Innlent

Sund­laugar­gestur hellti klór á steina í gufu­baði

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Talsverður viðbúnaður var við Grafarvogslaug í gærkvöldi vegna málsins
Talsverður viðbúnaður var við Grafarvogslaug í gærkvöldi vegna málsins

Klórslys sem varð í Grafarvogslaug í gærkvöldi orsakaðist af því að gestur sundlaugarinnar fór inn í lokaða geymslu, sótti þar klór sem hann taldi vera vatn og hellti á steina í gufubaði. Nokkrir þurftu að leita aðhlynningar á bráðamóttöku þar sem klór getur verið skaðlegur öndunarfærum

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér vegna málsins.

Í gærkvöldi hafði Vísir eftir varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins að atvikið hefði átt sér stað þegar starfsmenn laugarinnar hafi verið að þrífa gufuna eða gleymt að loka þar hurð. Í tilkynningunni frá borginni kemur fram að þetta sé ekki rétt, heldur hafi verið um slys að ræða. Lögreglan hefur rætt við alla hlutaðeigandi.

„Við hörmum að þetta óhapp hafi átt sér stað,“ segir Hrafn Þór Jörgensson, forstöðumaður Grafarvogslaugar. „ÍTR fer ítarlega yfir málið og gripið hefur verið til viðeigandi ráðstafana.“


Tengdar fréttir

Klór­slys í Grafar­vogs­laug

Minni háttar klórslys varð í Grafarvogslaug skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi. Nokkrir voru fluttir á bráðamóttöku til aðhlynningar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.