Innlent

Eldur kom upp í strætis­vagni

Árni Sæberg skrifar
Strætisvagninn fylltist af reyk eftir að eldur kom upp í honum.
Strætisvagninn fylltist af reyk eftir að eldur kom upp í honum. Aðsend

Eldur kom upp í strætisvagni á Grensásvegi um klukkan 17:30 í dag.

Vagninn var á leið númer 14 á Grensásvegi þegar kviknaði í honum. Að sögn Ásgeirs Halldórssonar, aðstoðarvarðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, urðu engin slys á fólki en þónokkrar reykskemmdir inni í vagninum.

Hann segir að dælubíll hafi verið sendur á vettvang en þegar þangað var komið hafði niðurlögum eldsins þegar verið ráðið.

Ásgeir segir ekkert liggja fyrir að svo stöddu um það hver upptök eldsins voru.

Lítil röskun á leiðakerfinu

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir í samtali við Vísi að lítil sem engin röskun hafi orðið á leiðakerfi Strætó vegna brunans. Annar vagn hafi komið fljótt á svæðið og tekið farþega upp í.

Hann segir að vagninn sé í eigu verktaka og því búi hann ekki yfir frekari upplýsingum að svo stöddu.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×