Neymar drama á varamannabekk Brassana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2022 07:30 Neymar situr sárþjáður á grasinu eftir að hafa meiðst á hægri ökkla í sigurleik Brasilíu í gær. AP/Andre Penner Það fer ekki fram heimsmeistarakeppni í fótbolta án þess að Brasilíumenn skelli sér á fulla ferð í Neymar rússíbananum. Brasilíumenn fögnuðu sigri í fyrsta leik sínum á HM í Katar í gærkvöldi en áhyggjurnar eftir leik snérust um stórstjörnu liðsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það var mikil dramatík á varamannabekknum þegar Neymar virtist vera algjörlega niðurbrotinn á meðan liðsfélagarnir reyndu að hugga hann. Neymar grét á bekknum og óttast væntanlega að HM sé í uppnámi hjá honum. Það var líka mikil dramatík þegar Neymar meiddist á HM í Brasilíu 2014 og missti þá af undanúrslitaleiknum sem Brassar töpuðu 7-1 á móti Þjóðverjum. Brasilíumenn gengu þá til leiks með búning Neymars og héldu honum uppi á liðsmyndinni. Það má búast við því að fréttir úr brasilísku búðunum snúist mikið um stórstjörnuna fram að næsta leik. Neymar meiddist á ökkla eftir tæklingu frá Serbanum Nikola Milenkovic og þurfti að yfirgefa völlinn á 80. mínútu. Eftir leikinn sáu menn líka að ökklinn leit alls ekki vel út þegar Neymar var búinn að fara sokknum eins og sjá má hér fyrir neðan. Miðað við þessar myndir eru ekki miklar líkur á því að Neymar spili næsta leik Brasilíumanna en brasilíski læknirinn var tekinn í viðtal eftir leik. „Neymar er meiddur á hægri ökkla eftir að hafa fengið högg. Hann mun vera hjá sjúkraþjálfurum á næstunni en við þurfum að bíða í 24 til 48 klukkutíma til að meta stöðuna betur. Það er engin myndataka á dagskránni. Við verðum bara að bíða og getum ekki sagt meira á þessari stundu,“ sagði liðslæknirinn Rodrigo Lasmar. „Hann fann verk allan leikinn en ákvað að vera áfram inn á vellinum í ellefu mínútur eftir tæklinguna til að hjálpa liðinu. Það er merkilegt að hann gerði það,“ sagði Lasmar. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) HM 2022 í Katar Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Brasilíumenn fögnuðu sigri í fyrsta leik sínum á HM í Katar í gærkvöldi en áhyggjurnar eftir leik snérust um stórstjörnu liðsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það var mikil dramatík á varamannabekknum þegar Neymar virtist vera algjörlega niðurbrotinn á meðan liðsfélagarnir reyndu að hugga hann. Neymar grét á bekknum og óttast væntanlega að HM sé í uppnámi hjá honum. Það var líka mikil dramatík þegar Neymar meiddist á HM í Brasilíu 2014 og missti þá af undanúrslitaleiknum sem Brassar töpuðu 7-1 á móti Þjóðverjum. Brasilíumenn gengu þá til leiks með búning Neymars og héldu honum uppi á liðsmyndinni. Það má búast við því að fréttir úr brasilísku búðunum snúist mikið um stórstjörnuna fram að næsta leik. Neymar meiddist á ökkla eftir tæklingu frá Serbanum Nikola Milenkovic og þurfti að yfirgefa völlinn á 80. mínútu. Eftir leikinn sáu menn líka að ökklinn leit alls ekki vel út þegar Neymar var búinn að fara sokknum eins og sjá má hér fyrir neðan. Miðað við þessar myndir eru ekki miklar líkur á því að Neymar spili næsta leik Brasilíumanna en brasilíski læknirinn var tekinn í viðtal eftir leik. „Neymar er meiddur á hægri ökkla eftir að hafa fengið högg. Hann mun vera hjá sjúkraþjálfurum á næstunni en við þurfum að bíða í 24 til 48 klukkutíma til að meta stöðuna betur. Það er engin myndataka á dagskránni. Við verðum bara að bíða og getum ekki sagt meira á þessari stundu,“ sagði liðslæknirinn Rodrigo Lasmar. „Hann fann verk allan leikinn en ákvað að vera áfram inn á vellinum í ellefu mínútur eftir tæklinguna til að hjálpa liðinu. Það er merkilegt að hann gerði það,“ sagði Lasmar. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
HM 2022 í Katar Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira