Bjórinn dýrari en á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2022 11:30 Búast má við fjölda gesta í Katar vegna HM en þeir þurfa að borga tæplega 2.000 krónur fyrir hvern bjór. Getty/Ying Tang Fótboltastuðningsmenn á heimsmeistaramótinu í Katar hafa kvartað yfir verðinu á bjór og þeirri staðreynd að eini bjórinn sem þeim standi til boða sé Budweiser. Bjórinn á HM er rándýr, meira að segja í samanburði við íslenskan markað, en hálfs lítra glas af Budweiser er á 50 riyala, sem jafngildir tæplega 2.000 krónum. Til samanburðar virðist hálfs lítra glas af lagerbjór á bar í miðborg Reykjavíkur alla jafna ekki kosta meira en 1.400-1.500 krónur, og oft minna. Hægt er að kaupa óáfengan Budweiser á HM á 30 riyala, eða tæplega 1.200 krónur, og hálfur lítri af vatni kostar um 400 krónur. 'Not only is it over-priced, it's bloody Budweiser!': Fans left stunned at being charged almost £12 for less than a pint at the World Cup https://t.co/ckFXKvCvVv— MailOnline Sport (@MailSport) November 16, 2022 Áfengi er alla jafna bannað í Katar en þó er hægt að kaupa sér áfenga drykki á vissum hótelum. Undanþága er svo gerð vegna HM til að stuðningsmenn megi drekka á stuðningsmannasvæðum og leikvöngum mótsins. The Guardian segir að Nasser al-Khater, framkvæmdastjóri HM 2022, hafi áður verið búinn að gefa í skyn að verðið á bjór yrði talsvert lægra fyrir gesti HM en gengur og gerist í Katar. Í mesta lagi hægt að kaupa fjóra í einu Budweiser hefur komið því á framfæri að þeir sem kaupi sér bjór verði að geta sannað að þeir séu orðnir 21 árs, og að hver og einn geti í mesta lagi keypt fjóra bjóra í einu. Bjórframleiðandinn er opinber samstarfsaðili FIFA og segir á skilti sem sýnir verðið á drykkjum fyrir gesti HM: „Budweiser er stoltur af því að vera borinn fram í samræmi við lög í landinu og þær reglur sem gilda hjá rétthafanum sem FIFA skipaði.“ Daily Mail vitnar í stuðningsmenn sem eru óánægðir með bjórmálin í Katar. „Ja hérna. Ekki bara er verðið of hátt heldur er þetta fjandans Budweiser!“ skrifar einn á Twitter og annar bætir við: „Ef að maður hefur efni á að fara til Katar þá er tólf punda bjór ekki vandamál. Aðalvandamálið er sú staðreynd að þetta er f****** Budweiser, versti bjór sem hægt væri að bjóða.“ Sá þriðji benti á að verðið væri ekkert svo ólíkt því sem gerist í miðborg Lundúna. „Hafði ekki gert mér grein fyrir því að HM væri í London!“ skrifaði sá. HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Meistarasigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Meistarasigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Sjá meira
Bjórinn á HM er rándýr, meira að segja í samanburði við íslenskan markað, en hálfs lítra glas af Budweiser er á 50 riyala, sem jafngildir tæplega 2.000 krónum. Til samanburðar virðist hálfs lítra glas af lagerbjór á bar í miðborg Reykjavíkur alla jafna ekki kosta meira en 1.400-1.500 krónur, og oft minna. Hægt er að kaupa óáfengan Budweiser á HM á 30 riyala, eða tæplega 1.200 krónur, og hálfur lítri af vatni kostar um 400 krónur. 'Not only is it over-priced, it's bloody Budweiser!': Fans left stunned at being charged almost £12 for less than a pint at the World Cup https://t.co/ckFXKvCvVv— MailOnline Sport (@MailSport) November 16, 2022 Áfengi er alla jafna bannað í Katar en þó er hægt að kaupa sér áfenga drykki á vissum hótelum. Undanþága er svo gerð vegna HM til að stuðningsmenn megi drekka á stuðningsmannasvæðum og leikvöngum mótsins. The Guardian segir að Nasser al-Khater, framkvæmdastjóri HM 2022, hafi áður verið búinn að gefa í skyn að verðið á bjór yrði talsvert lægra fyrir gesti HM en gengur og gerist í Katar. Í mesta lagi hægt að kaupa fjóra í einu Budweiser hefur komið því á framfæri að þeir sem kaupi sér bjór verði að geta sannað að þeir séu orðnir 21 árs, og að hver og einn geti í mesta lagi keypt fjóra bjóra í einu. Bjórframleiðandinn er opinber samstarfsaðili FIFA og segir á skilti sem sýnir verðið á drykkjum fyrir gesti HM: „Budweiser er stoltur af því að vera borinn fram í samræmi við lög í landinu og þær reglur sem gilda hjá rétthafanum sem FIFA skipaði.“ Daily Mail vitnar í stuðningsmenn sem eru óánægðir með bjórmálin í Katar. „Ja hérna. Ekki bara er verðið of hátt heldur er þetta fjandans Budweiser!“ skrifar einn á Twitter og annar bætir við: „Ef að maður hefur efni á að fara til Katar þá er tólf punda bjór ekki vandamál. Aðalvandamálið er sú staðreynd að þetta er f****** Budweiser, versti bjór sem hægt væri að bjóða.“ Sá þriðji benti á að verðið væri ekkert svo ólíkt því sem gerist í miðborg Lundúna. „Hafði ekki gert mér grein fyrir því að HM væri í London!“ skrifaði sá.
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Meistarasigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Meistarasigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Sjá meira