Gladbach í Evrópubaráttu eftir sigur á Dortmund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2022 22:00 Gladbach vann öruggan sigur í kvöld. Christof Koepsel/Getty Images Borussia Mönchengladbach vann 4-2 sigur á Borussia Dortmund í eina leik kvöldsins í þýsku úrvalsdeildinni. Sigur kvöldsins þýðir að Gladbach er komið í Evrópubaráttuna en toppbaráttan í Þýskalandi er æsispennandi. Heimamenn í Gladbach fengu sannkallaða draumabyrjun þegar Jonas Hoffmann tók frábærlega við sendingu Lars Stindl og skilaði boltanum í netið. Gestirnir frá Dortmund létu það ekki á sig fá og Julian Brandt jafnaði metin skömmu síðar eftir sendingu Jude Bellingham. Gladbach skoraði hins vegar tvö mörk með skömmu millibili og segja má að þau hafi lagt grunninn að sigri kvöldsins. Ramy Bensebaini kom heimamönnum yfir á 26. mínútu, Hoffaman með stoðsendinguna að þessu sinni. Marcus Thuram skoraði svo þriðja markið fjórum mínútum síðar. Aftur var Stindl með stoðsendinguna. Varnarmaðurinn Nico Schlotterbeck gaf Dortmund líflínu með marki þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Staðan 3-2 þegar gengið var til búningsherbergja. Hofmann lagði hins vegar upp annað mark sitt strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks, Kouadio Kone með markið. Hofmann kom svo boltanum í netið skömmu síðar en markið dæmt af vegna brots í aðdraganda þess. 19 Borussia Mönchengladbachs Jonas #Hofmann has been directly involved in 19 #Bundesliga goals this calendar year (10 goals, 9 assists), the most among German players in Europe s big five leagues in the year 2022. Thriving. #BMGBVB pic.twitter.com/9fNb5vjQKX— OptaFranz (@OptaFranz) November 11, 2022 Lokatölur því 4-2 Gladbach í vil sem er komið upp í 7. sæti með 22 stig, þremur stigum minna en Dortmund sem er sæti ofar. Það munar svo aðeins tveimur stigum á Dortmund og Union Berlín sem er í 2. sæti deildarinnar þó Berlínarbúar eigi leik til góða. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Sjá meira
Heimamenn í Gladbach fengu sannkallaða draumabyrjun þegar Jonas Hoffmann tók frábærlega við sendingu Lars Stindl og skilaði boltanum í netið. Gestirnir frá Dortmund létu það ekki á sig fá og Julian Brandt jafnaði metin skömmu síðar eftir sendingu Jude Bellingham. Gladbach skoraði hins vegar tvö mörk með skömmu millibili og segja má að þau hafi lagt grunninn að sigri kvöldsins. Ramy Bensebaini kom heimamönnum yfir á 26. mínútu, Hoffaman með stoðsendinguna að þessu sinni. Marcus Thuram skoraði svo þriðja markið fjórum mínútum síðar. Aftur var Stindl með stoðsendinguna. Varnarmaðurinn Nico Schlotterbeck gaf Dortmund líflínu með marki þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Staðan 3-2 þegar gengið var til búningsherbergja. Hofmann lagði hins vegar upp annað mark sitt strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks, Kouadio Kone með markið. Hofmann kom svo boltanum í netið skömmu síðar en markið dæmt af vegna brots í aðdraganda þess. 19 Borussia Mönchengladbachs Jonas #Hofmann has been directly involved in 19 #Bundesliga goals this calendar year (10 goals, 9 assists), the most among German players in Europe s big five leagues in the year 2022. Thriving. #BMGBVB pic.twitter.com/9fNb5vjQKX— OptaFranz (@OptaFranz) November 11, 2022 Lokatölur því 4-2 Gladbach í vil sem er komið upp í 7. sæti með 22 stig, þremur stigum minna en Dortmund sem er sæti ofar. Það munar svo aðeins tveimur stigum á Dortmund og Union Berlín sem er í 2. sæti deildarinnar þó Berlínarbúar eigi leik til góða.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Sjá meira