Annasamt verkefni að flytja jarðgangafréttir í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2022 14:20 Frá munna Dalsganga á Sandey. Landsverk Sá sem skrifar fréttir af gangi jarðgangaverkefna í Færeyjum í vef Landsverks, vegagerðar þeirra Færeyinga, hefur sannarlega frá nógu að segja þessa dagana. Svo mikil er atorkan hjá frændþjóð Íslendinga í að bæta samgöngukerfi sitt með fleiri jarðgöngum. Í vikunni hafa birst alls sjö fréttir af gangi mála. Þannig voru tvær fréttir í gær af borun Dalsganga milli Húsavíkur og Dals á Sandey. Önnur var um að borun Dalsganga væri núna hálfnuð en hin um boðun kynningarfundar fyrir íbúa um verkið. Fánaborg við Árnafjarðargöng.Landsverk Á miðvikudag birtust þrjár fréttir. Sú fyrsta var um að síðasta haftið hefði verið sprengt í Árnafjarðargöngunum, með tilheyrandi hátíðarhöldum. Önnur fréttin var um að slegið hefði verið í gegn í Hvannasundsgöngunum norður um Fjall, skammt frá Klakksvík, einnig með mannfagnaði og lúðrasveitarblæstri. Þriðja fréttin var svo um fyrstu sprengingu í Fámjinsgöngum á Suðurey, sömuleiðis með lúðrasveitarleik og öðrum gleðskap. Mannfjöldi fagnaði síðustu sprengingu í Hvannasundsgöngum.Landsverk Færeyingar eru núna að vinna að greftri alls fimm jarðganga samtímis. Aðeins er gert ráð fyrir að innheimta vegtoll í einum þeirra, þeim lengstu, Sandeyjargöngum. Þau verða 10,8 kílómetra löng neðansjávargöng milli Straumeyjar og Sandeyjar og er stefnt að opnun þeirra eftir rúmt ár, í desember 2023. Hin göngin verða án vegtolls. Dalsgöngin verða 2,2 kílómetra löng og stefnt að opnun um áramótin 2023-2024. Nýju Árnafjarðargöngin verða tæplega tveggja kílómetra löng og eiga að klárast árið 2024. Nýju Hvannasundsgöngin verða 2,3 kílómetra löng og stefnt að opnun árið 2025. Fámjingöngin verða 1,2 kílómetra löng og áætlað að þau verði opnuð árið 2024. Fyrstu sprengingu í Fámjinsgöngum fagnað með lúðrasveitarleik.Landsverk Ofan á þetta hafa Færeyingar nýlega opnað tvenn ný jarðgöng. Nýju Hvalbiargöngin, 2,5 kílómetra löng, voru opnuð árið 2021, og Austureyjargöngin voru opnuð árið 2020 en þessi neðansjávargöng milli Straumeyjar og Austureyjar eru núna lengstu göng Færeyja, 11,2 kílómetra löng. Og Færeyingar eru hvergi nærri hættir. Árið 2025 er áformað að hefja borun Villingadalsganga, sem verða 1,3 kílómetra löng, en þau verða í raun innanbæjargöng í Þórshöfn. Slegið í gegn í Árnafjarðargöngum.Landsverk Langstærsta verkefnið í undirbúningi eru svo Suðureyjargöngin. Þau verða 25 kílómetra neðansjávargöng. Endanleg ákvörðun um gerð þeirra hefur ekki verið tekin en rætt er um að opna þau árið 2030. Frá árinu 1963 hafa Færeyingar tekið í notkun alls 22 jarðgöng. Vegtollur eru aðeins innheimtur í þremur þeirra, sem öll eru neðansjávargöng. Þau eru Vogagöng, Norðureyjargöng og Austureyjargöng. Fyrir níu árum ræddi Stöð 2 við fjármálaráðherra Færeyja um jarðgangamálin: Færeyjar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Í vikunni hafa birst alls sjö fréttir af gangi mála. Þannig voru tvær fréttir í gær af borun Dalsganga milli Húsavíkur og Dals á Sandey. Önnur var um að borun Dalsganga væri núna hálfnuð en hin um boðun kynningarfundar fyrir íbúa um verkið. Fánaborg við Árnafjarðargöng.Landsverk Á miðvikudag birtust þrjár fréttir. Sú fyrsta var um að síðasta haftið hefði verið sprengt í Árnafjarðargöngunum, með tilheyrandi hátíðarhöldum. Önnur fréttin var um að slegið hefði verið í gegn í Hvannasundsgöngunum norður um Fjall, skammt frá Klakksvík, einnig með mannfagnaði og lúðrasveitarblæstri. Þriðja fréttin var svo um fyrstu sprengingu í Fámjinsgöngum á Suðurey, sömuleiðis með lúðrasveitarleik og öðrum gleðskap. Mannfjöldi fagnaði síðustu sprengingu í Hvannasundsgöngum.Landsverk Færeyingar eru núna að vinna að greftri alls fimm jarðganga samtímis. Aðeins er gert ráð fyrir að innheimta vegtoll í einum þeirra, þeim lengstu, Sandeyjargöngum. Þau verða 10,8 kílómetra löng neðansjávargöng milli Straumeyjar og Sandeyjar og er stefnt að opnun þeirra eftir rúmt ár, í desember 2023. Hin göngin verða án vegtolls. Dalsgöngin verða 2,2 kílómetra löng og stefnt að opnun um áramótin 2023-2024. Nýju Árnafjarðargöngin verða tæplega tveggja kílómetra löng og eiga að klárast árið 2024. Nýju Hvannasundsgöngin verða 2,3 kílómetra löng og stefnt að opnun árið 2025. Fámjingöngin verða 1,2 kílómetra löng og áætlað að þau verði opnuð árið 2024. Fyrstu sprengingu í Fámjinsgöngum fagnað með lúðrasveitarleik.Landsverk Ofan á þetta hafa Færeyingar nýlega opnað tvenn ný jarðgöng. Nýju Hvalbiargöngin, 2,5 kílómetra löng, voru opnuð árið 2021, og Austureyjargöngin voru opnuð árið 2020 en þessi neðansjávargöng milli Straumeyjar og Austureyjar eru núna lengstu göng Færeyja, 11,2 kílómetra löng. Og Færeyingar eru hvergi nærri hættir. Árið 2025 er áformað að hefja borun Villingadalsganga, sem verða 1,3 kílómetra löng, en þau verða í raun innanbæjargöng í Þórshöfn. Slegið í gegn í Árnafjarðargöngum.Landsverk Langstærsta verkefnið í undirbúningi eru svo Suðureyjargöngin. Þau verða 25 kílómetra neðansjávargöng. Endanleg ákvörðun um gerð þeirra hefur ekki verið tekin en rætt er um að opna þau árið 2030. Frá árinu 1963 hafa Færeyingar tekið í notkun alls 22 jarðgöng. Vegtollur eru aðeins innheimtur í þremur þeirra, sem öll eru neðansjávargöng. Þau eru Vogagöng, Norðureyjargöng og Austureyjargöng. Fyrir níu árum ræddi Stöð 2 við fjármálaráðherra Færeyja um jarðgangamálin:
Færeyjar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27
Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30
Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent