Fótbolti

Enginn sem býður sig fram gegn Infantino

Smári Jökull Jónsson skrifar
Gianni Infantino hefur verið forseti FIFA síðan 2016.
Gianni Infantino hefur verið forseti FIFA síðan 2016. Vísir/Getty

Gianni Infantino verður einn í kjöri þegar kosið verður um forseta alþjóðaknattspyrnusambandsins í mars á næsta ári. Enginn býður sig fram gegn forsetanum núverandi sem verið hefur verið stjórnvölinn síðan 2016.

Nú þegar heimsmeistaramótið í Katar er framundan beinast augu heimsins að knattspyrnunni og FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandið er þar að sjálfsögðu í brennidepli. Fréttir af sambandinu undanfarin ár hafa einkennst af ásökunum um spillingu en fyrrverandi forseti sambandsins, Sepp Blatter er af mörgum talinn hafa verið þar fremstur í flokki.

Gianni Infantino tók við af Blatter árið 2016 og var endurkjörinn árið 2019 til fjögurra ára. Á næsta ári er því komið að forsetakjöri innan sambandsins er nú er ljóst að Infantino verður einn í framboði þegar kosningin fer fram í mars á næsta ári. Greint er frá þessu á vef FIFA í dag.

Í grein Vals Páls Eiríkssonar íþróttafréttamanns sem birtist í morgun er vel farið ofan í saumana hjá FIFA og mannréttindamál sem tengast heimsmeistaramótinu í Katar.

Þar er meðal annars greint frá spillingunni sem átti sér stað þegar gestgjafar síðustu heimsmeistaramóta voru valdir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×