Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Stefán Árni Pálsson skrifar 25. nóvember 2022 10:31 Ásta og Valgeir eru einstaklega jákvæð hjón. Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. Vala Matt hitti hjónin Valgeir og Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur í Íslandi í dag sem sýnt var á Stöð 2 í gærkvöldi.Þar ræddu þau meðal annars um vinsæla aðventudagskrá þeirra en menningarsetur þeirra Bakkastofa á Eyrarbakka er í samstarfi við fleiri aðila og hefur hún slegið í gegn. Vala Matt skoðaði einnig ævintýralega fallegar aðventu og jólaskreytingar hjá þeim hjónum í fallegu gömlu húsi þeirra á Eyrarbakka. Valgeir og Ásta reyndu að taka veikindum hans með eins jákvæðum huga og mögulegt var. „Þetta var komið út um víðan völl í líkamanum en ég fékk þessa nýju líftæknimeðferð og svo leið árið og ég fann rétt fyrir jól á síðasta ári að þetta væri kannski komið á rétta leið,“ segir Valgeir og heldur áfram. „Það var jólagjöfin okkar í fyrra,“ bætir Ásta við. „Svo bara næsta ár og það var ekki eins og ég lægi bara í rúminu, hreint ekki. Ég er búinn að vera semja músík og gera ýmislegt og undirbúa plötu sem kemur út á næsta ári. Svo fæ ég upplýsingar einn daginn frá lækninum mínum að þetta sé allt farið,“ segir Valgeir sem er þakklátur Sigurði Böðvarssyni lækni. „Hann fór ekki í geislameðferð heldur bara sterka lyfjameðferð og þessa nýju líftæknimeðferð,“ segir Ásta. Þau ákváðu að halda tíðindunum út af fyrir sig. „Við héldum þessu bara út af fyrir okkur og börnin en svo þegar þetta var búið var þetta eins og að lenda í aftanákeyrslu,“ segir Ásta. Valgeir fagnaði sjötugsafmæli sínu í upphafi árs. Hér að neðan má heyra viðtal sem Þorgeir Ástvaldsson tók við Valgeir á sextugsafmælinu fyrir tíu áru. Þar var ferið yfir magnaða feril Valgeirs í tónlistinni. Ísland í dag Árborg Heilbrigðismál Tónlist Jól Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Vala Matt hitti hjónin Valgeir og Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur í Íslandi í dag sem sýnt var á Stöð 2 í gærkvöldi.Þar ræddu þau meðal annars um vinsæla aðventudagskrá þeirra en menningarsetur þeirra Bakkastofa á Eyrarbakka er í samstarfi við fleiri aðila og hefur hún slegið í gegn. Vala Matt skoðaði einnig ævintýralega fallegar aðventu og jólaskreytingar hjá þeim hjónum í fallegu gömlu húsi þeirra á Eyrarbakka. Valgeir og Ásta reyndu að taka veikindum hans með eins jákvæðum huga og mögulegt var. „Þetta var komið út um víðan völl í líkamanum en ég fékk þessa nýju líftæknimeðferð og svo leið árið og ég fann rétt fyrir jól á síðasta ári að þetta væri kannski komið á rétta leið,“ segir Valgeir og heldur áfram. „Það var jólagjöfin okkar í fyrra,“ bætir Ásta við. „Svo bara næsta ár og það var ekki eins og ég lægi bara í rúminu, hreint ekki. Ég er búinn að vera semja músík og gera ýmislegt og undirbúa plötu sem kemur út á næsta ári. Svo fæ ég upplýsingar einn daginn frá lækninum mínum að þetta sé allt farið,“ segir Valgeir sem er þakklátur Sigurði Böðvarssyni lækni. „Hann fór ekki í geislameðferð heldur bara sterka lyfjameðferð og þessa nýju líftæknimeðferð,“ segir Ásta. Þau ákváðu að halda tíðindunum út af fyrir sig. „Við héldum þessu bara út af fyrir okkur og börnin en svo þegar þetta var búið var þetta eins og að lenda í aftanákeyrslu,“ segir Ásta. Valgeir fagnaði sjötugsafmæli sínu í upphafi árs. Hér að neðan má heyra viðtal sem Þorgeir Ástvaldsson tók við Valgeir á sextugsafmælinu fyrir tíu áru. Þar var ferið yfir magnaða feril Valgeirs í tónlistinni.
Ísland í dag Árborg Heilbrigðismál Tónlist Jól Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira