Keane vonsvikinn með Kane og Bale: „Hefðu getað sent frábær skilaboð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2022 14:30 FIFA leyfir fyrirliðabönd þar sem mismunun er mótmælt. Samt mega fyrirliðar liðanna á HM ekki styðja réttindabaráttu hinsegin fólks. getty/Visionhaus Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og írska landsliðsins, varð fyrir vonbrigðum með að fyrirliðar Englands og Wales hafi ekki verið með „OneLove“ fyrirliðabandið í leikjum liðanna á HM í Katar í gær. Fyrirliðar nokkurra liða á HM ætluðu að vera með „OneLove“ fyrirliðaband í leikjum sínum á HM, til stuðnings hinsegin fólks. FIFA hótaði þessum liðum sektum og svo að þeir sem væru með þetta band fengju gult spjald í upphafi leiks. Í sameiginlegri tilkynningu frá Englandi, Wales, Hollands, Belgíu, Danmerkur, Þýskalands og Sviss kom fram að knattspyrnusamböndin væru tilbúin að borga sekt en ekki væri hægt að setja leikmenn í þá stöðu að fá gul spjöld fyrir að vera með „OneLove“ bandið. Keane er sérfræðingur iTV um HM. Hann hefði viljað sjá Harry Kane og Gareth Bale, fyrirliða Englands og Wales, vera með „OneLove“ bandið og senda þar með skýr skilaboð. „Ég held að leikmennirnir hefðu getað gert það fyrir fyrsta leikinn og taka refsinguna, sem hver hún var, á sig. Kane hefði vissulega hætt á að fá gult spjald en það hefði verið frábær yfirlýsing,“ sagði Keane. „Gerðu þetta fyrir fyrsta leikinn og fáðu gula spjaldið. Þvílík skilaboð sem þú hefðir sent með því. Taktu refsingunni og haltu áfram í næsta leik. Ekki vera með það þá því þá áttu á hættu að fara í leikbann en ég held að þetta hafi verið stór mistök því Wales og England hefðu átt að standa í lappirnar og gera þetta. Burtséð frá pressu utan frá og frá knattspyrnusamböndunum, ef þetta er það sem þú trúir á sýndu það í verki.“ "That would have been a great statement!" Roy Keane believes the England squad should have worn the One Love armband and taken any punishment that came their way... @markpougatch #ITVFootball | #FIFAWorldCup pic.twitter.com/P5TNTaq5v2— ITV Football (@itvfootball) November 21, 2022 Bale skoraði jöfnunarmark Wales í leiknum gegn Bandaríkjunum sem endaði 1-1. England vann Íran, 6-2, þar sem Kane lagði upp tvö mörk. Næstu leikir beggja liða í B-riðli eru á föstudaginn. HM 2022 í Katar Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta Sjá meira
Fyrirliðar nokkurra liða á HM ætluðu að vera með „OneLove“ fyrirliðaband í leikjum sínum á HM, til stuðnings hinsegin fólks. FIFA hótaði þessum liðum sektum og svo að þeir sem væru með þetta band fengju gult spjald í upphafi leiks. Í sameiginlegri tilkynningu frá Englandi, Wales, Hollands, Belgíu, Danmerkur, Þýskalands og Sviss kom fram að knattspyrnusamböndin væru tilbúin að borga sekt en ekki væri hægt að setja leikmenn í þá stöðu að fá gul spjöld fyrir að vera með „OneLove“ bandið. Keane er sérfræðingur iTV um HM. Hann hefði viljað sjá Harry Kane og Gareth Bale, fyrirliða Englands og Wales, vera með „OneLove“ bandið og senda þar með skýr skilaboð. „Ég held að leikmennirnir hefðu getað gert það fyrir fyrsta leikinn og taka refsinguna, sem hver hún var, á sig. Kane hefði vissulega hætt á að fá gult spjald en það hefði verið frábær yfirlýsing,“ sagði Keane. „Gerðu þetta fyrir fyrsta leikinn og fáðu gula spjaldið. Þvílík skilaboð sem þú hefðir sent með því. Taktu refsingunni og haltu áfram í næsta leik. Ekki vera með það þá því þá áttu á hættu að fara í leikbann en ég held að þetta hafi verið stór mistök því Wales og England hefðu átt að standa í lappirnar og gera þetta. Burtséð frá pressu utan frá og frá knattspyrnusamböndunum, ef þetta er það sem þú trúir á sýndu það í verki.“ "That would have been a great statement!" Roy Keane believes the England squad should have worn the One Love armband and taken any punishment that came their way... @markpougatch #ITVFootball | #FIFAWorldCup pic.twitter.com/P5TNTaq5v2— ITV Football (@itvfootball) November 21, 2022 Bale skoraði jöfnunarmark Wales í leiknum gegn Bandaríkjunum sem endaði 1-1. England vann Íran, 6-2, þar sem Kane lagði upp tvö mörk. Næstu leikir beggja liða í B-riðli eru á föstudaginn.
HM 2022 í Katar Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta Sjá meira