Strákurinn úr flóttamannabúðunum kominn á HM í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2022 09:01 Ungu strákarnir Alphonso Davies og Jamal Musiala hjá Bayern eru báðir á leiðinni á HM, Davies með Kanada en Musiala með Þýskalandi. Getty/Stefan Matzke Alphonso Davies er í HM-hópi Kanadamanna þrátt fyrir að hann sé að glíma við meiðsli og það skipti hann gríðarlega miklu máli eins og kom vel fram á samfélagsmiðlum hans. Davies hefur stimplað sig inn hjá Bayern München og var algjör lykilmaður í því að Kanadamenn komust aftur á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn síðan 1986. Þessi 22 ára gamli bakvörður hjá Bayern spilar vanalega mun framar á velli með kanadíska landsliðinu. Hann var með fimm mörk og átta stoðsendingar í þrettán leikjum í undankeppni HM í Katar. Davies tognaði aftan í lærvöðva í leik á móti Herthu Berlín 5. nóvember síðastliðinn og spilaði ekki tvo síðustu leiki Bæjara fyrir HM-frí. Þrátt fyrir meiðslin valdi landsliðsþjálfarinn John Herdman hann í 26 manna HM-hópinn. Davies fagnaði þessum fréttum á samfélagsmiðlum með því að vekja athygli á hvar hann þurfti að byrja. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Strákur fæddur í flóttamannabúðum átti aldrei að ná svo langt. En hér er hann á leiðinni á heimsmeistaramótið. Láttu aldrei einhvern segja við þig að draumar séu óraunhæfir. Haltu áfram að dreyma og ná árangri,“ skrifaði Alphonso Davies á Twitter síðu sína. Davies fær að vera með í hópnum en hann hjálpar ekki til í fyrstu leikjunum. „Læknaliðið skoðaði hann og það voru ekki góðar fréttir ef ég segi alveg eins og er. Það mun taka hann allt að fjórtán dögum að koma til baka,“ sagði John Herdman við ESPN. Kanada er í riðli með Belgíu, Króatíu og Marokkó. Fyrsti leikurinn í riðlinum er á móti Belgíu eftir níu daga en liðið mætir svo Króatíu eftir þrettán daga. Davies ætti að geta náð lokaleiknum á móti Marokkó sem er 1. desember. HM 2022 í Katar Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira
Davies hefur stimplað sig inn hjá Bayern München og var algjör lykilmaður í því að Kanadamenn komust aftur á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn síðan 1986. Þessi 22 ára gamli bakvörður hjá Bayern spilar vanalega mun framar á velli með kanadíska landsliðinu. Hann var með fimm mörk og átta stoðsendingar í þrettán leikjum í undankeppni HM í Katar. Davies tognaði aftan í lærvöðva í leik á móti Herthu Berlín 5. nóvember síðastliðinn og spilaði ekki tvo síðustu leiki Bæjara fyrir HM-frí. Þrátt fyrir meiðslin valdi landsliðsþjálfarinn John Herdman hann í 26 manna HM-hópinn. Davies fagnaði þessum fréttum á samfélagsmiðlum með því að vekja athygli á hvar hann þurfti að byrja. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Strákur fæddur í flóttamannabúðum átti aldrei að ná svo langt. En hér er hann á leiðinni á heimsmeistaramótið. Láttu aldrei einhvern segja við þig að draumar séu óraunhæfir. Haltu áfram að dreyma og ná árangri,“ skrifaði Alphonso Davies á Twitter síðu sína. Davies fær að vera með í hópnum en hann hjálpar ekki til í fyrstu leikjunum. „Læknaliðið skoðaði hann og það voru ekki góðar fréttir ef ég segi alveg eins og er. Það mun taka hann allt að fjórtán dögum að koma til baka,“ sagði John Herdman við ESPN. Kanada er í riðli með Belgíu, Króatíu og Marokkó. Fyrsti leikurinn í riðlinum er á móti Belgíu eftir níu daga en liðið mætir svo Króatíu eftir þrettán daga. Davies ætti að geta náð lokaleiknum á móti Marokkó sem er 1. desember.
HM 2022 í Katar Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira