Eins og það sé búið að blanda Gerrard og Lampard saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2022 10:01 Jude Bellingham var frábær í fyrsta leik enska landsliðsins á HM í Katar. Getty/Richard Heathcote Enska landsliðið byrjaði HM í Katar með sex marka sýningu og ef það var einhver sem stimplaði sig inn í mótið betur en flestir þá var það miðjumaðurinn ungi Jude Bellingham. Jude Bellingham skoraði fyrsta mark enska liðsins í 6-2 sigri á Íran og átti frábæran leik á miðjunni í sínum fyrsta leik á stórmóti. Það vantaði heldur ekki hrósið á hann eftir leik hjá reynsluboltum eins og Rio Ferdinand, Jermaine Jenas og Danny Murphy. Ferdinand spilaði lengi með frábærum miðjumönnum eins og þeim Frank Lampard, Steven Gerrard, Paul Scholes og David Beckham og ætti því að þekkja þá. I see the BBC are suggesting that Jude Bellingham is like Gerrard and Lampard rolled into one . Then that must be the first time Gerrard and Lampard have played well together* (*ask your parents)— David Hopps (@DavidKHopps) November 22, 2022 „Við tölum um alla þessa frábæru miðjumenn sem við höfum spilað með og séð í enska landsliðinu á okkar tíma en enginn þeirra var að gera hluti á þessu stóra sviði eins og Jude er að gera á hans aldri,“ sagði Rio Ferdinand. „Hann er með algjör yfirráð á miðjunni og spilar eins og hann sé miklu eldri en hann er. Hann er frábær fótboltamaður en að skila svona leik á HM á þessum aldri er allt annað,“ sagði Ferdinand. „Ég er ekki að segja að hann sé betri eða eigi eftir að verða eins góðir og allir hinir en það er frábært að sjá hann spila svona á þessum tímapunkti á ferli sínum,“ sagði Ferdinand. Bellingham átti fimmtán sendingar inn á síðasta þriðjung vallarins, 96 prósent sendinga hans heppnuðust og skoraði auðvitað fyrsta markið eftir flott hlaup af miðjunni. „Bellingham er eins og við sáum þá einu sinni. Hann getur gert allt,“ sagði Jermaine Jenas. 100% of passes completed 100% of passes completed in the final third Second youngest English scorer at the World Cup First player born after 2000 to score a goal at a World Cup Unforgettable first half for Jude Bellingham pic.twitter.com/MKGyE4phyx— Football Daily (@footballdaily) November 21, 2022 „Hann er eins og blanda af Steven Gerrard og Frank Lampard í sama leikmanninum. Það er stór bónus fyrir Gareth Southgate að fá hann inn í þessu leikformi,“ sagði Jenas. „Þegar þú ert að horfa á hann spilað þá er auðvelt að gleyma því hversu ungur hann er,“ sagði Danny Murphy. „Þetta var fullkomin frammistaða hjá mjög spennandi leikmanni. Hann bauð upp á allt, hann fór í tæklingar, vann vel fyrir liðið, sendingarnar voru frábærar, hann skoraði og þetta var heilt yfir sérstakur dagur fyrir hann,“ sagði Alan Shearer. Jude Bellingham's first World Cup half: 40/40 passes completed 10/10 passes completed in the final third Second youngest English scorer at the World Cup Baller.#FIFAWorldCup #ENGIRN pic.twitter.com/oliV052GIZ— Opta Analyst (@OptaAnalyst) November 21, 2022 HM 2022 í Katar Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Breytt lið í nýrri undankeppni Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fleiri fréttir Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Sjá meira
Jude Bellingham skoraði fyrsta mark enska liðsins í 6-2 sigri á Íran og átti frábæran leik á miðjunni í sínum fyrsta leik á stórmóti. Það vantaði heldur ekki hrósið á hann eftir leik hjá reynsluboltum eins og Rio Ferdinand, Jermaine Jenas og Danny Murphy. Ferdinand spilaði lengi með frábærum miðjumönnum eins og þeim Frank Lampard, Steven Gerrard, Paul Scholes og David Beckham og ætti því að þekkja þá. I see the BBC are suggesting that Jude Bellingham is like Gerrard and Lampard rolled into one . Then that must be the first time Gerrard and Lampard have played well together* (*ask your parents)— David Hopps (@DavidKHopps) November 22, 2022 „Við tölum um alla þessa frábæru miðjumenn sem við höfum spilað með og séð í enska landsliðinu á okkar tíma en enginn þeirra var að gera hluti á þessu stóra sviði eins og Jude er að gera á hans aldri,“ sagði Rio Ferdinand. „Hann er með algjör yfirráð á miðjunni og spilar eins og hann sé miklu eldri en hann er. Hann er frábær fótboltamaður en að skila svona leik á HM á þessum aldri er allt annað,“ sagði Ferdinand. „Ég er ekki að segja að hann sé betri eða eigi eftir að verða eins góðir og allir hinir en það er frábært að sjá hann spila svona á þessum tímapunkti á ferli sínum,“ sagði Ferdinand. Bellingham átti fimmtán sendingar inn á síðasta þriðjung vallarins, 96 prósent sendinga hans heppnuðust og skoraði auðvitað fyrsta markið eftir flott hlaup af miðjunni. „Bellingham er eins og við sáum þá einu sinni. Hann getur gert allt,“ sagði Jermaine Jenas. 100% of passes completed 100% of passes completed in the final third Second youngest English scorer at the World Cup First player born after 2000 to score a goal at a World Cup Unforgettable first half for Jude Bellingham pic.twitter.com/MKGyE4phyx— Football Daily (@footballdaily) November 21, 2022 „Hann er eins og blanda af Steven Gerrard og Frank Lampard í sama leikmanninum. Það er stór bónus fyrir Gareth Southgate að fá hann inn í þessu leikformi,“ sagði Jenas. „Þegar þú ert að horfa á hann spilað þá er auðvelt að gleyma því hversu ungur hann er,“ sagði Danny Murphy. „Þetta var fullkomin frammistaða hjá mjög spennandi leikmanni. Hann bauð upp á allt, hann fór í tæklingar, vann vel fyrir liðið, sendingarnar voru frábærar, hann skoraði og þetta var heilt yfir sérstakur dagur fyrir hann,“ sagði Alan Shearer. Jude Bellingham's first World Cup half: 40/40 passes completed 10/10 passes completed in the final third Second youngest English scorer at the World Cup Baller.#FIFAWorldCup #ENGIRN pic.twitter.com/oliV052GIZ— Opta Analyst (@OptaAnalyst) November 21, 2022
HM 2022 í Katar Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Breytt lið í nýrri undankeppni Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fleiri fréttir Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Sjá meira