efni í bland við það gamla. „Ég þakka guði fyrir það að ég er ekki einn af þeim listamönnum sem fá leið á gömlu lögunum sínum. En ég mun líka spila nýtt efni, setja það með. Mér finnst alltaf best að blanda þessu saman, gömlu og nýju.“Tom Jones og Anna Mjöll Ólafsdóttir eru félagar úr tónlistarbransanum.Þessa stundina vinnur Tom að nýju efni, en síðasta plata hans, Spirit in the Room, kom út 2012. Hana vann hann með upptökustjóranum Ethan Johns sem hefur meðal annars unnið með Kings of Leon, Ray LaMontagne og The Vaccines og vinna þeir einnig saman að nýju plötunni. „Mínu hlutverki í henni er eiginlega lokið,“ segir Tom og hlær. „Platan var tekin upp beint á band á gamla mátann. Það er endurnærandi að taka upp plötu aftur á þennan hátt og þetta tengdi mig aftur við ræturnar. Tónlistin verður meira lifandi þegar hún er tekin upp á þennan hátt, miklu meira ég.“ Í fyrra söng Tom með breska tónlistarmanninum Ed Sheeran og aðspurður hvað honum finnist um breska tónlist í dag segir hann mikið af mjög efnilegum tónlistarmönnum í bransanum í dag. „Ég myndi segja að bresk tónlist í dag væri mjög heilbrigð. Mikið af þessum strákum eins og Ed, Sam Smith og James Bay eru að semja sína eigin tónlist, gera sitt. Og svo geta þeir svo sannarlega sungið!“ Tom er einn dómara og leiðbeinanda í sjónvarpsþættinum The Voice og segir hann það hafa verið góða reynslu. „Við sem höfum verið í þessum bransa svona lengi vitum hvernig þessum krökkum líður, við höfum öll verið í þeirra sporum. Það er gott og gefandi að geta deilt þessari reynslu með þeim.“
Tónlist Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Sjá meira