Tenging Kherson við umheiminn styrkist Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 21:53 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Andrew Kravchenko Tímamót urðu í dag þegar forsætisráðherra Bretlands fór í óvænta heimsókn til Úkraínu, í fyrsta sinn frá því hann tók við embætti. Hann hét Selenskí áframhaldandi ríkulegum stuðningi Breta. Þá styrkist tenging Kherson-borgar við umheiminn nú með degi hverjum, þó staðan sé enn alvarleg. Þúsundir söfnuðust saman á aðaltorgi Kherson-borgar í gær og þáðu þar matargjafir og aðra mannúðaraðstoð en nú er smám saman verið að tjasla borginni saman eftir að Rússar hörfuðu þaðan fyrir viku. „Sérstakir staðir, „ósigrandi staðir“ voru opnaðir í Kherson í dag. Fyrstu tveir. Þeir verða fleiri. Þar sem rafmagnið er komið á í borginni getur fólk hlaðið símana sína, haldið á sér hita, drukkið te og fengið hjálp. Fjarskipti eru komin á, fólk hefur Starlink og svo framvegis. Við vitum að þetta er mjög erfitt fyrir fólkið því hernámsliðið eyðilagði allt áður en það lagði á flótta. En við munum tengja allt, lagfæra allt,“ sagði Selenskí í ávarpi. Þá urðu tímamót í gær þegar fyrsta lestin tók á brott frá Kherson til Kænugarðs í níu mánuði. Lestinni var svo fagnað ákaft þegar hún lagði af stað til baka frá Kænugarði. Önnur tímamót urðu svo í dag þegar Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands fór í fyrsta sinn til fundar við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í dag. Heimsóknin var óvænt en leiðtogarnir hittust í Kænugarði, þar sem Sunak hét áframhaldandi stuðningi við Úkraínumenn í stríðinu. Stuðningurinn felst meðal annars í nýjum loftvarnarbúnaði handa Úkraínu; fimmtíu milljón punda pakki, segir í frétt BBC. Þá munu Bretar einnig senda mannafla, sérþjálfaða verkfræðinga og herlækna, til aðstoðar Úkraínumönnum. Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Þúsundir söfnuðust saman á aðaltorgi Kherson-borgar í gær og þáðu þar matargjafir og aðra mannúðaraðstoð en nú er smám saman verið að tjasla borginni saman eftir að Rússar hörfuðu þaðan fyrir viku. „Sérstakir staðir, „ósigrandi staðir“ voru opnaðir í Kherson í dag. Fyrstu tveir. Þeir verða fleiri. Þar sem rafmagnið er komið á í borginni getur fólk hlaðið símana sína, haldið á sér hita, drukkið te og fengið hjálp. Fjarskipti eru komin á, fólk hefur Starlink og svo framvegis. Við vitum að þetta er mjög erfitt fyrir fólkið því hernámsliðið eyðilagði allt áður en það lagði á flótta. En við munum tengja allt, lagfæra allt,“ sagði Selenskí í ávarpi. Þá urðu tímamót í gær þegar fyrsta lestin tók á brott frá Kherson til Kænugarðs í níu mánuði. Lestinni var svo fagnað ákaft þegar hún lagði af stað til baka frá Kænugarði. Önnur tímamót urðu svo í dag þegar Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands fór í fyrsta sinn til fundar við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í dag. Heimsóknin var óvænt en leiðtogarnir hittust í Kænugarði, þar sem Sunak hét áframhaldandi stuðningi við Úkraínumenn í stríðinu. Stuðningurinn felst meðal annars í nýjum loftvarnarbúnaði handa Úkraínu; fimmtíu milljón punda pakki, segir í frétt BBC. Þá munu Bretar einnig senda mannafla, sérþjálfaða verkfræðinga og herlækna, til aðstoðar Úkraínumönnum.
Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34