Mané varð fyrir meiðslum á hægri fæti í leik Bayern Munchen og Werder Bremen á þriðjudaginn í síðustu viku. Bayern vann leikinn 6-1 en meiðsli Mané voru það sem flestir voru að tala um að leik loknum.
Þegar landsliðshópur Senegal var tilkynntur á dögunum var Mané þar á meðal og var talið að hann myndi aðeins missa af fyrstu tveimur leikjum Senegal í riðlakeppninni.
Nú er hins vegar ljóst að meiðslin eru alvarlegri en svo og í tilkynningu frá knattspyrnusambandi Senegal segir að Mané verði ekki með liðinu í Katar.
BREAKING: Sadio Mané will miss the World Cup, Senegal confirms. He will not be able to be part of the squad as he s not recovering from his injury. #WorldCup2022 pic.twitter.com/RIn9ISBGi0
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 17, 2022