Juventus stökk upp í þriðja sætið fyrir HM-pásuna

Moise Kean skoraði tvö mörk fyrir Juventus í kvöld.
Moise Kean skoraði tvö mörk fyrir Juventus í kvöld. Filippo Alfero - Juventus FC/Juventus FC via Getty Images

Það var Moise Kean sem kom liðinu yfir skömmu fyrir hálfleikshléið og hann var aftur á ferðinni snemma í síðari hálfleik þegar hann kom liðinu í 2-0.

Arkadiusz Milik gerði svo endanlega út um leikinn á seinustu mínútu venjulegs leiktíma og niðurstaðan því nokkuð öruggur sigur heimamanna.

Juventus stekkur úr fimmta sæti og upp í það þriðja með sigrinum, en liðið er með 31 stig eftir 15 leiki, einu meira en Lazio og Inter.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira