Færeyingurinn Johannesen hefur verið orðaður bæði við Breiðablik og Val nú á haustdögum og nú virðist sem félagaskiptin til Blika séu að verða að veruleika. Johannesen skoraði tólf mörk og lagði upp tvö fyrir Keflavík í sumar og átti mjög gott tímabil.
Breiðablik vann Bestu deildina í sumar með töluverðum yfirburðum en Keflavík vann Forsetabikarinn sem veittur var fyrir sigur í keppni sex neðstu liða deildarinnar eftir að Bestu deildinni var skipt í tvennt.
Patrik Johannesen er á leið til Breiðabliks frá Keflavík fyrir metfé. Kaupverðið er samkvæmt okkar heimildum 11 milljónir. pic.twitter.com/ShYri4pH4j
— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) November 19, 2022
Breiðablik hefur styrkt sig töluvert eftir að Íslandsmótinu lauk í október. Eyþór Aron Wöhler gekk til liðs við Íslandsmeistarana frá ÍA og þá tryggðu Blikar sér einnig þjónustu Alex Freys Elíssonar frá Fram.
Patrik Johannesen er landsliðsmaður Færeyja en hann gekk til liðs við Keflavík fyrir tímabilið. Hann hefur leikið átján leiki fyrir Færeyinga og skorað í þeim eitt mark.