Eins og það sé búið að blanda Gerrard og Lampard saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2022 10:01 Jude Bellingham var frábær í fyrsta leik enska landsliðsins á HM í Katar. Getty/Richard Heathcote Enska landsliðið byrjaði HM í Katar með sex marka sýningu og ef það var einhver sem stimplaði sig inn í mótið betur en flestir þá var það miðjumaðurinn ungi Jude Bellingham. Jude Bellingham skoraði fyrsta mark enska liðsins í 6-2 sigri á Íran og átti frábæran leik á miðjunni í sínum fyrsta leik á stórmóti. Það vantaði heldur ekki hrósið á hann eftir leik hjá reynsluboltum eins og Rio Ferdinand, Jermaine Jenas og Danny Murphy. Ferdinand spilaði lengi með frábærum miðjumönnum eins og þeim Frank Lampard, Steven Gerrard, Paul Scholes og David Beckham og ætti því að þekkja þá. I see the BBC are suggesting that Jude Bellingham is like Gerrard and Lampard rolled into one . Then that must be the first time Gerrard and Lampard have played well together* (*ask your parents)— David Hopps (@DavidKHopps) November 22, 2022 „Við tölum um alla þessa frábæru miðjumenn sem við höfum spilað með og séð í enska landsliðinu á okkar tíma en enginn þeirra var að gera hluti á þessu stóra sviði eins og Jude er að gera á hans aldri,“ sagði Rio Ferdinand. „Hann er með algjör yfirráð á miðjunni og spilar eins og hann sé miklu eldri en hann er. Hann er frábær fótboltamaður en að skila svona leik á HM á þessum aldri er allt annað,“ sagði Ferdinand. „Ég er ekki að segja að hann sé betri eða eigi eftir að verða eins góðir og allir hinir en það er frábært að sjá hann spila svona á þessum tímapunkti á ferli sínum,“ sagði Ferdinand. Bellingham átti fimmtán sendingar inn á síðasta þriðjung vallarins, 96 prósent sendinga hans heppnuðust og skoraði auðvitað fyrsta markið eftir flott hlaup af miðjunni. „Bellingham er eins og við sáum þá einu sinni. Hann getur gert allt,“ sagði Jermaine Jenas. 100% of passes completed 100% of passes completed in the final third Second youngest English scorer at the World Cup First player born after 2000 to score a goal at a World Cup Unforgettable first half for Jude Bellingham pic.twitter.com/MKGyE4phyx— Football Daily (@footballdaily) November 21, 2022 „Hann er eins og blanda af Steven Gerrard og Frank Lampard í sama leikmanninum. Það er stór bónus fyrir Gareth Southgate að fá hann inn í þessu leikformi,“ sagði Jenas. „Þegar þú ert að horfa á hann spilað þá er auðvelt að gleyma því hversu ungur hann er,“ sagði Danny Murphy. „Þetta var fullkomin frammistaða hjá mjög spennandi leikmanni. Hann bauð upp á allt, hann fór í tæklingar, vann vel fyrir liðið, sendingarnar voru frábærar, hann skoraði og þetta var heilt yfir sérstakur dagur fyrir hann,“ sagði Alan Shearer. Jude Bellingham's first World Cup half: 40/40 passes completed 10/10 passes completed in the final third Second youngest English scorer at the World Cup Baller.#FIFAWorldCup #ENGIRN pic.twitter.com/oliV052GIZ— Opta Analyst (@OptaAnalyst) November 21, 2022 HM 2022 í Katar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Jude Bellingham skoraði fyrsta mark enska liðsins í 6-2 sigri á Íran og átti frábæran leik á miðjunni í sínum fyrsta leik á stórmóti. Það vantaði heldur ekki hrósið á hann eftir leik hjá reynsluboltum eins og Rio Ferdinand, Jermaine Jenas og Danny Murphy. Ferdinand spilaði lengi með frábærum miðjumönnum eins og þeim Frank Lampard, Steven Gerrard, Paul Scholes og David Beckham og ætti því að þekkja þá. I see the BBC are suggesting that Jude Bellingham is like Gerrard and Lampard rolled into one . Then that must be the first time Gerrard and Lampard have played well together* (*ask your parents)— David Hopps (@DavidKHopps) November 22, 2022 „Við tölum um alla þessa frábæru miðjumenn sem við höfum spilað með og séð í enska landsliðinu á okkar tíma en enginn þeirra var að gera hluti á þessu stóra sviði eins og Jude er að gera á hans aldri,“ sagði Rio Ferdinand. „Hann er með algjör yfirráð á miðjunni og spilar eins og hann sé miklu eldri en hann er. Hann er frábær fótboltamaður en að skila svona leik á HM á þessum aldri er allt annað,“ sagði Ferdinand. „Ég er ekki að segja að hann sé betri eða eigi eftir að verða eins góðir og allir hinir en það er frábært að sjá hann spila svona á þessum tímapunkti á ferli sínum,“ sagði Ferdinand. Bellingham átti fimmtán sendingar inn á síðasta þriðjung vallarins, 96 prósent sendinga hans heppnuðust og skoraði auðvitað fyrsta markið eftir flott hlaup af miðjunni. „Bellingham er eins og við sáum þá einu sinni. Hann getur gert allt,“ sagði Jermaine Jenas. 100% of passes completed 100% of passes completed in the final third Second youngest English scorer at the World Cup First player born after 2000 to score a goal at a World Cup Unforgettable first half for Jude Bellingham pic.twitter.com/MKGyE4phyx— Football Daily (@footballdaily) November 21, 2022 „Hann er eins og blanda af Steven Gerrard og Frank Lampard í sama leikmanninum. Það er stór bónus fyrir Gareth Southgate að fá hann inn í þessu leikformi,“ sagði Jenas. „Þegar þú ert að horfa á hann spilað þá er auðvelt að gleyma því hversu ungur hann er,“ sagði Danny Murphy. „Þetta var fullkomin frammistaða hjá mjög spennandi leikmanni. Hann bauð upp á allt, hann fór í tæklingar, vann vel fyrir liðið, sendingarnar voru frábærar, hann skoraði og þetta var heilt yfir sérstakur dagur fyrir hann,“ sagði Alan Shearer. Jude Bellingham's first World Cup half: 40/40 passes completed 10/10 passes completed in the final third Second youngest English scorer at the World Cup Baller.#FIFAWorldCup #ENGIRN pic.twitter.com/oliV052GIZ— Opta Analyst (@OptaAnalyst) November 21, 2022
HM 2022 í Katar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira