Innlent

Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Lilja Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra telur skipan í stöðu þjóðminjavarðar farsæla.
Lilja Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra telur skipan í stöðu þjóðminjavarðar farsæla. Vísir/Arnar

Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. 

Menningarmálaráðherra skipaði Hörpu Þórsdóttur safnstjóra Listasafns Íslands í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar í lok ágúst. 

Starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins, Félag þjóðfræðinga, Félag fornleifafræðinga og BHM voru á meðal þeirra sem gerðu alvarlegar athugasemdir við að staðan hefði ekki verið auglýst. Málið var enn fremur til umræðu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis. 

Í umfjöllun um málið kom svo fram að menningarmálaráðherra hefði sagt á Safnaþingi á Austfjörðum að hún harmaði að hafa skipað án auglýsingar í stöðuna. Hún sagði svo síðar að hún hafnaði að hafa harmað skipanina.

Harpa Þórsdóttir tók svo við sem við sem þjóðminjavörður þann 17. október síðastliðinn.

Ánægður menningarmálaráðherra 

 Lilja Alfreðsdóttir Menningarmálaráðherra er ánægð með skipanina.

„Hún er einstaklega hæfur stjórnandi og hún er að byrja mjög vel í starfi sínu sem þjóðminjavörður,“ segir Lilja.

Lilja segir að allt ferlið hafi verið lærdómsríkt.

„Eitt af því sem við erum að gera núna er að við erum að samræma skipunartíma höfuðsafnanna. Listasafns Íslands, Þjóðminjasafnsins og Náttúrugripasafnsins. Þannig að hann er nú fimm ár. Þannig að það er ýmislegt sem kemur út úr þessu en þessi skipun er mjög farsæl,“ segir Lilja. 


Tengdar fréttir

Hafa ekkert heyrt frá Lilju

Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 

Saka Lilju um metnaðar­leysi við ráðningu eftir­manns Hörpu

Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara.

Starfs­menn Þjóð­minja­safns harma verk­lag Lilju

Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.