Kennarar leigja íbúð fyrir fjölskylduna og halda námi systranna gangandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 14:41 Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein. Vísir/Bjarni Hópur kennara við Fjölbrautarskólann við Ármúla hefur tekið á leigu Airbnb íbúð í Aþenu fyrir Hussein fjölskylduna sem var vísað til Grikklands í síðustu viku. Kennararnir vona að systur í fjölskyldunni sem stunduðu nám við skólann mæti aftur á vorönn og leita því leiða til þess að aðstoða þær við að klára önnina í fjarnámi. Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, og fjölskylda hans voru á meðal þeirra fimmtán hælisleitenda sem var vísað úr landi í afar umdeildri fjöldabrottvísun í síðustu viku. Þrátt fyrir að vera með vernd í Grikklandi eru dvalarleyfi þeirra útrunnin eftir veruna á Íslandi. Flókið er því að nálgast alla þjónustu og snúið að finna dvalarstað þar til úr því hefur verið greitt. Söfnun innan skólans Yasameen og Zahra Hussein höfðu stundað nám við Fjölbrautarskólann við Ármúla undanfarið eitt og hálft ár og segir Agnes Valdimarsdóttir kennari við skólann ljóst að ekkert sé fyrir þær að hafa í Grikklandi. Hópur um sextíu kennara og annarra starfsmanna skólans tók sig því saman og ákváð að leigja íbúð á Airbnb fyrir fjölskylduna. „Okkur þykir vænt um nemendur skólans og það er vont að vita að þær hafi verið hrifsaðar frá sínu öryggisneti. Annar kennari var í símasambandi við þær og þær létu hana vita þegar þær voru á leið í flugvél og þegar þær voru lentar. Þær höfðu bara ekkert og eru ekki lengur með dvalarleyfi. Okkur fannst það hræðileg tilhugsun að þær væru á götunni svo við fundum íbúð fyrir þau til að vera í næsta mánuðinn og vorum með söfnun innan skólans þar sem allir lögðu til eitthvað smá,“ segir Agnes. Hún bendir þó á að þetta sé einungis bráðabirgðalausn. „Eins mikið og við myndum vilja styðja þær getum við ekki borgað fyrir þau húsnæði í marga mánuði.“ Taka próf munnlega í gegnum síma Magnús Ingvarsson skólameistari við FÁ, sagði á dögunum við fréttastofu að systurnar hafi verið fyrirmyndarnemendur og náð þokkalegum tökum á íslensku. Agnes segir vonir standa til þess að systurnar snúi aftur á vorönn og því er unnið að því að leyfa þeim að klára önnina í fjarnámi. Slíkt er þó nokkuð flókið en allt er reynt. Síðast í dag tóku þær eitt próf munnlega í gegnum síma. Agnes segir ljóst að þetta sé mikil breyting á námsmati en að reynt verði að láta það ganga upp. „Við erum að halda í vonina um að þær komi aftur á vorönn. Þær eru búnar að mynda sambönd hér.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Framhaldsskólar Hælisleitendur Skóla - og menntamál Mál Hussein Hussein Mest lesið „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Erlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent Ákærður fyrir morð í New York Erlent Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Erlent Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlent Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Innlent Fleiri fréttir „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Rafmagnið datt aftur út í Vík og komst svo aftur í lag Heidelberg hvergi af baki dottið Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ný ríkisstjórn fyrir jól? Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Ríkið þarf að endurgreiða borginni milljónir Tólf ára fangelsi fyrir manndráp á Akureyri Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Sjá meira
Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, og fjölskylda hans voru á meðal þeirra fimmtán hælisleitenda sem var vísað úr landi í afar umdeildri fjöldabrottvísun í síðustu viku. Þrátt fyrir að vera með vernd í Grikklandi eru dvalarleyfi þeirra útrunnin eftir veruna á Íslandi. Flókið er því að nálgast alla þjónustu og snúið að finna dvalarstað þar til úr því hefur verið greitt. Söfnun innan skólans Yasameen og Zahra Hussein höfðu stundað nám við Fjölbrautarskólann við Ármúla undanfarið eitt og hálft ár og segir Agnes Valdimarsdóttir kennari við skólann ljóst að ekkert sé fyrir þær að hafa í Grikklandi. Hópur um sextíu kennara og annarra starfsmanna skólans tók sig því saman og ákváð að leigja íbúð á Airbnb fyrir fjölskylduna. „Okkur þykir vænt um nemendur skólans og það er vont að vita að þær hafi verið hrifsaðar frá sínu öryggisneti. Annar kennari var í símasambandi við þær og þær létu hana vita þegar þær voru á leið í flugvél og þegar þær voru lentar. Þær höfðu bara ekkert og eru ekki lengur með dvalarleyfi. Okkur fannst það hræðileg tilhugsun að þær væru á götunni svo við fundum íbúð fyrir þau til að vera í næsta mánuðinn og vorum með söfnun innan skólans þar sem allir lögðu til eitthvað smá,“ segir Agnes. Hún bendir þó á að þetta sé einungis bráðabirgðalausn. „Eins mikið og við myndum vilja styðja þær getum við ekki borgað fyrir þau húsnæði í marga mánuði.“ Taka próf munnlega í gegnum síma Magnús Ingvarsson skólameistari við FÁ, sagði á dögunum við fréttastofu að systurnar hafi verið fyrirmyndarnemendur og náð þokkalegum tökum á íslensku. Agnes segir vonir standa til þess að systurnar snúi aftur á vorönn og því er unnið að því að leyfa þeim að klára önnina í fjarnámi. Slíkt er þó nokkuð flókið en allt er reynt. Síðast í dag tóku þær eitt próf munnlega í gegnum síma. Agnes segir ljóst að þetta sé mikil breyting á námsmati en að reynt verði að láta það ganga upp. „Við erum að halda í vonina um að þær komi aftur á vorönn. Þær eru búnar að mynda sambönd hér.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Framhaldsskólar Hælisleitendur Skóla - og menntamál Mál Hussein Hussein Mest lesið „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Erlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent Ákærður fyrir morð í New York Erlent Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Erlent Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlent Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Innlent Fleiri fréttir „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Rafmagnið datt aftur út í Vík og komst svo aftur í lag Heidelberg hvergi af baki dottið Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ný ríkisstjórn fyrir jól? Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Ríkið þarf að endurgreiða borginni milljónir Tólf ára fangelsi fyrir manndráp á Akureyri Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Sjá meira