Neyðarástand í fangelsismálum og umhverfi hættulegt fangavörðum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 22. nóvember 2022 23:30 Björn Leví sagði á Alþingi í dag að fangelsismál væru í ólestri. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir fangelsismálin í algjörum ólestri og lýsir yfir neyðarástandi í málaflokknum. Dómsmálaráðherra segir ástandið alvarlegt. Gríðarlegt álag sé á fangelsin, samanborið við fyrri ár, sem skapi ófyrirséðan kostnað. Rætt var við Björn Leví Gunnarsson þingmann Pírata og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Björn Leví sagði á Alþingi í dag að hann hafi beðið um gögn sem dómsmálaráðuneytið sendi fjármálaráðuneytinu vegna fjármálaáætlunar fyrri ára. Viðbrögðin hafi verið ótrúleg; gögnin væru trúnarðamál að beiðni fjármálaráðuneytisins. „Við fengum mjög alvarlegar ábendingar á fundi fjárlaganefndar í gær frá dómsmálaráðuneytinu og fangelsismálastofnun sem lýsti í raun skerðingu fanga, neyðarástandi í rauninni, eins og það var orðað og hættulegu umhverfi fyrir fangaverði til dæmis. Þetta er í kjölfarið á að það vantar 120 milljónir í fjárauka sem að dómsmálaráðherra hefur verið neitað um, það vantar 200 milljónir í fjárlög fyrir næsta ár og það er bara til að viðhalda sama ástandi og er – ekki byggja upp meira fyrir félagsaðstoð og betrun, sem við myndum vilja sjá í fangelsunum,“ segir Björn Leví. „Ætti ekki að koma Birni á óvart“ Aðspurður segir dómsmálaráðherra að verið sé að grípa til aðgerða í málaflokknum. „Ástandið er alvarlegt og það ætti ekki að koma Birni á óvart frekar en öðrum af því ég hef ávarpað það nokkrum sinnum á þessu ári. Það er ekki rétt að það sé búið að neita mér um 120 milljónir í fjáraukanum núna, það einmitt er tekið mjög vel í þá beiðni mína og ég geri ráð fyrir því að þær breytingartillögur, ásamt öðrum auknum framlögum á fjárlögum næsta árs munu koma til fangelsismála,“ segir Jón. Dómsmálaráðherra bætir við að tillaga hans til fjármálaráðherra komi líklega fram við aðra umferð fjárlagaumræðunnar. Tölur sem aldrei hafa sést Jón bætir við að álagið sé miklu meira á fangelsum nú heldur en í fyrra. Það hafi skapað gríðarlega mikinn kostnað – enda ófyrirséð. „Við höfum séð hér upp í 60 manns í gæsluvarðhaldi í dag. 40 manns er algeng tala á þessu ári og þar af 20 manns á Suðurnesjum um langan tíma. Þetta eru tölur sem við höfum aldrei séð áður, til að mynda í gæsluvarðhaldi. Síðan erum við með lengingu brota, það er að segja dómar eru lengri en þeir voru. Þegar þetta safnast allt saman þá eykur það álagið og við þurfum auðvitað að horfa til framtíðarlausna í fangelsismálum eins og ég hef ítrekað komið fram á og boðað breytingar í því,“ bætir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra við. Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47 Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41 Lögreglan kalli ekki eftir rafbyssum dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Rætt var við Björn Leví Gunnarsson þingmann Pírata og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Björn Leví sagði á Alþingi í dag að hann hafi beðið um gögn sem dómsmálaráðuneytið sendi fjármálaráðuneytinu vegna fjármálaáætlunar fyrri ára. Viðbrögðin hafi verið ótrúleg; gögnin væru trúnarðamál að beiðni fjármálaráðuneytisins. „Við fengum mjög alvarlegar ábendingar á fundi fjárlaganefndar í gær frá dómsmálaráðuneytinu og fangelsismálastofnun sem lýsti í raun skerðingu fanga, neyðarástandi í rauninni, eins og það var orðað og hættulegu umhverfi fyrir fangaverði til dæmis. Þetta er í kjölfarið á að það vantar 120 milljónir í fjárauka sem að dómsmálaráðherra hefur verið neitað um, það vantar 200 milljónir í fjárlög fyrir næsta ár og það er bara til að viðhalda sama ástandi og er – ekki byggja upp meira fyrir félagsaðstoð og betrun, sem við myndum vilja sjá í fangelsunum,“ segir Björn Leví. „Ætti ekki að koma Birni á óvart“ Aðspurður segir dómsmálaráðherra að verið sé að grípa til aðgerða í málaflokknum. „Ástandið er alvarlegt og það ætti ekki að koma Birni á óvart frekar en öðrum af því ég hef ávarpað það nokkrum sinnum á þessu ári. Það er ekki rétt að það sé búið að neita mér um 120 milljónir í fjáraukanum núna, það einmitt er tekið mjög vel í þá beiðni mína og ég geri ráð fyrir því að þær breytingartillögur, ásamt öðrum auknum framlögum á fjárlögum næsta árs munu koma til fangelsismála,“ segir Jón. Dómsmálaráðherra bætir við að tillaga hans til fjármálaráðherra komi líklega fram við aðra umferð fjárlagaumræðunnar. Tölur sem aldrei hafa sést Jón bætir við að álagið sé miklu meira á fangelsum nú heldur en í fyrra. Það hafi skapað gríðarlega mikinn kostnað – enda ófyrirséð. „Við höfum séð hér upp í 60 manns í gæsluvarðhaldi í dag. 40 manns er algeng tala á þessu ári og þar af 20 manns á Suðurnesjum um langan tíma. Þetta eru tölur sem við höfum aldrei séð áður, til að mynda í gæsluvarðhaldi. Síðan erum við með lengingu brota, það er að segja dómar eru lengri en þeir voru. Þegar þetta safnast allt saman þá eykur það álagið og við þurfum auðvitað að horfa til framtíðarlausna í fangelsismálum eins og ég hef ítrekað komið fram á og boðað breytingar í því,“ bætir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra við.
Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47 Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41 Lögreglan kalli ekki eftir rafbyssum dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47
Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41
Lögreglan kalli ekki eftir rafbyssum dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08