Málið undirstriki að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2022 20:31 Runólfur Þórhallsson er aðstoðardeildarstjóri greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Stöð 2/Arnar Koma hátt í þrjátíu meðlima vélhjólaklúbbsins Hells Angels til landsins undirstrikar að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Fimm verður vísað frá landinu í fyrramálið til viðbótar við þá tuttugu og tvo sem gert var að yfirgefa landið í morgun. Tuttugu og tveimur meðlimum samtakanna var vísað frá landi í morgun eftir mikinn viðbúnað á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi þar sem lögregla taldi þá ógn við þjóðaröryggi. Allir komu þeir til landsins með flugi frá Þýskalandi og Svíþjóð til þess að vera viðstaddir gleðskap með klúbbi samtakanna sem starfræktur er hér á landi. Lögregla var með fimm til viðbótar til skoðunar í dag. Þeir flugu hingað til lands í gegnum Kaupmannahöfn seint í gær en fjórir þeirra tilheyra samtökunum sem starfrækt eru í Þýskalandi. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki þeirra en sá fimmti sem var með þeim í för mun yfirgefa landið sjálfviljugur. Allir fara þeir af landinu á morgun. Starfsemin orðin alþjóðlegri Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir komu meðlimanna til landsins undirstrika að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Margir brotahópar séu starfandi hér á landi. „Þetta er orðið miklu alþjóðlegri starfsemi sem virðir engin landamæri þannig að þörfin fyrir samvinnu og upplýsingaskipti á milli löggæslustofnanna í Evrópu og á Norðurlöndunum er stór þáttur í þessu. Við sjáum að Norðurlöndin eru að berjast við skipulagða brotastarfsemi og þessa vélhjólaklúbba.“ Lögreglan glími við manneklu Fyrir ári síðan greindum við frá því að vélhjólasamtökin Bandidos, sem skilgreind eru sem glæpasamtök af alþjóðlegum lögreglustofnunum, væru að sækja í sig veðrið hér á landi. Runólfur segir að lögreglan gæti gert betur varðandi frumkvæðisrannsóknir þegar kemur að málaflokknum en embættin glími við manneklu. „Það þarf að forgangsraða verkefnum en við sjáum það núna á undanförnum mánuðum að það hafa verið í fjölmiðlum mjög stór mál sem tengjast þessum málaflokki þannig að ég tel að miðað við efni og aðstæður þá sé lögreglan að gera sitt allra besta í þessum málaflokki.“ Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Sjá meira
Tuttugu og tveimur meðlimum samtakanna var vísað frá landi í morgun eftir mikinn viðbúnað á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi þar sem lögregla taldi þá ógn við þjóðaröryggi. Allir komu þeir til landsins með flugi frá Þýskalandi og Svíþjóð til þess að vera viðstaddir gleðskap með klúbbi samtakanna sem starfræktur er hér á landi. Lögregla var með fimm til viðbótar til skoðunar í dag. Þeir flugu hingað til lands í gegnum Kaupmannahöfn seint í gær en fjórir þeirra tilheyra samtökunum sem starfrækt eru í Þýskalandi. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki þeirra en sá fimmti sem var með þeim í för mun yfirgefa landið sjálfviljugur. Allir fara þeir af landinu á morgun. Starfsemin orðin alþjóðlegri Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir komu meðlimanna til landsins undirstrika að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Margir brotahópar séu starfandi hér á landi. „Þetta er orðið miklu alþjóðlegri starfsemi sem virðir engin landamæri þannig að þörfin fyrir samvinnu og upplýsingaskipti á milli löggæslustofnanna í Evrópu og á Norðurlöndunum er stór þáttur í þessu. Við sjáum að Norðurlöndin eru að berjast við skipulagða brotastarfsemi og þessa vélhjólaklúbba.“ Lögreglan glími við manneklu Fyrir ári síðan greindum við frá því að vélhjólasamtökin Bandidos, sem skilgreind eru sem glæpasamtök af alþjóðlegum lögreglustofnunum, væru að sækja í sig veðrið hér á landi. Runólfur segir að lögreglan gæti gert betur varðandi frumkvæðisrannsóknir þegar kemur að málaflokknum en embættin glími við manneklu. „Það þarf að forgangsraða verkefnum en við sjáum það núna á undanförnum mánuðum að það hafa verið í fjölmiðlum mjög stór mál sem tengjast þessum málaflokki þannig að ég tel að miðað við efni og aðstæður þá sé lögreglan að gera sitt allra besta í þessum málaflokki.“
Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Sjá meira