Strákurinn úr flóttamannabúðunum kominn á HM í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2022 09:01 Ungu strákarnir Alphonso Davies og Jamal Musiala hjá Bayern eru báðir á leiðinni á HM, Davies með Kanada en Musiala með Þýskalandi. Getty/Stefan Matzke Alphonso Davies er í HM-hópi Kanadamanna þrátt fyrir að hann sé að glíma við meiðsli og það skipti hann gríðarlega miklu máli eins og kom vel fram á samfélagsmiðlum hans. Davies hefur stimplað sig inn hjá Bayern München og var algjör lykilmaður í því að Kanadamenn komust aftur á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn síðan 1986. Þessi 22 ára gamli bakvörður hjá Bayern spilar vanalega mun framar á velli með kanadíska landsliðinu. Hann var með fimm mörk og átta stoðsendingar í þrettán leikjum í undankeppni HM í Katar. Davies tognaði aftan í lærvöðva í leik á móti Herthu Berlín 5. nóvember síðastliðinn og spilaði ekki tvo síðustu leiki Bæjara fyrir HM-frí. Þrátt fyrir meiðslin valdi landsliðsþjálfarinn John Herdman hann í 26 manna HM-hópinn. Davies fagnaði þessum fréttum á samfélagsmiðlum með því að vekja athygli á hvar hann þurfti að byrja. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Strákur fæddur í flóttamannabúðum átti aldrei að ná svo langt. En hér er hann á leiðinni á heimsmeistaramótið. Láttu aldrei einhvern segja við þig að draumar séu óraunhæfir. Haltu áfram að dreyma og ná árangri,“ skrifaði Alphonso Davies á Twitter síðu sína. Davies fær að vera með í hópnum en hann hjálpar ekki til í fyrstu leikjunum. „Læknaliðið skoðaði hann og það voru ekki góðar fréttir ef ég segi alveg eins og er. Það mun taka hann allt að fjórtán dögum að koma til baka,“ sagði John Herdman við ESPN. Kanada er í riðli með Belgíu, Króatíu og Marokkó. Fyrsti leikurinn í riðlinum er á móti Belgíu eftir níu daga en liðið mætir svo Króatíu eftir þrettán daga. Davies ætti að geta náð lokaleiknum á móti Marokkó sem er 1. desember. HM 2022 í Katar Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Davies hefur stimplað sig inn hjá Bayern München og var algjör lykilmaður í því að Kanadamenn komust aftur á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn síðan 1986. Þessi 22 ára gamli bakvörður hjá Bayern spilar vanalega mun framar á velli með kanadíska landsliðinu. Hann var með fimm mörk og átta stoðsendingar í þrettán leikjum í undankeppni HM í Katar. Davies tognaði aftan í lærvöðva í leik á móti Herthu Berlín 5. nóvember síðastliðinn og spilaði ekki tvo síðustu leiki Bæjara fyrir HM-frí. Þrátt fyrir meiðslin valdi landsliðsþjálfarinn John Herdman hann í 26 manna HM-hópinn. Davies fagnaði þessum fréttum á samfélagsmiðlum með því að vekja athygli á hvar hann þurfti að byrja. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Strákur fæddur í flóttamannabúðum átti aldrei að ná svo langt. En hér er hann á leiðinni á heimsmeistaramótið. Láttu aldrei einhvern segja við þig að draumar séu óraunhæfir. Haltu áfram að dreyma og ná árangri,“ skrifaði Alphonso Davies á Twitter síðu sína. Davies fær að vera með í hópnum en hann hjálpar ekki til í fyrstu leikjunum. „Læknaliðið skoðaði hann og það voru ekki góðar fréttir ef ég segi alveg eins og er. Það mun taka hann allt að fjórtán dögum að koma til baka,“ sagði John Herdman við ESPN. Kanada er í riðli með Belgíu, Króatíu og Marokkó. Fyrsti leikurinn í riðlinum er á móti Belgíu eftir níu daga en liðið mætir svo Króatíu eftir þrettán daga. Davies ætti að geta náð lokaleiknum á móti Marokkó sem er 1. desember.
HM 2022 í Katar Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira