Fótbolti

Fjar­lægði hurðina á heimilinu í fagnaðar­látunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sádí Arabar fögnuðu vel þegar landslið þeirra vann Lionel Messi og félaga í argentínska landsliðinu.
Sádí Arabar fögnuðu vel þegar landslið þeirra vann Lionel Messi og félaga í argentínska landsliðinu. AP/Natacha Pisarenko

Sádí Arabar unnu einn óvæntasta sigurinn í sögu heimsmeistaramótsins þegar þeir komu til baka á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Katar.

Sigur Sáda kallaði á það að landsmenn fengu frí í vinnu daginn eftir og það var mikið fagnað út um allt land.

Það hafa komið fram í dagsljósið alls konar myndbönd af fagnaðarlátum Sáda en ekkert þeirra slær þó út einn fjölskyldufaðirinn sem fann furðulega leið til að fá útrás fyrir fögnuðinn í leikslok.

Húsráðandinn var greinilega með áhorfspartý heima hjá sér og í fagnaðarlátunum þá bókstaflega fjarlægði hann hurðina á heimilinu af hjörunum og henti henni út úr húsinu.

Úr varð mjög fyndið myndband sem hefur farið á fleygiferð um Internetið.

Sádí Arabía hafði aðeins unnið þrjá leiki í sögu heimsmeistaramótsins þar af tvo þeirra á fyrsta HM liðsins árið 1994.

Liðið var samt að vinna sinn annan leik í röð á HM því Sádar unnu 2-1 sigur á Egyptum í lokaleik sínum á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.