Tárvot Vanda: „Kannski er þetta barnalegt hjá mér en þetta er bara ég“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. nóvember 2022 18:35 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Vísir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist vona að samtal KSÍ og Knattspyrnusambands Sádi-Arabíu geti hjálpað kvennaknattspyrnu þar í landi. „Ef maður Google-ar myndir af þessu liði sér maður myndir af brosandi fótboltastelpum og mig langar bara að hjálpa þeim.“ Vanda er nú stödd í Katar ásamt fríðu föruneyti frá KSÍ en HM í fótbolta fer fram í landinu næsta mánuðinn eða svo. Formaðurinn var í ítarlegu viðtali við RÚV og fór þar yfir gagnrýnina sem sambandið hefur fengið, bæði fyrir að leika vináttulandsleik við Sádi-Arabíu og svo fyrir að heiðra ekki landsliðskonur á sama hátt og landsliðsmenn. Vanda varð að láta undan tárunum þegar spurt var um gagnrýni landsliðskvenna á KSÍ. Ítarlegt viðtal við Vöndu frá Katar. https://t.co/ebXR1jolpc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 21, 2022 Um Sádi-Arabíu og vináttuleikinn fræga „Ég fór að lesa mér til og skoða. Þá kemur í ljós að Sádi-Arabía er að byrja með kvennafótbolta, byrja með kvennalandslið. Búnar að spila fjóra landsleiki. Þetta var eitthvað sem ég vildi styðja og styrkja. Ég trúi svo mikið á mannréttindi og staða kvenna haldist hönd í hönd. Ef við getum bætt stöðu kvenna þá held ég að það hafi jákvæð áhrif á mannréttindi. Það var þetta sem við sem knattspyrnusamband vildum gera með knattspyrnusambandi Sádi-Arabíu.“ Aðspurð hvort ferðin [að spila við Sádi-Arabíu] hefði borið árangur þá taldi Vanda svo vera. „Við funduðum í gær [í Katar] með formanni og framkvæmdastjóra í Sádi-Arabíu, áttum þar mjög góðan fund. Munum funda áfram með þeim sem eru í kvennafótboltanum sérstaklega. Þá sögðu þeir okkur að sá sem er formaður núna byrjaði 2019 og hann fer á fleygiferð að berjast fyrir því að koma kvennalandsliði og deild.“ „Framkvæmdastjórinn sagði við mig að hann hélt aldrei að honum myndi takast þetta. Ef maður Google-ar myndir af þessu liði sér maður myndir af brosandi fótboltastelpum og mig langar bara að hjálpa þeim. Kannski er þetta barnalegt hjá mér en þetta er bara ég.“ Vanda vildi ekki gefa upp hversu mikið Sádi-Arabía hefði borgað KSÍ fyrir að vináttuleikinn. Aðspurð hvort upphæðin hefði í og kringum 100 milljónir íslenskra króna þá hló Vanda og þvertók fyrir það. Um treyjumálið „Þær voru ekki að gagnrýna mig. Ég er búin að ræða við þær báðar, Dagný [Brynjarsdóttir] setur þetta fram og Glódísi [Perlu Viggósdóttir]. Við höfum átt mjög gott samtal.“ „Mér finnst mikilvægt að segja að þessi tilfinning, að finnast maður ekki mikilvægur. Ég hef fengið hana oft. Þetta stakk mig því ég var tíu ára þegar ég byrjaði í jafnréttisbaráttuna. Þá var ég að berjast á Sauðárkróki því ég vildi vera í stuttbuxum eins og strákarnir en ekki leikfimisbol. Eftir þetta verið í hjarta mínu,“ sagði Vanda og táraðist í kjölfarið. „Ég get ekki einu sinni talað um þetta,“ sagði Vanda með tárin í augunum. Viðtalið í heild sinni finna á vef RÚV. Þar er farið yfir víðan völl og meðal annars rætt um stöðu mála í Katar þar sem HM fer nú fram. Fótbolti HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
Vanda er nú stödd í Katar ásamt fríðu föruneyti frá KSÍ en HM í fótbolta fer fram í landinu næsta mánuðinn eða svo. Formaðurinn var í ítarlegu viðtali við RÚV og fór þar yfir gagnrýnina sem sambandið hefur fengið, bæði fyrir að leika vináttulandsleik við Sádi-Arabíu og svo fyrir að heiðra ekki landsliðskonur á sama hátt og landsliðsmenn. Vanda varð að láta undan tárunum þegar spurt var um gagnrýni landsliðskvenna á KSÍ. Ítarlegt viðtal við Vöndu frá Katar. https://t.co/ebXR1jolpc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 21, 2022 Um Sádi-Arabíu og vináttuleikinn fræga „Ég fór að lesa mér til og skoða. Þá kemur í ljós að Sádi-Arabía er að byrja með kvennafótbolta, byrja með kvennalandslið. Búnar að spila fjóra landsleiki. Þetta var eitthvað sem ég vildi styðja og styrkja. Ég trúi svo mikið á mannréttindi og staða kvenna haldist hönd í hönd. Ef við getum bætt stöðu kvenna þá held ég að það hafi jákvæð áhrif á mannréttindi. Það var þetta sem við sem knattspyrnusamband vildum gera með knattspyrnusambandi Sádi-Arabíu.“ Aðspurð hvort ferðin [að spila við Sádi-Arabíu] hefði borið árangur þá taldi Vanda svo vera. „Við funduðum í gær [í Katar] með formanni og framkvæmdastjóra í Sádi-Arabíu, áttum þar mjög góðan fund. Munum funda áfram með þeim sem eru í kvennafótboltanum sérstaklega. Þá sögðu þeir okkur að sá sem er formaður núna byrjaði 2019 og hann fer á fleygiferð að berjast fyrir því að koma kvennalandsliði og deild.“ „Framkvæmdastjórinn sagði við mig að hann hélt aldrei að honum myndi takast þetta. Ef maður Google-ar myndir af þessu liði sér maður myndir af brosandi fótboltastelpum og mig langar bara að hjálpa þeim. Kannski er þetta barnalegt hjá mér en þetta er bara ég.“ Vanda vildi ekki gefa upp hversu mikið Sádi-Arabía hefði borgað KSÍ fyrir að vináttuleikinn. Aðspurð hvort upphæðin hefði í og kringum 100 milljónir íslenskra króna þá hló Vanda og þvertók fyrir það. Um treyjumálið „Þær voru ekki að gagnrýna mig. Ég er búin að ræða við þær báðar, Dagný [Brynjarsdóttir] setur þetta fram og Glódísi [Perlu Viggósdóttir]. Við höfum átt mjög gott samtal.“ „Mér finnst mikilvægt að segja að þessi tilfinning, að finnast maður ekki mikilvægur. Ég hef fengið hana oft. Þetta stakk mig því ég var tíu ára þegar ég byrjaði í jafnréttisbaráttuna. Þá var ég að berjast á Sauðárkróki því ég vildi vera í stuttbuxum eins og strákarnir en ekki leikfimisbol. Eftir þetta verið í hjarta mínu,“ sagði Vanda og táraðist í kjölfarið. „Ég get ekki einu sinni talað um þetta,“ sagði Vanda með tárin í augunum. Viðtalið í heild sinni finna á vef RÚV. Þar er farið yfir víðan völl og meðal annars rætt um stöðu mála í Katar þar sem HM fer nú fram.
Fótbolti HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira