Fótbolti

Benzema: Er að hugsa um liðið

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stutt gaman hjá Benzema.
Stutt gaman hjá Benzema. vísir/Getty

Besti fótboltamaður heims þurfti að draga sig úr franska landsliðshópnum í gær, einum degi áður en herlegheitin á HM í fótbolta hefjast.

Karim Benzema hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur en mætti til Katar ásamt franska hópnum og stóðu vonir til að hann myndi ná að verða klár í tæka tíð fyrir fyrsta leik Frakka sem er gegn Áströlum á þriðjudag.

Þessi 34 ára gamli markahrókur náði hins vegar ekki að klára æfingu Frakka í gær og í gærkvöldi tilkynnti franska knattspyrnusambandið að Benzema myndi ekki taka þátt í mótinu.

„Á minni lífstíð hef ég aldrei gefist upp en í kvöld þarf ég að hugsa um liðið og það er ástæðan fyrir því að ég dreg mig úr hópnum svo einhver annar geti komið og hjálpað liðinu að eiga frábært mót. Takk fyrir allar stuðningskveðjurnar,“ sagði Benzema í færslu á Instagram síðu sinni.

Ekki hefur verið gefið út hver kemur inn í hóp Frakka í stað Benzema en Anthony Martial, sóknarmaður Man Utd, er talinn líklegur til þess.


Tengdar fréttir

Benzema ekki með á HM

HM í fótbolta hefst á morgun í Katar með opnunarleik gestgjafanna í Katar og Ekvador. Handhafi Gullboltans 2022 mun ekki taka þátt í mótinu vegna meiðsla sem hann hlaut á æfingu í Katar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×