Kane klár í slaginn og Englendingar geta andað léttar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2022 23:30 Harry Kane er klár í slaginn er Englendingar mæta Bandaríkjamönnum á HM annað kvöld. Alex Pantling/Getty Images Stuðningsmenn enska landsliðsins í knattspyrnu geta andað léttar eftir að þjálfari liðsins, Gareth Southgate, tilkynnti að framherjinn og fyrirliðinn Harry Kane yrði klár í slaginn er liðið mætir Bandaríkjunum á HM í Katar annað kvöld. Kane meiddist á ökla í síðari hálfleik er enska liðið vann öruggan 6-2 sigur gegn Íran í fyrsta leik liðsins á HM. Femherjinn hélt leik áfram eftir meiðslin, en þurfti síðar að fara af velli vegna þeirra. Kane fór svo í myndatöku í gær og margir óttuðust að þessi næst markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi myndi missa af mikilvægum leikjum liðsins gegn Bandaríkjunum og Wales í B-riðli heimsmeistaramótsins. Gareth Southgate færði stuðningsmönnum liðsins þó þær fréttir fyrr í dag að það sé í lagi með Kane og að hann sé klár í slaginn annað kvöld. „Það er í lagi með Harry. Hann er ekki búinn að æfa alveg á fullu með hópnum, en það verður allt í góðu á föstudagskvöld,“ sagði Southgate. „Hann fór í myndatöku til að ganga úr skugga um að allt væri í lagi.“ 🚨 BREAKING 🚨✅ "Harry Kane is good, it would be a brave decision to leave him out."🏴 Gareth Southgate confirms Harry Kane is fit to start for England against USA#FIFAWorldCup pic.twitter.com/2QDATe8FAi— Football Daily (@footballdaily) November 24, 2022 Kane er eins og áður segir næst markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi. Hann hefur skorað 51 mark í 76 leikjum fyrir liðið, aðeins tveimur minna en Wayne Rooney gerði á sínum tíma og því verður að teljast líklegt að hann hirði metið áður en heimsmeistaramótinu líkur. HM 2022 í Katar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Kane meiddist á ökla í síðari hálfleik er enska liðið vann öruggan 6-2 sigur gegn Íran í fyrsta leik liðsins á HM. Femherjinn hélt leik áfram eftir meiðslin, en þurfti síðar að fara af velli vegna þeirra. Kane fór svo í myndatöku í gær og margir óttuðust að þessi næst markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi myndi missa af mikilvægum leikjum liðsins gegn Bandaríkjunum og Wales í B-riðli heimsmeistaramótsins. Gareth Southgate færði stuðningsmönnum liðsins þó þær fréttir fyrr í dag að það sé í lagi með Kane og að hann sé klár í slaginn annað kvöld. „Það er í lagi með Harry. Hann er ekki búinn að æfa alveg á fullu með hópnum, en það verður allt í góðu á föstudagskvöld,“ sagði Southgate. „Hann fór í myndatöku til að ganga úr skugga um að allt væri í lagi.“ 🚨 BREAKING 🚨✅ "Harry Kane is good, it would be a brave decision to leave him out."🏴 Gareth Southgate confirms Harry Kane is fit to start for England against USA#FIFAWorldCup pic.twitter.com/2QDATe8FAi— Football Daily (@footballdaily) November 24, 2022 Kane er eins og áður segir næst markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi. Hann hefur skorað 51 mark í 76 leikjum fyrir liðið, aðeins tveimur minna en Wayne Rooney gerði á sínum tíma og því verður að teljast líklegt að hann hirði metið áður en heimsmeistaramótinu líkur.
HM 2022 í Katar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira