Ronaldo og Messi voru ekki á sama stað þegar myndin fræga var tekin af þeim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2022 07:31 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hittast ekki oft fyrir framan ljósmyndara. Getty/Harold Cunningham Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru þessa dagana að taka þátt í sínu fimmta og væntanlega síðasta heimsmeistaramóti í fótbolta. Sumir sjá fyrir sér draumaúrslitaleik á milli Argentínu og Portúgals sem um leið yrði lokauppgjör á milli Messi og Ronaldo á vegferð þeirra að vera besti fótboltamaður allra tíma. Victory is a State of Mind. A long tradition of crafting trunks photographed by @annieleibovitz for @LouisVuitton pic.twitter.com/0TsieZP40P— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) November 19, 2022 Þeir eiga báðir eftir að vinna heimsmeistaratitilinn en hafa orðið álfumeistarar með sínum þjóðum. Messi komst alla leið í úrslitaleikinn fyrir átta árum en Ronaldo hefur lengst náð í undanúrslitaleikinn á HM 2006. Messi og Ronaldo eru þegar orðnir, án mikils vafa, tveir af bestu fótboltamönnum allra tíma í heiminum og franski lúxus tískuframleiðandinn Louis Vuitton taldi við hæfi að mynda þá saman í upphafi þessa heimsmeistaramóts. Myndin vakti mikla athygli en þar má sjá þá tvo sitja saman við skákborð að velta fyrir sér næsta leik. Undir myndinni stóð „Victory is a state of mind“ á ensku og spænsku eða „Sigur er sálarástand“ ef við reynum að þýða það. Messi og Ronaldo settu báðir myndina inn á samfélagsmiðla sína á sama tíma og þeir sem sáu hana veltu strax fyrir sér hvenær þeir hittust til að taka myndina. Ljósmyndarinn er hin heimsfræga Annie Leibovitz sem hefur tekið margar klassískar myndir fyrir Rolling Stone tímaritið svo eitthvað sé nefnt. Leibovitz var þó aldrei með þá Messi og Ronaldo fyrir framan sig á sama tíma því knattspyrnusnillingarnir voru myndaðir í sitthvoru lagi. Það má sjá hér fyrir neðan þar sem er myndband frá tökunum á myndinni á sitthvorum staðnum. Yeah so they weren t actually in the same room. Still goated ad fair play to Louis Vuitton pic.twitter.com/8FkEO04y9A— WB (@WalidBusquets) November 20, 2022 HM 2022 í Katar Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Sumir sjá fyrir sér draumaúrslitaleik á milli Argentínu og Portúgals sem um leið yrði lokauppgjör á milli Messi og Ronaldo á vegferð þeirra að vera besti fótboltamaður allra tíma. Victory is a State of Mind. A long tradition of crafting trunks photographed by @annieleibovitz for @LouisVuitton pic.twitter.com/0TsieZP40P— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) November 19, 2022 Þeir eiga báðir eftir að vinna heimsmeistaratitilinn en hafa orðið álfumeistarar með sínum þjóðum. Messi komst alla leið í úrslitaleikinn fyrir átta árum en Ronaldo hefur lengst náð í undanúrslitaleikinn á HM 2006. Messi og Ronaldo eru þegar orðnir, án mikils vafa, tveir af bestu fótboltamönnum allra tíma í heiminum og franski lúxus tískuframleiðandinn Louis Vuitton taldi við hæfi að mynda þá saman í upphafi þessa heimsmeistaramóts. Myndin vakti mikla athygli en þar má sjá þá tvo sitja saman við skákborð að velta fyrir sér næsta leik. Undir myndinni stóð „Victory is a state of mind“ á ensku og spænsku eða „Sigur er sálarástand“ ef við reynum að þýða það. Messi og Ronaldo settu báðir myndina inn á samfélagsmiðla sína á sama tíma og þeir sem sáu hana veltu strax fyrir sér hvenær þeir hittust til að taka myndina. Ljósmyndarinn er hin heimsfræga Annie Leibovitz sem hefur tekið margar klassískar myndir fyrir Rolling Stone tímaritið svo eitthvað sé nefnt. Leibovitz var þó aldrei með þá Messi og Ronaldo fyrir framan sig á sama tíma því knattspyrnusnillingarnir voru myndaðir í sitthvoru lagi. Það má sjá hér fyrir neðan þar sem er myndband frá tökunum á myndinni á sitthvorum staðnum. Yeah so they weren t actually in the same room. Still goated ad fair play to Louis Vuitton pic.twitter.com/8FkEO04y9A— WB (@WalidBusquets) November 20, 2022
HM 2022 í Katar Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira