Karlakór Akureyrar Geysir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. nóvember 2022 13:05 Karlakór Akureyrar Geysir, sem fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir og verður með stórtónleika í Hofi á Akureyri í dag. Aðsend Það stendur mikið til í Hofi á Akureyri í dag því þar verður Karlakór Akureyrar með stórtónleika í tilefni af 100 ára afmæli kórsins. 42 karlar syngja með kórnum, sá yngsti 16 ára og sá elsti er að verða áttræður. Kórinn heitir reyndar Karlakór Akureyrar – Geysir en ástæðan er sú að Söngfélagið Geysir á Akureyri hóf starf sitt haustið 1922 og kom fyrst fram á fullveldishátíð 1. desember það ár. Karlakór Akureyrar var hins vegar stofnaður 1929. Kórarnir tveir störfuðu í sitt hvoru lagi til margra ára en 1990 var ákveðið að sameina þá undir nafninu Karlakór Akureyrar – Geysir. Benedikt Sigurðarson er formaður kórsins. Hann er stoltur af 100 ára afmælinu. „Já, við erum að reyna að fagna því og vona að við náum að endurnýja starfið þannig að við getum lagt upp í annan áfanga hvort, sem hann endist í 100 ára eða ekki. Við ætlum að fagna tímamótunum í dag, laugardag því við erum með tónleika klukkan 16:00 í Hofi og þar erum við að syngja svona hefðbundna dagskrá í megin atriðum og rifjum upp nokkur blik úr þessari 100 ára sögu,“ segir Benedikt. Hvernig karlakór eruð þið, eruð þið skemmtilegir eða leiðinlegir? „Við vorum ákaflega hefðbundinn kór og okkur finnst við skemmtilegir hver með öðrum en svo veltur bara á því hvað okkur tekst að skemmta öðru fólki,“ segir Benedikt hlægjandi. Benedikt segir dásamlegt að syngja í karlakór og að það gangi ótrúlega vel að fá unga menn í kórinn. Mikil og góð stemming er hjá körlunum í kórnum enda allir bestu vinir og njóta þess í botn að syngja á tónleikum og öðrum uppákomum á vegum kórsins.Aðsend „Núna erum við til dæmis svo heppnir að við erum að fá inn 16 ára ungan mann, mjög efnilegan og sá elsti í hópnum heldur upp á áttræðisafmælið sitt í næstu viku. Við erum líka með mjög skemmtilegan stjórnanda, Valmar Valjots, sem hefur stjórnað kórnum síðustu tvö árin,“ segir formaðurinn. En á Karlakór Akureyrar Geysir sér eitthvað einkennislag eins og margir karlakórar eiga? „Já, Karlakórinn Geysir fékk Davíð Stefánsson til að semja texta við þýskt lag, sem hefur hljómað, sem einkennislag Karlakórsins Geysis frá þeim tíma og við framlengdum það. Það er lagið „Þú komst í hlaðið á hvítum hesti“, sem að margir þekkja.“ Akureyri Tónlist Menning Kórar Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira
Kórinn heitir reyndar Karlakór Akureyrar – Geysir en ástæðan er sú að Söngfélagið Geysir á Akureyri hóf starf sitt haustið 1922 og kom fyrst fram á fullveldishátíð 1. desember það ár. Karlakór Akureyrar var hins vegar stofnaður 1929. Kórarnir tveir störfuðu í sitt hvoru lagi til margra ára en 1990 var ákveðið að sameina þá undir nafninu Karlakór Akureyrar – Geysir. Benedikt Sigurðarson er formaður kórsins. Hann er stoltur af 100 ára afmælinu. „Já, við erum að reyna að fagna því og vona að við náum að endurnýja starfið þannig að við getum lagt upp í annan áfanga hvort, sem hann endist í 100 ára eða ekki. Við ætlum að fagna tímamótunum í dag, laugardag því við erum með tónleika klukkan 16:00 í Hofi og þar erum við að syngja svona hefðbundna dagskrá í megin atriðum og rifjum upp nokkur blik úr þessari 100 ára sögu,“ segir Benedikt. Hvernig karlakór eruð þið, eruð þið skemmtilegir eða leiðinlegir? „Við vorum ákaflega hefðbundinn kór og okkur finnst við skemmtilegir hver með öðrum en svo veltur bara á því hvað okkur tekst að skemmta öðru fólki,“ segir Benedikt hlægjandi. Benedikt segir dásamlegt að syngja í karlakór og að það gangi ótrúlega vel að fá unga menn í kórinn. Mikil og góð stemming er hjá körlunum í kórnum enda allir bestu vinir og njóta þess í botn að syngja á tónleikum og öðrum uppákomum á vegum kórsins.Aðsend „Núna erum við til dæmis svo heppnir að við erum að fá inn 16 ára ungan mann, mjög efnilegan og sá elsti í hópnum heldur upp á áttræðisafmælið sitt í næstu viku. Við erum líka með mjög skemmtilegan stjórnanda, Valmar Valjots, sem hefur stjórnað kórnum síðustu tvö árin,“ segir formaðurinn. En á Karlakór Akureyrar Geysir sér eitthvað einkennislag eins og margir karlakórar eiga? „Já, Karlakórinn Geysir fékk Davíð Stefánsson til að semja texta við þýskt lag, sem hefur hljómað, sem einkennislag Karlakórsins Geysis frá þeim tíma og við framlengdum það. Það er lagið „Þú komst í hlaðið á hvítum hesti“, sem að margir þekkja.“
Akureyri Tónlist Menning Kórar Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira