Neymar drama á varamannabekk Brassana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2022 07:30 Neymar situr sárþjáður á grasinu eftir að hafa meiðst á hægri ökkla í sigurleik Brasilíu í gær. AP/Andre Penner Það fer ekki fram heimsmeistarakeppni í fótbolta án þess að Brasilíumenn skelli sér á fulla ferð í Neymar rússíbananum. Brasilíumenn fögnuðu sigri í fyrsta leik sínum á HM í Katar í gærkvöldi en áhyggjurnar eftir leik snérust um stórstjörnu liðsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það var mikil dramatík á varamannabekknum þegar Neymar virtist vera algjörlega niðurbrotinn á meðan liðsfélagarnir reyndu að hugga hann. Neymar grét á bekknum og óttast væntanlega að HM sé í uppnámi hjá honum. Það var líka mikil dramatík þegar Neymar meiddist á HM í Brasilíu 2014 og missti þá af undanúrslitaleiknum sem Brassar töpuðu 7-1 á móti Þjóðverjum. Brasilíumenn gengu þá til leiks með búning Neymars og héldu honum uppi á liðsmyndinni. Það má búast við því að fréttir úr brasilísku búðunum snúist mikið um stórstjörnuna fram að næsta leik. Neymar meiddist á ökkla eftir tæklingu frá Serbanum Nikola Milenkovic og þurfti að yfirgefa völlinn á 80. mínútu. Eftir leikinn sáu menn líka að ökklinn leit alls ekki vel út þegar Neymar var búinn að fara sokknum eins og sjá má hér fyrir neðan. Miðað við þessar myndir eru ekki miklar líkur á því að Neymar spili næsta leik Brasilíumanna en brasilíski læknirinn var tekinn í viðtal eftir leik. „Neymar er meiddur á hægri ökkla eftir að hafa fengið högg. Hann mun vera hjá sjúkraþjálfurum á næstunni en við þurfum að bíða í 24 til 48 klukkutíma til að meta stöðuna betur. Það er engin myndataka á dagskránni. Við verðum bara að bíða og getum ekki sagt meira á þessari stundu,“ sagði liðslæknirinn Rodrigo Lasmar. „Hann fann verk allan leikinn en ákvað að vera áfram inn á vellinum í ellefu mínútur eftir tæklinguna til að hjálpa liðinu. Það er merkilegt að hann gerði það,“ sagði Lasmar. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) HM 2022 í Katar Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Brasilíumenn fögnuðu sigri í fyrsta leik sínum á HM í Katar í gærkvöldi en áhyggjurnar eftir leik snérust um stórstjörnu liðsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það var mikil dramatík á varamannabekknum þegar Neymar virtist vera algjörlega niðurbrotinn á meðan liðsfélagarnir reyndu að hugga hann. Neymar grét á bekknum og óttast væntanlega að HM sé í uppnámi hjá honum. Það var líka mikil dramatík þegar Neymar meiddist á HM í Brasilíu 2014 og missti þá af undanúrslitaleiknum sem Brassar töpuðu 7-1 á móti Þjóðverjum. Brasilíumenn gengu þá til leiks með búning Neymars og héldu honum uppi á liðsmyndinni. Það má búast við því að fréttir úr brasilísku búðunum snúist mikið um stórstjörnuna fram að næsta leik. Neymar meiddist á ökkla eftir tæklingu frá Serbanum Nikola Milenkovic og þurfti að yfirgefa völlinn á 80. mínútu. Eftir leikinn sáu menn líka að ökklinn leit alls ekki vel út þegar Neymar var búinn að fara sokknum eins og sjá má hér fyrir neðan. Miðað við þessar myndir eru ekki miklar líkur á því að Neymar spili næsta leik Brasilíumanna en brasilíski læknirinn var tekinn í viðtal eftir leik. „Neymar er meiddur á hægri ökkla eftir að hafa fengið högg. Hann mun vera hjá sjúkraþjálfurum á næstunni en við þurfum að bíða í 24 til 48 klukkutíma til að meta stöðuna betur. Það er engin myndataka á dagskránni. Við verðum bara að bíða og getum ekki sagt meira á þessari stundu,“ sagði liðslæknirinn Rodrigo Lasmar. „Hann fann verk allan leikinn en ákvað að vera áfram inn á vellinum í ellefu mínútur eftir tæklinguna til að hjálpa liðinu. Það er merkilegt að hann gerði það,“ sagði Lasmar. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
HM 2022 í Katar Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira