Innlent

Mynd­bandinu lík­lega lekið af lög­reglunni: „Erum mjög ó­hress með þetta“

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Myndbönd af hnífaárásinni á Bankastræti Club eru í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Grunur leikur á að þeim hafi verið lekið úr gagnagrunni lögreglunnar.
Myndbönd af hnífaárásinni á Bankastræti Club eru í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Grunur leikur á að þeim hafi verið lekið úr gagnagrunni lögreglunnar.

Grunur leikur á að myndböndum af hnífaárásinni á Bankastræti Club á síðustu viku, hafi verið lekið úr gagnagrunni lögreglunnar. Yfirlögregluþjónn lítur málið alvarlegum augum.

Myndböndin eru tvö talsins og eru í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Í þeim sjást hópur grímuklæddra manna ryðjast inn á skemmtistaðinn þar sem þeir ráðast á þrjá unga menn, lemja, sparka í þá og stinga ítrekað með hnífum.

Í myndbandinu sést á tölvuskjá í tákn skráningakerfis lögreglunnar, Löke.

Stækkunarglerið sem sést vinstra megin á skjánum er tákn skráningakerfis lögreglunnar, Löke.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við fréttastofu að það líti allt út fyrir að myndbandinu hafi verið lekið af aðila innan lögreglunnar.

Hann segir málið í skoðun og að það hafi þegar verið tilkynnt til héraðssaksóknara. „Annað embætti tekur nú málið til rannsóknar. Héraðssaksóknari fer með rannsókn máls þegar möguleiki er á því að starfsemi lögreglunnar sé brot gegn lögum,“ segir Grímur.

Hann lítur málið alvarlegum augum. „Það er hér verið að dreifa trúnaðargögnum og rannsóknarupplýsingum úr málinu. Við þurfum bara að meta hvaða áhrif þetta hefur á rannsóknina. En við erum mjög óhress með að þetta hafi farið í dreifingu.“

Grímur vill ekki tjá sig um hvort einhver sé grunaður um málið. Myndbandið má sjá hér að neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.