Ronaldo yfirgefur United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. nóvember 2022 17:43 Cristiano Ronaldo hefur leikið sinn seinasta leik fyrir Manchester United. James Gill - Danehouse/Getty Images Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Félagði sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem kemur fram að náðst hafi samkomulag við leikmanninn um að hann myndi yfirgefa United og að sú ákvörðun tæki strax gildi. „Félagið þakkar honum fyrir hans risastóra framlag í þau tvö skipti sem hann lék á Old trafford, þar sem hann skoraði 145 mörk í 346 leikjum, og óskar honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í framtíðinni,“ segir í stuttri yfirlýsingu félagsins. Cristiano Ronaldo is to leave Manchester United by mutual agreement, with immediate effect.The club thanks him for his immense contribution across two spells at Old Trafford.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) November 22, 2022 Ronaldo hóf feril sinn hjá Sporting í heimalandinu, en var keyptur til Manchester United árið 2003, þá aðeins 18 ára gamall. Hjá United varð hann að þeirri stórstjörnu sem hann er í dag og eins og áður segir lék hann 346 leiki fyrir félagið. Eftir sex ár hjá United gekk hann í raðir Real Madrid þar sem hann skráði sig endanlega á spjöld sögunnar. Hjá spænska stórveldinu vann hann allt sem hægt er að vinna, ásamt því að skora hvorki meira né minna en 311 mörk í 292 deildarleikjum fyrir félagið. Ronaldo gekk svo í raðir Juventus árið 2018 og eftir þriggja ára veru þar snéri hann aftur til United sumarið 2021. Eftir ágætis byrjun í endurkomu sinni hjá félaginu hefur hins vegar hallað undan fæti og Ronaldo hefur látið óánægju sína í ljós í nokkur skipti. Umrædd óánægja kom bersýnilega í ljós þegar hann neitaði að koma inn á sem varamaður í 2-0 sigri gegn Tottenham fyrr á tímabilinu og nú síðast settist hann niður í umdeilt viðtal við þáttastjórnandann Piers Morgan þar sem hann lét allt og alla innan United fá það óþvegið. Eins og áður kom fram hefur United nú ákveðið að losa sig við þennan 37 ára gamla leikmann og hann er því frjáls ferða sinna. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira
Félagði sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem kemur fram að náðst hafi samkomulag við leikmanninn um að hann myndi yfirgefa United og að sú ákvörðun tæki strax gildi. „Félagið þakkar honum fyrir hans risastóra framlag í þau tvö skipti sem hann lék á Old trafford, þar sem hann skoraði 145 mörk í 346 leikjum, og óskar honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í framtíðinni,“ segir í stuttri yfirlýsingu félagsins. Cristiano Ronaldo is to leave Manchester United by mutual agreement, with immediate effect.The club thanks him for his immense contribution across two spells at Old Trafford.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) November 22, 2022 Ronaldo hóf feril sinn hjá Sporting í heimalandinu, en var keyptur til Manchester United árið 2003, þá aðeins 18 ára gamall. Hjá United varð hann að þeirri stórstjörnu sem hann er í dag og eins og áður segir lék hann 346 leiki fyrir félagið. Eftir sex ár hjá United gekk hann í raðir Real Madrid þar sem hann skráði sig endanlega á spjöld sögunnar. Hjá spænska stórveldinu vann hann allt sem hægt er að vinna, ásamt því að skora hvorki meira né minna en 311 mörk í 292 deildarleikjum fyrir félagið. Ronaldo gekk svo í raðir Juventus árið 2018 og eftir þriggja ára veru þar snéri hann aftur til United sumarið 2021. Eftir ágætis byrjun í endurkomu sinni hjá félaginu hefur hins vegar hallað undan fæti og Ronaldo hefur látið óánægju sína í ljós í nokkur skipti. Umrædd óánægja kom bersýnilega í ljós þegar hann neitaði að koma inn á sem varamaður í 2-0 sigri gegn Tottenham fyrr á tímabilinu og nú síðast settist hann niður í umdeilt viðtal við þáttastjórnandann Piers Morgan þar sem hann lét allt og alla innan United fá það óþvegið. Eins og áður kom fram hefur United nú ákveðið að losa sig við þennan 37 ára gamla leikmann og hann er því frjáls ferða sinna.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira