Sverrir og Kristín voru gestir í hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása þar sem þau sögðu frá því hvernig þau kynntust árið 2018. Sverrir sendi Kristínu vinabeiðni á Facebook sem hún samþykkti. Hún ákvað í kjölfarið að senda honum skilaboð.
Hlutirnir gerðust hratt í kjölfarið. Þau hittust á fimmtudegi og Kristín var flutt inn til Sverris á laugardegi. Hálfu ári síðar höfðu þau keypt sér hús í Njarðvík og ári eftir það var Kristín ófrísk af þeirra fyrsta barni.
Í gær tilkynntu Sverrir og Kristín að þau hefðu trúlofað sig þann 9. nóvember síðastliðinn.
Kristín Eva er konan sem Sverrir samdi lagið Þig ég elska. Texti lagsins er ein stór ástarjátningin til Kristínar og myndbandið er skreytt með alls kyns hlutum sem tengja þau tvö, þar á meðal Tabasco sósu.
„Ég get stillt hana af á meðan hún rífur mig upp. Ég er svolítið flatur. Ég þarf rosalega á henni að halda til að fá meira líf og fjör. Hún spilar til dæmis á harmonikku sem kom mér rosalega á óvart. Það er svo mikið líf í henni, hún hlær hátt og innilega og elskar að vera til og syngur miklu meira en ég heima fyrir og er rosalegur dansari,“ sagði Sverrir um unnustu sína í Betri helmingnum fyrir ári síðan.