Ronaldo og Messi voru ekki á sama stað þegar myndin fræga var tekin af þeim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2022 07:31 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hittast ekki oft fyrir framan ljósmyndara. Getty/Harold Cunningham Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru þessa dagana að taka þátt í sínu fimmta og væntanlega síðasta heimsmeistaramóti í fótbolta. Sumir sjá fyrir sér draumaúrslitaleik á milli Argentínu og Portúgals sem um leið yrði lokauppgjör á milli Messi og Ronaldo á vegferð þeirra að vera besti fótboltamaður allra tíma. Victory is a State of Mind. A long tradition of crafting trunks photographed by @annieleibovitz for @LouisVuitton pic.twitter.com/0TsieZP40P— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) November 19, 2022 Þeir eiga báðir eftir að vinna heimsmeistaratitilinn en hafa orðið álfumeistarar með sínum þjóðum. Messi komst alla leið í úrslitaleikinn fyrir átta árum en Ronaldo hefur lengst náð í undanúrslitaleikinn á HM 2006. Messi og Ronaldo eru þegar orðnir, án mikils vafa, tveir af bestu fótboltamönnum allra tíma í heiminum og franski lúxus tískuframleiðandinn Louis Vuitton taldi við hæfi að mynda þá saman í upphafi þessa heimsmeistaramóts. Myndin vakti mikla athygli en þar má sjá þá tvo sitja saman við skákborð að velta fyrir sér næsta leik. Undir myndinni stóð „Victory is a state of mind“ á ensku og spænsku eða „Sigur er sálarástand“ ef við reynum að þýða það. Messi og Ronaldo settu báðir myndina inn á samfélagsmiðla sína á sama tíma og þeir sem sáu hana veltu strax fyrir sér hvenær þeir hittust til að taka myndina. Ljósmyndarinn er hin heimsfræga Annie Leibovitz sem hefur tekið margar klassískar myndir fyrir Rolling Stone tímaritið svo eitthvað sé nefnt. Leibovitz var þó aldrei með þá Messi og Ronaldo fyrir framan sig á sama tíma því knattspyrnusnillingarnir voru myndaðir í sitthvoru lagi. Það má sjá hér fyrir neðan þar sem er myndband frá tökunum á myndinni á sitthvorum staðnum. Yeah so they weren t actually in the same room. Still goated ad fair play to Louis Vuitton pic.twitter.com/8FkEO04y9A— WB (@WalidBusquets) November 20, 2022 HM 2022 í Katar Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Sumir sjá fyrir sér draumaúrslitaleik á milli Argentínu og Portúgals sem um leið yrði lokauppgjör á milli Messi og Ronaldo á vegferð þeirra að vera besti fótboltamaður allra tíma. Victory is a State of Mind. A long tradition of crafting trunks photographed by @annieleibovitz for @LouisVuitton pic.twitter.com/0TsieZP40P— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) November 19, 2022 Þeir eiga báðir eftir að vinna heimsmeistaratitilinn en hafa orðið álfumeistarar með sínum þjóðum. Messi komst alla leið í úrslitaleikinn fyrir átta árum en Ronaldo hefur lengst náð í undanúrslitaleikinn á HM 2006. Messi og Ronaldo eru þegar orðnir, án mikils vafa, tveir af bestu fótboltamönnum allra tíma í heiminum og franski lúxus tískuframleiðandinn Louis Vuitton taldi við hæfi að mynda þá saman í upphafi þessa heimsmeistaramóts. Myndin vakti mikla athygli en þar má sjá þá tvo sitja saman við skákborð að velta fyrir sér næsta leik. Undir myndinni stóð „Victory is a state of mind“ á ensku og spænsku eða „Sigur er sálarástand“ ef við reynum að þýða það. Messi og Ronaldo settu báðir myndina inn á samfélagsmiðla sína á sama tíma og þeir sem sáu hana veltu strax fyrir sér hvenær þeir hittust til að taka myndina. Ljósmyndarinn er hin heimsfræga Annie Leibovitz sem hefur tekið margar klassískar myndir fyrir Rolling Stone tímaritið svo eitthvað sé nefnt. Leibovitz var þó aldrei með þá Messi og Ronaldo fyrir framan sig á sama tíma því knattspyrnusnillingarnir voru myndaðir í sitthvoru lagi. Það má sjá hér fyrir neðan þar sem er myndband frá tökunum á myndinni á sitthvorum staðnum. Yeah so they weren t actually in the same room. Still goated ad fair play to Louis Vuitton pic.twitter.com/8FkEO04y9A— WB (@WalidBusquets) November 20, 2022
HM 2022 í Katar Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira