Eins og það sé búið að blanda Gerrard og Lampard saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2022 10:01 Jude Bellingham var frábær í fyrsta leik enska landsliðsins á HM í Katar. Getty/Richard Heathcote Enska landsliðið byrjaði HM í Katar með sex marka sýningu og ef það var einhver sem stimplaði sig inn í mótið betur en flestir þá var það miðjumaðurinn ungi Jude Bellingham. Jude Bellingham skoraði fyrsta mark enska liðsins í 6-2 sigri á Íran og átti frábæran leik á miðjunni í sínum fyrsta leik á stórmóti. Það vantaði heldur ekki hrósið á hann eftir leik hjá reynsluboltum eins og Rio Ferdinand, Jermaine Jenas og Danny Murphy. Ferdinand spilaði lengi með frábærum miðjumönnum eins og þeim Frank Lampard, Steven Gerrard, Paul Scholes og David Beckham og ætti því að þekkja þá. I see the BBC are suggesting that Jude Bellingham is like Gerrard and Lampard rolled into one . Then that must be the first time Gerrard and Lampard have played well together* (*ask your parents)— David Hopps (@DavidKHopps) November 22, 2022 „Við tölum um alla þessa frábæru miðjumenn sem við höfum spilað með og séð í enska landsliðinu á okkar tíma en enginn þeirra var að gera hluti á þessu stóra sviði eins og Jude er að gera á hans aldri,“ sagði Rio Ferdinand. „Hann er með algjör yfirráð á miðjunni og spilar eins og hann sé miklu eldri en hann er. Hann er frábær fótboltamaður en að skila svona leik á HM á þessum aldri er allt annað,“ sagði Ferdinand. „Ég er ekki að segja að hann sé betri eða eigi eftir að verða eins góðir og allir hinir en það er frábært að sjá hann spila svona á þessum tímapunkti á ferli sínum,“ sagði Ferdinand. Bellingham átti fimmtán sendingar inn á síðasta þriðjung vallarins, 96 prósent sendinga hans heppnuðust og skoraði auðvitað fyrsta markið eftir flott hlaup af miðjunni. „Bellingham er eins og við sáum þá einu sinni. Hann getur gert allt,“ sagði Jermaine Jenas. 100% of passes completed 100% of passes completed in the final third Second youngest English scorer at the World Cup First player born after 2000 to score a goal at a World Cup Unforgettable first half for Jude Bellingham pic.twitter.com/MKGyE4phyx— Football Daily (@footballdaily) November 21, 2022 „Hann er eins og blanda af Steven Gerrard og Frank Lampard í sama leikmanninum. Það er stór bónus fyrir Gareth Southgate að fá hann inn í þessu leikformi,“ sagði Jenas. „Þegar þú ert að horfa á hann spilað þá er auðvelt að gleyma því hversu ungur hann er,“ sagði Danny Murphy. „Þetta var fullkomin frammistaða hjá mjög spennandi leikmanni. Hann bauð upp á allt, hann fór í tæklingar, vann vel fyrir liðið, sendingarnar voru frábærar, hann skoraði og þetta var heilt yfir sérstakur dagur fyrir hann,“ sagði Alan Shearer. Jude Bellingham's first World Cup half: 40/40 passes completed 10/10 passes completed in the final third Second youngest English scorer at the World Cup Baller.#FIFAWorldCup #ENGIRN pic.twitter.com/oliV052GIZ— Opta Analyst (@OptaAnalyst) November 21, 2022 HM 2022 í Katar Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal að stela Eze frá Tottenham Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Leik lokið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á uppleið Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Sjá meira
Jude Bellingham skoraði fyrsta mark enska liðsins í 6-2 sigri á Íran og átti frábæran leik á miðjunni í sínum fyrsta leik á stórmóti. Það vantaði heldur ekki hrósið á hann eftir leik hjá reynsluboltum eins og Rio Ferdinand, Jermaine Jenas og Danny Murphy. Ferdinand spilaði lengi með frábærum miðjumönnum eins og þeim Frank Lampard, Steven Gerrard, Paul Scholes og David Beckham og ætti því að þekkja þá. I see the BBC are suggesting that Jude Bellingham is like Gerrard and Lampard rolled into one . Then that must be the first time Gerrard and Lampard have played well together* (*ask your parents)— David Hopps (@DavidKHopps) November 22, 2022 „Við tölum um alla þessa frábæru miðjumenn sem við höfum spilað með og séð í enska landsliðinu á okkar tíma en enginn þeirra var að gera hluti á þessu stóra sviði eins og Jude er að gera á hans aldri,“ sagði Rio Ferdinand. „Hann er með algjör yfirráð á miðjunni og spilar eins og hann sé miklu eldri en hann er. Hann er frábær fótboltamaður en að skila svona leik á HM á þessum aldri er allt annað,“ sagði Ferdinand. „Ég er ekki að segja að hann sé betri eða eigi eftir að verða eins góðir og allir hinir en það er frábært að sjá hann spila svona á þessum tímapunkti á ferli sínum,“ sagði Ferdinand. Bellingham átti fimmtán sendingar inn á síðasta þriðjung vallarins, 96 prósent sendinga hans heppnuðust og skoraði auðvitað fyrsta markið eftir flott hlaup af miðjunni. „Bellingham er eins og við sáum þá einu sinni. Hann getur gert allt,“ sagði Jermaine Jenas. 100% of passes completed 100% of passes completed in the final third Second youngest English scorer at the World Cup First player born after 2000 to score a goal at a World Cup Unforgettable first half for Jude Bellingham pic.twitter.com/MKGyE4phyx— Football Daily (@footballdaily) November 21, 2022 „Hann er eins og blanda af Steven Gerrard og Frank Lampard í sama leikmanninum. Það er stór bónus fyrir Gareth Southgate að fá hann inn í þessu leikformi,“ sagði Jenas. „Þegar þú ert að horfa á hann spilað þá er auðvelt að gleyma því hversu ungur hann er,“ sagði Danny Murphy. „Þetta var fullkomin frammistaða hjá mjög spennandi leikmanni. Hann bauð upp á allt, hann fór í tæklingar, vann vel fyrir liðið, sendingarnar voru frábærar, hann skoraði og þetta var heilt yfir sérstakur dagur fyrir hann,“ sagði Alan Shearer. Jude Bellingham's first World Cup half: 40/40 passes completed 10/10 passes completed in the final third Second youngest English scorer at the World Cup Baller.#FIFAWorldCup #ENGIRN pic.twitter.com/oliV052GIZ— Opta Analyst (@OptaAnalyst) November 21, 2022
HM 2022 í Katar Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal að stela Eze frá Tottenham Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Leik lokið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á uppleið Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Sjá meira