Innlent

Spilar á 20 kílóa hljóðfæri í tveimur lúðrasveitum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Túban er um 20 kíló á þyngd en Rúnar Páll lætur það ekki stoppa sig við að læra og spila á hljóðfærið.
Túban er um 20 kíló á þyngd en Rúnar Páll lætur það ekki stoppa sig við að læra og spila á hljóðfærið. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það er heilmikil vinna og fyrirhöfn hjá 15 ára strák í Kópavogi að koma sér á lúðrasveitaæfingu í þeim tveimur lúðrasveitum, sem hann spilar með, því hljóðfærið hans er það allra stærsta í lúðrasveitum, eða túba. Hljóðfærið vegur um 20 kíló.

Rúnar Páll Árnason hefur verið að læra á túbu síðustu ár með góðum árangri og nú er svo komið að hann er túbuleikari í tveimur lúðrasveitum, eða í Skólahljómsveit Kópavogs og Lúðrasveitinni Svani. Túba er risa hljóðfæri og ekki svo auðvelt að ferðast með það á milli staða. 

Rúnar Páll er mjög hrifin og ánægður með að hann hafi valið að læra á túbu á sínum tíma, enda mikil eftirspurn eftir túbuleikurum í allskonar verkefni.

„Þetta er brjálað stuð, þetta er mjög gaman, alltaf nóg af giggum til að spila á,” segir Rúnar Páll.

Og þetta er risa hljóðfæri?

„Já, það tekur tíma að koma sér af stað með hljóðfæri og halda á því, en þetta venst og er mjög flott og eins og ég segi, þetta er mjög skemmtilegt hljóðfæri.”

En ætlar Rúnar Páll að halda áfram að spila á túbu?

Rúnar Páll er mjög ánægðir með að spila á túbu og segir það alltaf stuð en hann er í tveimur lúðrasveitum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Já, ég stefni í MÍT, sem er Menntaskólinn í tónlist eftir áramót og ætla bara að sjá svona til hvernig gengur. Það er alltaf mikil eftirspurn eftir túbuleikurum.”

Hvað segir fólk við þig þegar það sér þig með þetta risa hljóðfæri, hvernig eru viðbrögðin ?

„Yfirleitt er það bara vó en það bara það er bara gaman og svo er ég oft spurður hvað þetta og hitt heitir á hljóðfærinu,” segir Rúnar Páll.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×