Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Árni Sæberg skrifar 27. september 2022 22:47 Lilja Dögg Alfreðsdóttir (t.h.) skipaði Hörpu Þórisdóttur (t.v.) í starf þjóðminjavarðar án auglýsingar. Félag fornleifafræðinga vill að skipunin verði dregin til baka. Stjórnarráðið Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og ferðamálaráðherra fundaði í gær með fulltrúum fagfélaga innan íslensks safna- og fræðasamfélags um stöðu Þjóðminjasafnsins vegna mikillar óánægju með skipun Hörpu Þórisdóttur í starf þjóðminjavarðar án auglýsingar. Á fundinum var ákveðið að stofna samráðshóp með ráðuneytinu og fagfélögum sem kemur saman í fyrsta sinn í næstu viku, að því er segir í færslu á Facebooksíðu Félags fornleifafræðinga. „Félagið mun leggja til að nýlega skipaður þjóðminjavörður verði færður aftur í sitt fyrra starf. Önnur lausn sem félagið mun leggja til er að skipaður verði ráðgjafahópur fagfólks sem gengið var framhjá við skipunina til þess að ræða framtíðarstefnu safnsins og hlutverk þjóðminjavarðar,“ segir í færslu fornfræðinga. Í færslunni segir jafnframt að stjórn Félags fornleifafræðinga hafi fyrir fundinn í gær vonast eftir heiðarleika og hugrekki af hálfu Lilju Daggar. „Okkur þykir sárt að þrátt fyrir að harma vinnubrögð sín hyggist ráðherra ekki leiðrétta þau,“ segir stjórnin. Lilja Dögg vísaði því á bug að harma skipun Hörpu í starf þjóðminjavarðar, í samtali við fréttastofu í dag. Hún sagði að ekki stæði til að draga skipunina til baka en að hins vegar hefði mátt auglýsa stöðuna til að skapa sátt um skipunina. Í pallborðsumræðum á fagráðstefnu safnafólks á föstudaginn sagði Lilja að hún harmaði að safnafólk upplifði skipun Hörpu án auglýsingar sem virðingarleysi gagnvart þeirra merku störfum. „Ég get bara sagt það við ykkur ef ég hefði áttað mig betur á þessu þá hefði ég bara gert það [auglýst stöðuna] og það hefði ekki verið neitt mál og ég bara harma það að við séum komin í þessa stöðu og það er ekki ykkur að kenna – ég ber ábyrgð á því og ég þarf að finna út úr því í samstarfi við ykkur hvernig við hugum að Þjóðminjasafninu og hvort það sé eitthvað þarna sem þið getið komið með að borðinu til þess að auka traust. Ekkert er fjarri mínum huga en að sýna ykkur vanvirðingu. Ég er bara miður mín yfir því, bara að segja það,“ sagði Lilja Dögg. „Dapurlegt er að enn hafi ekki komið fram nein málefnaleg eða fagleg rök fyrir því að skipa þjóðminjavörð með þeim hætti sem gert var. Ekkert nýtt kom fram í svörum ráðuneytis hvað það varðar á fundinum; enn er skipuninni lýst eins og um tilfærslu hvers annars embættismanns væri að ræða — ekki forstöðumanns eins höfuðsafna íslenskrar menningar,“ segir Félag fornleifafræðinga. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmenn lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum safnstjórans Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands lýsa afar ófaglegum stjórnunarstíl fyrrum safnsstjóra sem hefur nú verið skipuð án auglýsingar sem þjóðminjavörður. Nefndarmaður Pírata í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis vill fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina vegna ráðningarinnar. 2. september 2022 12:22 Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39 Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og ferðamálaráðherra fundaði í gær með fulltrúum fagfélaga innan íslensks safna- og fræðasamfélags um stöðu Þjóðminjasafnsins vegna mikillar óánægju með skipun Hörpu Þórisdóttur í starf þjóðminjavarðar án auglýsingar. Á fundinum var ákveðið að stofna samráðshóp með ráðuneytinu og fagfélögum sem kemur saman í fyrsta sinn í næstu viku, að því er segir í færslu á Facebooksíðu Félags fornleifafræðinga. „Félagið mun leggja til að nýlega skipaður þjóðminjavörður verði færður aftur í sitt fyrra starf. Önnur lausn sem félagið mun leggja til er að skipaður verði ráðgjafahópur fagfólks sem gengið var framhjá við skipunina til þess að ræða framtíðarstefnu safnsins og hlutverk þjóðminjavarðar,“ segir í færslu fornfræðinga. Í færslunni segir jafnframt að stjórn Félags fornleifafræðinga hafi fyrir fundinn í gær vonast eftir heiðarleika og hugrekki af hálfu Lilju Daggar. „Okkur þykir sárt að þrátt fyrir að harma vinnubrögð sín hyggist ráðherra ekki leiðrétta þau,“ segir stjórnin. Lilja Dögg vísaði því á bug að harma skipun Hörpu í starf þjóðminjavarðar, í samtali við fréttastofu í dag. Hún sagði að ekki stæði til að draga skipunina til baka en að hins vegar hefði mátt auglýsa stöðuna til að skapa sátt um skipunina. Í pallborðsumræðum á fagráðstefnu safnafólks á föstudaginn sagði Lilja að hún harmaði að safnafólk upplifði skipun Hörpu án auglýsingar sem virðingarleysi gagnvart þeirra merku störfum. „Ég get bara sagt það við ykkur ef ég hefði áttað mig betur á þessu þá hefði ég bara gert það [auglýst stöðuna] og það hefði ekki verið neitt mál og ég bara harma það að við séum komin í þessa stöðu og það er ekki ykkur að kenna – ég ber ábyrgð á því og ég þarf að finna út úr því í samstarfi við ykkur hvernig við hugum að Þjóðminjasafninu og hvort það sé eitthvað þarna sem þið getið komið með að borðinu til þess að auka traust. Ekkert er fjarri mínum huga en að sýna ykkur vanvirðingu. Ég er bara miður mín yfir því, bara að segja það,“ sagði Lilja Dögg. „Dapurlegt er að enn hafi ekki komið fram nein málefnaleg eða fagleg rök fyrir því að skipa þjóðminjavörð með þeim hætti sem gert var. Ekkert nýtt kom fram í svörum ráðuneytis hvað það varðar á fundinum; enn er skipuninni lýst eins og um tilfærslu hvers annars embættismanns væri að ræða — ekki forstöðumanns eins höfuðsafna íslenskrar menningar,“ segir Félag fornleifafræðinga.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmenn lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum safnstjórans Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands lýsa afar ófaglegum stjórnunarstíl fyrrum safnsstjóra sem hefur nú verið skipuð án auglýsingar sem þjóðminjavörður. Nefndarmaður Pírata í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis vill fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina vegna ráðningarinnar. 2. september 2022 12:22 Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39 Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum safnstjórans Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands lýsa afar ófaglegum stjórnunarstíl fyrrum safnsstjóra sem hefur nú verið skipuð án auglýsingar sem þjóðminjavörður. Nefndarmaður Pírata í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis vill fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina vegna ráðningarinnar. 2. september 2022 12:22
Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39
Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32
Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16