Bjórinn dýrari en á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2022 11:30 Búast má við fjölda gesta í Katar vegna HM en þeir þurfa að borga tæplega 2.000 krónur fyrir hvern bjór. Getty/Ying Tang Fótboltastuðningsmenn á heimsmeistaramótinu í Katar hafa kvartað yfir verðinu á bjór og þeirri staðreynd að eini bjórinn sem þeim standi til boða sé Budweiser. Bjórinn á HM er rándýr, meira að segja í samanburði við íslenskan markað, en hálfs lítra glas af Budweiser er á 50 riyala, sem jafngildir tæplega 2.000 krónum. Til samanburðar virðist hálfs lítra glas af lagerbjór á bar í miðborg Reykjavíkur alla jafna ekki kosta meira en 1.400-1.500 krónur, og oft minna. Hægt er að kaupa óáfengan Budweiser á HM á 30 riyala, eða tæplega 1.200 krónur, og hálfur lítri af vatni kostar um 400 krónur. 'Not only is it over-priced, it's bloody Budweiser!': Fans left stunned at being charged almost £12 for less than a pint at the World Cup https://t.co/ckFXKvCvVv— MailOnline Sport (@MailSport) November 16, 2022 Áfengi er alla jafna bannað í Katar en þó er hægt að kaupa sér áfenga drykki á vissum hótelum. Undanþága er svo gerð vegna HM til að stuðningsmenn megi drekka á stuðningsmannasvæðum og leikvöngum mótsins. The Guardian segir að Nasser al-Khater, framkvæmdastjóri HM 2022, hafi áður verið búinn að gefa í skyn að verðið á bjór yrði talsvert lægra fyrir gesti HM en gengur og gerist í Katar. Í mesta lagi hægt að kaupa fjóra í einu Budweiser hefur komið því á framfæri að þeir sem kaupi sér bjór verði að geta sannað að þeir séu orðnir 21 árs, og að hver og einn geti í mesta lagi keypt fjóra bjóra í einu. Bjórframleiðandinn er opinber samstarfsaðili FIFA og segir á skilti sem sýnir verðið á drykkjum fyrir gesti HM: „Budweiser er stoltur af því að vera borinn fram í samræmi við lög í landinu og þær reglur sem gilda hjá rétthafanum sem FIFA skipaði.“ Daily Mail vitnar í stuðningsmenn sem eru óánægðir með bjórmálin í Katar. „Ja hérna. Ekki bara er verðið of hátt heldur er þetta fjandans Budweiser!“ skrifar einn á Twitter og annar bætir við: „Ef að maður hefur efni á að fara til Katar þá er tólf punda bjór ekki vandamál. Aðalvandamálið er sú staðreynd að þetta er f****** Budweiser, versti bjór sem hægt væri að bjóða.“ Sá þriðji benti á að verðið væri ekkert svo ólíkt því sem gerist í miðborg Lundúna. „Hafði ekki gert mér grein fyrir því að HM væri í London!“ skrifaði sá. HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Bjórinn á HM er rándýr, meira að segja í samanburði við íslenskan markað, en hálfs lítra glas af Budweiser er á 50 riyala, sem jafngildir tæplega 2.000 krónum. Til samanburðar virðist hálfs lítra glas af lagerbjór á bar í miðborg Reykjavíkur alla jafna ekki kosta meira en 1.400-1.500 krónur, og oft minna. Hægt er að kaupa óáfengan Budweiser á HM á 30 riyala, eða tæplega 1.200 krónur, og hálfur lítri af vatni kostar um 400 krónur. 'Not only is it over-priced, it's bloody Budweiser!': Fans left stunned at being charged almost £12 for less than a pint at the World Cup https://t.co/ckFXKvCvVv— MailOnline Sport (@MailSport) November 16, 2022 Áfengi er alla jafna bannað í Katar en þó er hægt að kaupa sér áfenga drykki á vissum hótelum. Undanþága er svo gerð vegna HM til að stuðningsmenn megi drekka á stuðningsmannasvæðum og leikvöngum mótsins. The Guardian segir að Nasser al-Khater, framkvæmdastjóri HM 2022, hafi áður verið búinn að gefa í skyn að verðið á bjór yrði talsvert lægra fyrir gesti HM en gengur og gerist í Katar. Í mesta lagi hægt að kaupa fjóra í einu Budweiser hefur komið því á framfæri að þeir sem kaupi sér bjór verði að geta sannað að þeir séu orðnir 21 árs, og að hver og einn geti í mesta lagi keypt fjóra bjóra í einu. Bjórframleiðandinn er opinber samstarfsaðili FIFA og segir á skilti sem sýnir verðið á drykkjum fyrir gesti HM: „Budweiser er stoltur af því að vera borinn fram í samræmi við lög í landinu og þær reglur sem gilda hjá rétthafanum sem FIFA skipaði.“ Daily Mail vitnar í stuðningsmenn sem eru óánægðir með bjórmálin í Katar. „Ja hérna. Ekki bara er verðið of hátt heldur er þetta fjandans Budweiser!“ skrifar einn á Twitter og annar bætir við: „Ef að maður hefur efni á að fara til Katar þá er tólf punda bjór ekki vandamál. Aðalvandamálið er sú staðreynd að þetta er f****** Budweiser, versti bjór sem hægt væri að bjóða.“ Sá þriðji benti á að verðið væri ekkert svo ólíkt því sem gerist í miðborg Lundúna. „Hafði ekki gert mér grein fyrir því að HM væri í London!“ skrifaði sá.
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Sjá meira