Innlent

Löng bíla­röð myndaðist en engan sakaði

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Óhappið varð upp úr klukkan sex og myndaðist mikil bílaröð í kjölfarið.
Óhappið varð upp úr klukkan sex og myndaðist mikil bílaröð í kjölfarið. Aðsent

Umferðaróhapp varð við Kotstrandarkirkju á milli Hveragerðis og Selfoss fyrr í kvöld. Engan sakaði en löng bílaröð myndaðist í kjölfarið.

Óhappið varð upp úr klukkan sex í kvöld en að sögn Þorsteins M. Kristinssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi olli umferðarteppan sem kom í kjölfarið mestum óþægindum.

Einn bíll ók á vegrið sem var á svæðinu vegna vegaframkvæmda og var dráttarbíll sendur á svæðið til þess að losa mætti umferðarhnútinn.

Opnað var fyrir umferð á svæðinu rétt um klukkan 19:00.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×