Fjórtán handteknir og einn látinn laus Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. nóvember 2022 12:28 Margeir Sveinsson segir að um tíu til fimmtán manna sé enn leitað í tengslum við rannsóknina. vísir/egill Lögregla handtók fjóra menn í tengslum við stunguárásina á Bankastræti Club í gærkvöldi og í nótt. Alls hafa nú fjórtán verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins og fimm verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Einum hefur verið sleppt úr haldi og býst lögregla við að fleirum verði sleppt í dag. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, við fréttastofu. „Í heildina höfum við farið í fjórtán handtökur. Einn er laus og það má búast við að fleirum verði sleppt í dag því við teljum ekki að þátt þeirra vera það mikinn í þessu,“ segir Margeir. Alls eru hátt í þrjátíu taldir tengjast árásinni og leitar lögregla enn hinna sem hafa ekki verið handteknir enn, um tíu til fimmtán manna. „Það voru handteknir fjórir í gærkvöldi og í nótt. Einn af þeim gaf sig fram við lögreglu eftir áskorun lögreglu. En það er ekki búið að taka afstöðu [um gæsluvarðhaldskröfu] til þeirra en það er að fara fram skýrslutökur og þá kemur í ljós hvað verður með framhaldið,“ segir Margeir. „Við erum enn að leita hinna og við hættum þeirri leit ekkert fyrr en allir eru komnir í hús. Það er bara staðan.“ Æddu vopnaðir og grímuklæddir inn Fimm voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi. Þrír þeirra voru úrskurðaðir í tveggja vikna varðhald en tveir í vikulangt varðhald. Mennirnir eru taldir hafa ætt inn grímuklæddir á skemmtistaðinn Bankastræti Club síðasta fimmtudagskvöld og ráðist að þremur mönnum á neðri hæð staðarins og stungið þá ítrekað. Tveir þeirra sem lentu í árásinni opnuðu sig um hana í dag: Hafa náð vel utan um málið Megináhersla lögreglu hefur verið lögð á að hafa upp á öllum sem taldir eru hafa komið að árásinni. „Samhliða höfum við verið að átta okkur á árásinni og hlutverki hvers og eins. En við höfum lagt mikla áherslu á að finna þessa menn og koma þeim hingað í hús. Og það er bara eitthvað sem við höldum áfram með þangað til við erum búin að ná öllum,“ segir Margeir. Rannsóknin sé á frumstigi en hafi gengið vel. Hann telur ekki tímabært að ræða hvað gæti hafa legið að baki árásinni. „Það má segja að málið sé bara rétt á frumstigi þó að við höfum svona verið að ná tiltölulega vel utan um það samt sem áður.“ Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, við fréttastofu. „Í heildina höfum við farið í fjórtán handtökur. Einn er laus og það má búast við að fleirum verði sleppt í dag því við teljum ekki að þátt þeirra vera það mikinn í þessu,“ segir Margeir. Alls eru hátt í þrjátíu taldir tengjast árásinni og leitar lögregla enn hinna sem hafa ekki verið handteknir enn, um tíu til fimmtán manna. „Það voru handteknir fjórir í gærkvöldi og í nótt. Einn af þeim gaf sig fram við lögreglu eftir áskorun lögreglu. En það er ekki búið að taka afstöðu [um gæsluvarðhaldskröfu] til þeirra en það er að fara fram skýrslutökur og þá kemur í ljós hvað verður með framhaldið,“ segir Margeir. „Við erum enn að leita hinna og við hættum þeirri leit ekkert fyrr en allir eru komnir í hús. Það er bara staðan.“ Æddu vopnaðir og grímuklæddir inn Fimm voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi. Þrír þeirra voru úrskurðaðir í tveggja vikna varðhald en tveir í vikulangt varðhald. Mennirnir eru taldir hafa ætt inn grímuklæddir á skemmtistaðinn Bankastræti Club síðasta fimmtudagskvöld og ráðist að þremur mönnum á neðri hæð staðarins og stungið þá ítrekað. Tveir þeirra sem lentu í árásinni opnuðu sig um hana í dag: Hafa náð vel utan um málið Megináhersla lögreglu hefur verið lögð á að hafa upp á öllum sem taldir eru hafa komið að árásinni. „Samhliða höfum við verið að átta okkur á árásinni og hlutverki hvers og eins. En við höfum lagt mikla áherslu á að finna þessa menn og koma þeim hingað í hús. Og það er bara eitthvað sem við höldum áfram með þangað til við erum búin að ná öllum,“ segir Margeir. Rannsóknin sé á frumstigi en hafi gengið vel. Hann telur ekki tímabært að ræða hvað gæti hafa legið að baki árásinni. „Það má segja að málið sé bara rétt á frumstigi þó að við höfum svona verið að ná tiltölulega vel utan um það samt sem áður.“
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira