Fastagestur á Benzanum hetja gærdagsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2022 21:00 Villi, eins og hann er alltaf kallaður, sýndi hetjulega frammistöðu í gær. egill/arnar/vísir Fótbrotinn fastagestur á Benzanum, sem er bar við Grensásveg, sýndi hetjulega frammistöðu í gær þegar hann óð inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega úr vagninum. Eldurinn kviknaði í sætum aftarlega í strætisvagni á Grensásvegi síðdegis í gær og grunar lögreglu að um íkveikju hafi verið að ræða. Þegar lögregla kom á vettvang hafði niðurlögum eldsins verið ráðið, en það var fastagesti á barnum Benzanum að þakka sem bjargaði málunum. „Ég er bara viðskiptavinur á Benzinn café, frægasta bar á Íslandi og er að labba út með bjórinn í hendinni og sé þá strætisvagn sem stendur fyrir utan og reyk út um öllum hurðum,“ sagði Vilhjálmur Sigurðsson. Óttaðist að börn væru í vagninum Vegfarendur hafi verið í mikilli geðshræringu. Villi, eins og hann er alltaf kallaður, óttaðist að farþegar og sér í lagi börn væru í vagninum og ákvað að spretta af stað. „Þannig að ég tek „rönnið“ [hleyp]. Að vísu er ég fótbrotinn. Aldrei séð fótbrotinn mann hlaupa svona hratt, nema Forrest Gump þegar hann braut á sér spelkurnar.“ „Slökkvitæki núna!“ Hann rauk inn á veitingastaðinn BK kjúkling í leit að slökkvitæki og öskraði: „Slökkvitæki núna! Svo hljóp ég inn um miðhurðina í vagninum en sá ekkert fyrir svörtum reyk. Ég öskraði: Er einhver hreyfing hérna inni! En sá í gegnum rúðurnar að þar virtist enginn fullorðinn vera. Svo fór ég út um miðhurðina og inn um afturhurðina og þar var einn kunningi minn, maður sem ég tek - eða að vísu lagði ég þá dósina frá mér. Tek hann bara og út úr vagninum aftasta, þar sem aðal reykurinn var.“ Að því búnu óð hann inn í strætisvagninn með slökkvitækið. „Og ég veð inn með tækið en þá kemur hvellur og þá sprakk slangan á tækinu. Þá var þetta eldgamalt slökkvitæki, þetta var eins og skotið hefði verið úr byssu. Ég hef náttúrulega ekki unnið í slökkviliðinu ennþá en ég er vanur Winchester-243 og svona, þannig ég þekki þetta. Svo prufaði ég aftur og þá lak slangan bara aðeins og draslið fór að virka.“ Hann segir að allt hafi þetta gerst á undir þremur mínútum. „Svo þurfti ég að fara að veita fólki áfallahjálp. Þarna var kona sem hafði verið í vagninum sem var í sjokki. Hún var í þykkri lopapeysu og var sveitt í gegn.“ Áfallið kom klukkutíma síðar Sjálfur fékk Villi hálfgert sjokk um klukkutíma eftir atvikið. Hann segir rosalegan reyk hafa verið í vagninum, mildi að ekki fór verr og segir að atvikið hafi verið eins og atriði úr bíómynd. „Ég er náttúrulega nýbúin að horfa á Denzel Washington í Equalizer og allskonar og þetta var „act“ sem var í raun ekki til sem ég gerði. Takk fyrir það.“ Strætó Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Eldurinn kviknaði í sætum aftarlega í strætisvagni á Grensásvegi síðdegis í gær og grunar lögreglu að um íkveikju hafi verið að ræða. Þegar lögregla kom á vettvang hafði niðurlögum eldsins verið ráðið, en það var fastagesti á barnum Benzanum að þakka sem bjargaði málunum. „Ég er bara viðskiptavinur á Benzinn café, frægasta bar á Íslandi og er að labba út með bjórinn í hendinni og sé þá strætisvagn sem stendur fyrir utan og reyk út um öllum hurðum,“ sagði Vilhjálmur Sigurðsson. Óttaðist að börn væru í vagninum Vegfarendur hafi verið í mikilli geðshræringu. Villi, eins og hann er alltaf kallaður, óttaðist að farþegar og sér í lagi börn væru í vagninum og ákvað að spretta af stað. „Þannig að ég tek „rönnið“ [hleyp]. Að vísu er ég fótbrotinn. Aldrei séð fótbrotinn mann hlaupa svona hratt, nema Forrest Gump þegar hann braut á sér spelkurnar.“ „Slökkvitæki núna!“ Hann rauk inn á veitingastaðinn BK kjúkling í leit að slökkvitæki og öskraði: „Slökkvitæki núna! Svo hljóp ég inn um miðhurðina í vagninum en sá ekkert fyrir svörtum reyk. Ég öskraði: Er einhver hreyfing hérna inni! En sá í gegnum rúðurnar að þar virtist enginn fullorðinn vera. Svo fór ég út um miðhurðina og inn um afturhurðina og þar var einn kunningi minn, maður sem ég tek - eða að vísu lagði ég þá dósina frá mér. Tek hann bara og út úr vagninum aftasta, þar sem aðal reykurinn var.“ Að því búnu óð hann inn í strætisvagninn með slökkvitækið. „Og ég veð inn með tækið en þá kemur hvellur og þá sprakk slangan á tækinu. Þá var þetta eldgamalt slökkvitæki, þetta var eins og skotið hefði verið úr byssu. Ég hef náttúrulega ekki unnið í slökkviliðinu ennþá en ég er vanur Winchester-243 og svona, þannig ég þekki þetta. Svo prufaði ég aftur og þá lak slangan bara aðeins og draslið fór að virka.“ Hann segir að allt hafi þetta gerst á undir þremur mínútum. „Svo þurfti ég að fara að veita fólki áfallahjálp. Þarna var kona sem hafði verið í vagninum sem var í sjokki. Hún var í þykkri lopapeysu og var sveitt í gegn.“ Áfallið kom klukkutíma síðar Sjálfur fékk Villi hálfgert sjokk um klukkutíma eftir atvikið. Hann segir rosalegan reyk hafa verið í vagninum, mildi að ekki fór verr og segir að atvikið hafi verið eins og atriði úr bíómynd. „Ég er náttúrulega nýbúin að horfa á Denzel Washington í Equalizer og allskonar og þetta var „act“ sem var í raun ekki til sem ég gerði. Takk fyrir það.“
Strætó Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira