Fótbolti

Loksins vann Lyngby sinn fyrsta leik á tímabilinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Freyr Alexandersson og Sævar Atli Magnússon unnu loksins leik með Lyngby
Freyr Alexandersson og Sævar Atli Magnússon unnu loksins leik með Lyngby Mynd/Lyngby

Íslendingalið Lyngby vann loksins sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið heimsótti Stefán Teit Þórðarson og félaga hans í Silkeborg. Lokatölur 0-2 og fyrsti sigur Lyngby loksins kominn í hús.

Sævar Magnússon fékk traustið hjá Frey Alexanderssyni, þjálfara Lyngby, og var í byrjunarliði liðsins. Hann lék allann leikinn í fremstu víglínu, en Stefán Teitur lék einni allann leikinn fyrir Silkeborg.

Það voru þó þeir Rezan Corlu og Kasper Poul Molgaard Jorgensen sem sáu um markaskorun Lyngby í leiknum, en bæði mörkin voru skoru í síðari hálfleik.

Þrátt fyrir sigurinn situr Lyngby enn á botni dönsku úrvalsdeildarinnar með átta stig eftir 17 leiki, sex stigum á eftir næsta liði fyrir ofan. Stefán Teitur og félagar sitja hins vegar í fjórða sæti með 24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×