Innlent

Minntust fórnarlamba í umferðinni í skugga banaslyssins í gærkvöldi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fjölmargir viðbragðsaðilar koma að banaslysum sem verða í umferðinni.
Fjölmargir viðbragðsaðilar koma að banaslysum sem verða í umferðinni. Aðsend

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag, 20. nóvember. Minningarathöfn hefst við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi klukkan 14 og verður sýnd beint á Vísi. Forseti Íslands og heilbrigðisráðherra flytja erindi og þá verður sögð reynslusaga af banaslysi sem varð fyrir þrjátíu árum.

Félög Landsbjargar og fleiri viðbragðsaðilar standa einnig fyrir athöfnum víða um land í tilefni dagsins. Skipuleggjendur hvetja landsmenn til að sýna viðeigandi hluttekningu og leiða hugann að þeirri ábyrgð sem hvert og eitt okkar ber í umferðinni. 

Síðast í gærkvöldi varð banaslys í umferðinni í miðbæ Reykjavíkur þegar ungur maður á rafhlaupahjóli lést í árekstri við hópferðabíl.

Athöfninni er lokið en upptöku frá henni má sjá að neðan.

Klippa: Minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa

Dagskrá athafnarinnar við Landspítala:

14:00 - Minningarathöfnin sett

14:05 - Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson flytur erindi

14:10 - Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra flytur erindi

14:15 - Jónína Snorradóttir segir sögu sína af banaslysi fyrir 30 árum

14:25 - Formlegri athöfn slitið

14:25 - Boðið upp á kaffi, kakó og með því



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×