Bjórinn dýrari en á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2022 11:30 Búast má við fjölda gesta í Katar vegna HM en þeir þurfa að borga tæplega 2.000 krónur fyrir hvern bjór. Getty/Ying Tang Fótboltastuðningsmenn á heimsmeistaramótinu í Katar hafa kvartað yfir verðinu á bjór og þeirri staðreynd að eini bjórinn sem þeim standi til boða sé Budweiser. Bjórinn á HM er rándýr, meira að segja í samanburði við íslenskan markað, en hálfs lítra glas af Budweiser er á 50 riyala, sem jafngildir tæplega 2.000 krónum. Til samanburðar virðist hálfs lítra glas af lagerbjór á bar í miðborg Reykjavíkur alla jafna ekki kosta meira en 1.400-1.500 krónur, og oft minna. Hægt er að kaupa óáfengan Budweiser á HM á 30 riyala, eða tæplega 1.200 krónur, og hálfur lítri af vatni kostar um 400 krónur. 'Not only is it over-priced, it's bloody Budweiser!': Fans left stunned at being charged almost £12 for less than a pint at the World Cup https://t.co/ckFXKvCvVv— MailOnline Sport (@MailSport) November 16, 2022 Áfengi er alla jafna bannað í Katar en þó er hægt að kaupa sér áfenga drykki á vissum hótelum. Undanþága er svo gerð vegna HM til að stuðningsmenn megi drekka á stuðningsmannasvæðum og leikvöngum mótsins. The Guardian segir að Nasser al-Khater, framkvæmdastjóri HM 2022, hafi áður verið búinn að gefa í skyn að verðið á bjór yrði talsvert lægra fyrir gesti HM en gengur og gerist í Katar. Í mesta lagi hægt að kaupa fjóra í einu Budweiser hefur komið því á framfæri að þeir sem kaupi sér bjór verði að geta sannað að þeir séu orðnir 21 árs, og að hver og einn geti í mesta lagi keypt fjóra bjóra í einu. Bjórframleiðandinn er opinber samstarfsaðili FIFA og segir á skilti sem sýnir verðið á drykkjum fyrir gesti HM: „Budweiser er stoltur af því að vera borinn fram í samræmi við lög í landinu og þær reglur sem gilda hjá rétthafanum sem FIFA skipaði.“ Daily Mail vitnar í stuðningsmenn sem eru óánægðir með bjórmálin í Katar. „Ja hérna. Ekki bara er verðið of hátt heldur er þetta fjandans Budweiser!“ skrifar einn á Twitter og annar bætir við: „Ef að maður hefur efni á að fara til Katar þá er tólf punda bjór ekki vandamál. Aðalvandamálið er sú staðreynd að þetta er f****** Budweiser, versti bjór sem hægt væri að bjóða.“ Sá þriðji benti á að verðið væri ekkert svo ólíkt því sem gerist í miðborg Lundúna. „Hafði ekki gert mér grein fyrir því að HM væri í London!“ skrifaði sá. HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Bjórinn á HM er rándýr, meira að segja í samanburði við íslenskan markað, en hálfs lítra glas af Budweiser er á 50 riyala, sem jafngildir tæplega 2.000 krónum. Til samanburðar virðist hálfs lítra glas af lagerbjór á bar í miðborg Reykjavíkur alla jafna ekki kosta meira en 1.400-1.500 krónur, og oft minna. Hægt er að kaupa óáfengan Budweiser á HM á 30 riyala, eða tæplega 1.200 krónur, og hálfur lítri af vatni kostar um 400 krónur. 'Not only is it over-priced, it's bloody Budweiser!': Fans left stunned at being charged almost £12 for less than a pint at the World Cup https://t.co/ckFXKvCvVv— MailOnline Sport (@MailSport) November 16, 2022 Áfengi er alla jafna bannað í Katar en þó er hægt að kaupa sér áfenga drykki á vissum hótelum. Undanþága er svo gerð vegna HM til að stuðningsmenn megi drekka á stuðningsmannasvæðum og leikvöngum mótsins. The Guardian segir að Nasser al-Khater, framkvæmdastjóri HM 2022, hafi áður verið búinn að gefa í skyn að verðið á bjór yrði talsvert lægra fyrir gesti HM en gengur og gerist í Katar. Í mesta lagi hægt að kaupa fjóra í einu Budweiser hefur komið því á framfæri að þeir sem kaupi sér bjór verði að geta sannað að þeir séu orðnir 21 árs, og að hver og einn geti í mesta lagi keypt fjóra bjóra í einu. Bjórframleiðandinn er opinber samstarfsaðili FIFA og segir á skilti sem sýnir verðið á drykkjum fyrir gesti HM: „Budweiser er stoltur af því að vera borinn fram í samræmi við lög í landinu og þær reglur sem gilda hjá rétthafanum sem FIFA skipaði.“ Daily Mail vitnar í stuðningsmenn sem eru óánægðir með bjórmálin í Katar. „Ja hérna. Ekki bara er verðið of hátt heldur er þetta fjandans Budweiser!“ skrifar einn á Twitter og annar bætir við: „Ef að maður hefur efni á að fara til Katar þá er tólf punda bjór ekki vandamál. Aðalvandamálið er sú staðreynd að þetta er f****** Budweiser, versti bjór sem hægt væri að bjóða.“ Sá þriðji benti á að verðið væri ekkert svo ólíkt því sem gerist í miðborg Lundúna. „Hafði ekki gert mér grein fyrir því að HM væri í London!“ skrifaði sá.
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira