FIFA gefur sig undan pressunni: Regnbogalitir leyfðir í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2022 07:01 Stuðningsmenn þýska landsliðsins laumuðust inn með þetta regnbogaband en geta mætt áhyggjulausir á næsta leik. Getty/Christopher Lee Alþjóða knattspyrnusambandið hafði bannað alla regnbogaliti í stúkunni á heimsmeistaramótinu í Katar en sambandið virðist nú vera að bakka með það rugl. FIFA hefur nú í raun viðurkennt tap í baráttu sinni gegn regnbogalitunum. Velska knattspyrnusambandið gaf það út í gær að FIFA hafi nú svarað kvörtunum þeirra á meðferð stuðningsmanna Wales sem lentu í því að regnbogahattarnir voru teknir af þeim fyrir fyrsta leikinn. Fréttir af vandræðum stuðningsmanna að komast ekki inn á leikina af því að þeir voru ekki í réttum litum hafa sett mikinn svip á heimsmeistaramótið til þessa. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) FIFA sagði í tilkynningu til velska sambandsins að regnbogahattarnir væru nú leyfðir á öllum leikjum HM í Katar sem og allur fatnaður í regnbogalitunum. Þetta á við alla leiki það sem eftir lifir keppninnar. FIFA hefur því ákveðið að gefa eftir í þessari fáránlegu vegferð misréttis og kúgunnar í boði katarska ríkisins. Katarar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir afstöðu sína gagnvart samkynhneigðum og samkynja samböndum sem og fyrir mannréttindabrot og meðferð þeirra á erlendu farandverkafólki. Wales mætir Íran í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramótinu og það má búast við því að hattarnir verði áberandi í stúkunni á leiknum. Ein sem átti einn mestan þátt í að vekja athygli á fáránleika þess að banna saklausa hatta í stúkunni var Laura McAllister, fyrrverandi fyrirliði welska kvennalandsliðsins. Hún var ein af þeim velsku stuðningsmönnum sem þurftu að afhenda hattinn sinn til að komast inn á leikinn gegn Bandaríkjunum á mánudag. Hatturinn sem um ræðir er einkennishöfuðfat Regnbogamúrsins sem er hinsegin-stuðningshópur welska landsliðsins. McAllister tók þessu ekki þegjandi og hljóðalaust heldur sagði frá þessu í fjölmiðlum og talaði um að sér hefði hreinlega verið ógnað með þessari framgöngu vallarstarfsfólks. Í framhaldinu lýsti Knattspyrnusamband Wales yfir miklum vonbrigðum með þessa meðferð á stuðningsfólki sínu og sendi inn kvörtun til FIFA. View this post on Instagram A post shared by Cymru (@fawales) HM 2022 í Katar FIFA Hinsegin Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira
Velska knattspyrnusambandið gaf það út í gær að FIFA hafi nú svarað kvörtunum þeirra á meðferð stuðningsmanna Wales sem lentu í því að regnbogahattarnir voru teknir af þeim fyrir fyrsta leikinn. Fréttir af vandræðum stuðningsmanna að komast ekki inn á leikina af því að þeir voru ekki í réttum litum hafa sett mikinn svip á heimsmeistaramótið til þessa. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) FIFA sagði í tilkynningu til velska sambandsins að regnbogahattarnir væru nú leyfðir á öllum leikjum HM í Katar sem og allur fatnaður í regnbogalitunum. Þetta á við alla leiki það sem eftir lifir keppninnar. FIFA hefur því ákveðið að gefa eftir í þessari fáránlegu vegferð misréttis og kúgunnar í boði katarska ríkisins. Katarar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir afstöðu sína gagnvart samkynhneigðum og samkynja samböndum sem og fyrir mannréttindabrot og meðferð þeirra á erlendu farandverkafólki. Wales mætir Íran í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramótinu og það má búast við því að hattarnir verði áberandi í stúkunni á leiknum. Ein sem átti einn mestan þátt í að vekja athygli á fáránleika þess að banna saklausa hatta í stúkunni var Laura McAllister, fyrrverandi fyrirliði welska kvennalandsliðsins. Hún var ein af þeim velsku stuðningsmönnum sem þurftu að afhenda hattinn sinn til að komast inn á leikinn gegn Bandaríkjunum á mánudag. Hatturinn sem um ræðir er einkennishöfuðfat Regnbogamúrsins sem er hinsegin-stuðningshópur welska landsliðsins. McAllister tók þessu ekki þegjandi og hljóðalaust heldur sagði frá þessu í fjölmiðlum og talaði um að sér hefði hreinlega verið ógnað með þessari framgöngu vallarstarfsfólks. Í framhaldinu lýsti Knattspyrnusamband Wales yfir miklum vonbrigðum með þessa meðferð á stuðningsfólki sínu og sendi inn kvörtun til FIFA. View this post on Instagram A post shared by Cymru (@fawales)
HM 2022 í Katar FIFA Hinsegin Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira