Innlent

Ellemann nýr fram­kvæmda­stjóri Nor­rænu ráð­herra­nefndarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Karen Ellemann hefur átt sæti á danska þinginu frá árinu 2007.
Karen Ellemann hefur átt sæti á danska þinginu frá árinu 2007. Norden.org

Danski þingmaðurinn Karen Ellemann mun taka við störfum framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar 1. janúar 2023. Hún tekur við starfinu af hinni finnsku Paulu Lehtomäki.

Á vef Norðurlandaráðs kemur fram að Elleman hafi átt sæti á danska þinginu frá árinu 2007 og gegnt ýmsum ráðherraembættum í ríkisstjórn Danmerkur. 

„Karen Ellemann er stjórnmálamaður með víðtæka þekkingu á sviðum sem vega þungt í norrænu framtíðarsýninni til ársins 2030. Hún hefur verið jafnréttisráðherra, umhverfisráðherra og félagsmála- og innanríkisráðherra. Auk þess hefur hún nokkrum sinnum verið sá ráðherra í Danmörku sem hefur farið með málefni norræns samstarfs,“ segir í tilkynningunni.

Fram kemur að Ellemann sé menntaður grunnskólakennari og hafi sinnt ýmsum stjórnunarstöðum í einkageiranum áður en hún hafi haslað sér völl á hinu pólitíska sviði árið 2005. „Hún hefur einnig verið í forystu fyrir Norræna félagið og sýnt mikinn áhuga á norrænu samstarfi. Karen Ellemann hefur heldur ekki hikað við að segja skoðun sína umbúðalaust þegar henni finnst að norrænu löndin geti unnið betur saman.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×