Innlent

Tæp­lega þrjá­tíu verið hand­tekin en tveggja enn leitað

Bjarki Sigurðsson skrifar
Árásin átti sér stað á Bankastræti Club aðfaranótt föstudags.
Árásin átti sér stað á Bankastræti Club aðfaranótt föstudags. Vísir/Vilhelm

Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 

RÚV greinir frá þessu. Sumir af þeim handteknu hafa fundist í felum á heimilum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi. Þá hafa nokkrir gefið sig sjálfir fram. 

Búið er að úrskurða tólf manns í gæsluvarðhald og sleppa tíu manns úr haldi þar sem ekki þótti nægileg ástæða til að réttlæta kröfu um gæsluvarðhald. Ekki er búið að ákveða hvað gerist með hina fimm.

Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í samtali við RÚV að lögreglan hafi aldrei handtekið jafn marga og í tengslum við þetta mál. Þá kom það sér vel fyrir að margir þeirra handteknu höfðu áður komið við sögu hjá lögreglu. Það hjálpaði við að halda utan um hópinn. 


Tengdar fréttir

Lög­regla man ekki eftir eins um­fangs­miklum á­tökum í undir­heimum

Að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn segir það vel þekkt að hópar í undir­heimum hóti fjöl­skyldu­með­limum hver annars. Hann man þó ekki eftir eins um­fangs­miklum á­tökum og hafa myndast í kring um hnífs­tungu­á­rásina á Banka­stræti Club. Fjöl­skyldu­með­limir mannanna sem hafa verið hand­teknir grunaðir um á­rásina hafa sætt stöðugum hótunum og á­rásum síðan og ein­hverjir hafa flúið út á land vegna á­standsins.

Fjölskyldum hótað og flótti úr bænum

Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásar á Bankastræti club, hafa orðið fyrir árásum og hótunum síðustu daga. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að dæmi séu um að fólk hafi flúið höfuðborgarsvæðið vegna ástandsins.

Taldir hafa flúið land

Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu í gærkvöldi og nótt í tengslum við hnífstunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti club í miðbæ Reykjavíkur á fimmtudagskvöld, þar af ein kona. Alls hafa því átján verið handteknir í tengslum við rannsóknina en níu úrskurðaðir í gæsluvarðhald.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×