Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2022 15:01 Myndin er frá áhorfendahátíð í Al Bidda garðinum í Qatar í gær. Vísir/Getty Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. Sænska Aftonbladet vinnur að greinaflokki um stöðu kvenna í Katar og hefur rætt við konur sem hafa orðið fórnarlömb réttarkerfis sem þekkt er fyrir ósanngjarna lagasetningu þegar kemur að kynferðisbrotum. Í grein Aftonbladet í dag er viðtal við Rothna Begum, rannsakanda hjá Human Rights Watch með miðausturlönd sem sérsvið. Hún segir að stærsta vandmálið sé hvernig lögunum sé framfylgt, frekar en hvernig þau eru skrifuð. Begum segir að það hvernig dómstólar framfylgja lögum um kynlíf utan hjónabands, hræði konur frá því að tilkynna nauðganir. Nauðganir eru vissulega refsivert athæfi í Katar en gerandinn er sjaldan dæmdur ef hann tengist fórnarlambinu og dugir þá að vera samstarfsfélagi eða vinur viðkomandi. Umræða um margskonar mannréttindamál hefur farið fram í aðdraganda heimsmeistaramótsins og margir hvatt til þess að almenningur sniðgangi mótið.Vísir/Getty Það sem gerir stöðuna enn verri fyrir fórnarlömbin er að það getur verið litið á tilkynningu um naugðun sem viðurkenningu á því að stundað hafi verið kynlíf utan hjónabands. Kynlíf utan hjónabands er refsivert athæfi í Katar og gæti þýtt allt að sjö ára fangelsisdóm. „Það fyrsta sem þarf að skilja er að ef brotið er á þér kynferðislega þá verður þú líklegast handtekinn ef þú kærir. Því þá telst það sem svo að þú sért að viðurkenna að hafa stundað kynlíf. Það hvort samþykki hafi verið til staðar skiptir minna máli þegar litið er til aðstæðna.“ Hún tekur dæmi um filippeyska farandverkakonu, sem varð fyrir árás annars farandverkamanns á heimili sínu, og var gefið það ráð að hringja í lögregluna. Málið var lagt niður en konan fangelsuð eftir að hafa verið neitað um túlk í málsmeðferðinni. „Hann hélt því fram að kynlífið hefði verið með hennar samþykki og lögreglan fann númerið hans í símanum hennar. Það voru nægileg sönnunargögn fyrir því að þau hefðu átt í sambandi. Konan fékk ekki útskýringu á því hvers vegna hún var í fangelsi fyrr en fjórum mánuðum síðar.“ Þjónustufólk í sérstaklega mikilli hættu Human Rights Watch segir að þjónustufólk og sérstaklega kvenfólk sem vinnur við þrif á hótelherbergjum sé í sérstaklega viðkvæmri stöðu þann mánuð sem heimsmeistaramótið fer fram. „Munum það að láglauna farandverkakonan er alltaf í mestri hættu. Verst er staðan hjá hótelþjónustukonu frá Asíu sem fer inn í hótelherbergi að þrífa hjá karlmönnum sem eru komnir til að fylgjast með HM. Ef eitthvað gerist og hún kærir þá á hún á hættu að lenda í miklum vandræðum.“ Begum segir að það sé rétt að dómskerfið í Katar mismuni konum en það þýðir ekki að það séu bara karlmenn frá Katar sem gerist sekir um kynferðisbrot í Doha. „Áhyggjur okkar snúast að því að kerfið hvetji til brota. Við erum hrædd um að einhverjir hafi séð hvernig lögunum er framfylgt og upplifi frelsi til að haga sér hvernig sem er. Því konan getur ekki kært. Það gefur sumum karlmönnum frelsi sem við teljum að gæti orðið til þess að kynferðisbrotum fjölgar.“ HM 2022 í Katar Kynferðisofbeldi Katar Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Sænska Aftonbladet vinnur að greinaflokki um stöðu kvenna í Katar og hefur rætt við konur sem hafa orðið fórnarlömb réttarkerfis sem þekkt er fyrir ósanngjarna lagasetningu þegar kemur að kynferðisbrotum. Í grein Aftonbladet í dag er viðtal við Rothna Begum, rannsakanda hjá Human Rights Watch með miðausturlönd sem sérsvið. Hún segir að stærsta vandmálið sé hvernig lögunum sé framfylgt, frekar en hvernig þau eru skrifuð. Begum segir að það hvernig dómstólar framfylgja lögum um kynlíf utan hjónabands, hræði konur frá því að tilkynna nauðganir. Nauðganir eru vissulega refsivert athæfi í Katar en gerandinn er sjaldan dæmdur ef hann tengist fórnarlambinu og dugir þá að vera samstarfsfélagi eða vinur viðkomandi. Umræða um margskonar mannréttindamál hefur farið fram í aðdraganda heimsmeistaramótsins og margir hvatt til þess að almenningur sniðgangi mótið.Vísir/Getty Það sem gerir stöðuna enn verri fyrir fórnarlömbin er að það getur verið litið á tilkynningu um naugðun sem viðurkenningu á því að stundað hafi verið kynlíf utan hjónabands. Kynlíf utan hjónabands er refsivert athæfi í Katar og gæti þýtt allt að sjö ára fangelsisdóm. „Það fyrsta sem þarf að skilja er að ef brotið er á þér kynferðislega þá verður þú líklegast handtekinn ef þú kærir. Því þá telst það sem svo að þú sért að viðurkenna að hafa stundað kynlíf. Það hvort samþykki hafi verið til staðar skiptir minna máli þegar litið er til aðstæðna.“ Hún tekur dæmi um filippeyska farandverkakonu, sem varð fyrir árás annars farandverkamanns á heimili sínu, og var gefið það ráð að hringja í lögregluna. Málið var lagt niður en konan fangelsuð eftir að hafa verið neitað um túlk í málsmeðferðinni. „Hann hélt því fram að kynlífið hefði verið með hennar samþykki og lögreglan fann númerið hans í símanum hennar. Það voru nægileg sönnunargögn fyrir því að þau hefðu átt í sambandi. Konan fékk ekki útskýringu á því hvers vegna hún var í fangelsi fyrr en fjórum mánuðum síðar.“ Þjónustufólk í sérstaklega mikilli hættu Human Rights Watch segir að þjónustufólk og sérstaklega kvenfólk sem vinnur við þrif á hótelherbergjum sé í sérstaklega viðkvæmri stöðu þann mánuð sem heimsmeistaramótið fer fram. „Munum það að láglauna farandverkakonan er alltaf í mestri hættu. Verst er staðan hjá hótelþjónustukonu frá Asíu sem fer inn í hótelherbergi að þrífa hjá karlmönnum sem eru komnir til að fylgjast með HM. Ef eitthvað gerist og hún kærir þá á hún á hættu að lenda í miklum vandræðum.“ Begum segir að það sé rétt að dómskerfið í Katar mismuni konum en það þýðir ekki að það séu bara karlmenn frá Katar sem gerist sekir um kynferðisbrot í Doha. „Áhyggjur okkar snúast að því að kerfið hvetji til brota. Við erum hrædd um að einhverjir hafi séð hvernig lögunum er framfylgt og upplifi frelsi til að haga sér hvernig sem er. Því konan getur ekki kært. Það gefur sumum karlmönnum frelsi sem við teljum að gæti orðið til þess að kynferðisbrotum fjölgar.“
HM 2022 í Katar Kynferðisofbeldi Katar Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu