Bjórinn dýrari en á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2022 11:30 Búast má við fjölda gesta í Katar vegna HM en þeir þurfa að borga tæplega 2.000 krónur fyrir hvern bjór. Getty/Ying Tang Fótboltastuðningsmenn á heimsmeistaramótinu í Katar hafa kvartað yfir verðinu á bjór og þeirri staðreynd að eini bjórinn sem þeim standi til boða sé Budweiser. Bjórinn á HM er rándýr, meira að segja í samanburði við íslenskan markað, en hálfs lítra glas af Budweiser er á 50 riyala, sem jafngildir tæplega 2.000 krónum. Til samanburðar virðist hálfs lítra glas af lagerbjór á bar í miðborg Reykjavíkur alla jafna ekki kosta meira en 1.400-1.500 krónur, og oft minna. Hægt er að kaupa óáfengan Budweiser á HM á 30 riyala, eða tæplega 1.200 krónur, og hálfur lítri af vatni kostar um 400 krónur. 'Not only is it over-priced, it's bloody Budweiser!': Fans left stunned at being charged almost £12 for less than a pint at the World Cup https://t.co/ckFXKvCvVv— MailOnline Sport (@MailSport) November 16, 2022 Áfengi er alla jafna bannað í Katar en þó er hægt að kaupa sér áfenga drykki á vissum hótelum. Undanþága er svo gerð vegna HM til að stuðningsmenn megi drekka á stuðningsmannasvæðum og leikvöngum mótsins. The Guardian segir að Nasser al-Khater, framkvæmdastjóri HM 2022, hafi áður verið búinn að gefa í skyn að verðið á bjór yrði talsvert lægra fyrir gesti HM en gengur og gerist í Katar. Í mesta lagi hægt að kaupa fjóra í einu Budweiser hefur komið því á framfæri að þeir sem kaupi sér bjór verði að geta sannað að þeir séu orðnir 21 árs, og að hver og einn geti í mesta lagi keypt fjóra bjóra í einu. Bjórframleiðandinn er opinber samstarfsaðili FIFA og segir á skilti sem sýnir verðið á drykkjum fyrir gesti HM: „Budweiser er stoltur af því að vera borinn fram í samræmi við lög í landinu og þær reglur sem gilda hjá rétthafanum sem FIFA skipaði.“ Daily Mail vitnar í stuðningsmenn sem eru óánægðir með bjórmálin í Katar. „Ja hérna. Ekki bara er verðið of hátt heldur er þetta fjandans Budweiser!“ skrifar einn á Twitter og annar bætir við: „Ef að maður hefur efni á að fara til Katar þá er tólf punda bjór ekki vandamál. Aðalvandamálið er sú staðreynd að þetta er f****** Budweiser, versti bjór sem hægt væri að bjóða.“ Sá þriðji benti á að verðið væri ekkert svo ólíkt því sem gerist í miðborg Lundúna. „Hafði ekki gert mér grein fyrir því að HM væri í London!“ skrifaði sá. HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Bjórinn á HM er rándýr, meira að segja í samanburði við íslenskan markað, en hálfs lítra glas af Budweiser er á 50 riyala, sem jafngildir tæplega 2.000 krónum. Til samanburðar virðist hálfs lítra glas af lagerbjór á bar í miðborg Reykjavíkur alla jafna ekki kosta meira en 1.400-1.500 krónur, og oft minna. Hægt er að kaupa óáfengan Budweiser á HM á 30 riyala, eða tæplega 1.200 krónur, og hálfur lítri af vatni kostar um 400 krónur. 'Not only is it over-priced, it's bloody Budweiser!': Fans left stunned at being charged almost £12 for less than a pint at the World Cup https://t.co/ckFXKvCvVv— MailOnline Sport (@MailSport) November 16, 2022 Áfengi er alla jafna bannað í Katar en þó er hægt að kaupa sér áfenga drykki á vissum hótelum. Undanþága er svo gerð vegna HM til að stuðningsmenn megi drekka á stuðningsmannasvæðum og leikvöngum mótsins. The Guardian segir að Nasser al-Khater, framkvæmdastjóri HM 2022, hafi áður verið búinn að gefa í skyn að verðið á bjór yrði talsvert lægra fyrir gesti HM en gengur og gerist í Katar. Í mesta lagi hægt að kaupa fjóra í einu Budweiser hefur komið því á framfæri að þeir sem kaupi sér bjór verði að geta sannað að þeir séu orðnir 21 árs, og að hver og einn geti í mesta lagi keypt fjóra bjóra í einu. Bjórframleiðandinn er opinber samstarfsaðili FIFA og segir á skilti sem sýnir verðið á drykkjum fyrir gesti HM: „Budweiser er stoltur af því að vera borinn fram í samræmi við lög í landinu og þær reglur sem gilda hjá rétthafanum sem FIFA skipaði.“ Daily Mail vitnar í stuðningsmenn sem eru óánægðir með bjórmálin í Katar. „Ja hérna. Ekki bara er verðið of hátt heldur er þetta fjandans Budweiser!“ skrifar einn á Twitter og annar bætir við: „Ef að maður hefur efni á að fara til Katar þá er tólf punda bjór ekki vandamál. Aðalvandamálið er sú staðreynd að þetta er f****** Budweiser, versti bjór sem hægt væri að bjóða.“ Sá þriðji benti á að verðið væri ekkert svo ólíkt því sem gerist í miðborg Lundúna. „Hafði ekki gert mér grein fyrir því að HM væri í London!“ skrifaði sá.
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira