Áminning læknis skal standa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2022 20:03 Myndin tengist fréttinni ekki beint. icture by GABRIELE CHAROTTE (Photo by Fairfax Media via Getty Im Heilbrigðisráðuneytið hefur úrskurðað að ákvörðun embættis landlæknis um að áminna lækni vegna tveggja mála sem tengjast vanrækslu í starfi skuli standa. Málið má rekja til þess að í febrúar á þessu ári áminnti embætti landlæknis lækninn vegna vanrækslu í starfi. Var það annars vegar vegna þess að hann var talinn hafa sýnt af sér ótilhlýðilega framkomu í garð skjólstæðings hans. Taldi skjólstæðingurinn að læknirinn hefði talað niður til hennar og sýnt henni og sjúkdómi hennar óvirðingu. Hitt málið tengdist skjólstæðingi mannsins sem svipti sig lífi nokkrum mínútum eftir að læknirinn hafði útskrifað hann. Taldi embættið að læknirinn hefði vanrækt að greina skjólstæðinginn á fullnægjandi og faglegan hátt, hefja rétta meðferð og tryggja eftirfylgd við útskrift. Taldi embættið að með þessu hafi læknirinn vanrækt starfsskyldur sínar. Læknirinn vildi hins vegar ekki una áminningunni og kærði niðurstöðu embættis landlæknis til heilbrigðisráðuneytisins. Taldi hann að embættið hefði ekki leyfi til að hnýta saman tvö óskyld mál. Þá taldi hann samskipti sín við sjúklinginn í fyrra málinu í engu hafa verið ámælisverð. Að sama skapi taldi hann að í seinna málinu hafi verið litið framhjá kerfisbundnum þáttum, svo sem skorti á teymisvinnu og plássleysi. Hann einn hafi persónulega verið gerður ábyrgur fyrir andláti skjólstæðingsins. Litið hafi verið framhjá öðrum þáttum sem urðu til þess að viðkomandi var útskrifaður. Alvarleikastigið mikið Heilbrigðisráðuneytið úrskurðaði að áminningin skuli standa. Var það gert á þeim grundvelli að niðurstaðan í fyrra málinu hafi verið byggð á öllum gögnum málsins. Þá telur ráðuneytið að alvarleikastigið í seinna málinu sé mikið, enda hafi verið um að ræða alvarlegan veikan sjúkling sem hafi áður gert tilraun til sjálfvígs. Taldi ráðuneytið að lagaskilyrði fyrir áminningu hafi verið uppfyllt. Því skuli hún standa. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Málið má rekja til þess að í febrúar á þessu ári áminnti embætti landlæknis lækninn vegna vanrækslu í starfi. Var það annars vegar vegna þess að hann var talinn hafa sýnt af sér ótilhlýðilega framkomu í garð skjólstæðings hans. Taldi skjólstæðingurinn að læknirinn hefði talað niður til hennar og sýnt henni og sjúkdómi hennar óvirðingu. Hitt málið tengdist skjólstæðingi mannsins sem svipti sig lífi nokkrum mínútum eftir að læknirinn hafði útskrifað hann. Taldi embættið að læknirinn hefði vanrækt að greina skjólstæðinginn á fullnægjandi og faglegan hátt, hefja rétta meðferð og tryggja eftirfylgd við útskrift. Taldi embættið að með þessu hafi læknirinn vanrækt starfsskyldur sínar. Læknirinn vildi hins vegar ekki una áminningunni og kærði niðurstöðu embættis landlæknis til heilbrigðisráðuneytisins. Taldi hann að embættið hefði ekki leyfi til að hnýta saman tvö óskyld mál. Þá taldi hann samskipti sín við sjúklinginn í fyrra málinu í engu hafa verið ámælisverð. Að sama skapi taldi hann að í seinna málinu hafi verið litið framhjá kerfisbundnum þáttum, svo sem skorti á teymisvinnu og plássleysi. Hann einn hafi persónulega verið gerður ábyrgur fyrir andláti skjólstæðingsins. Litið hafi verið framhjá öðrum þáttum sem urðu til þess að viðkomandi var útskrifaður. Alvarleikastigið mikið Heilbrigðisráðuneytið úrskurðaði að áminningin skuli standa. Var það gert á þeim grundvelli að niðurstaðan í fyrra málinu hafi verið byggð á öllum gögnum málsins. Þá telur ráðuneytið að alvarleikastigið í seinna málinu sé mikið, enda hafi verið um að ræða alvarlegan veikan sjúkling sem hafi áður gert tilraun til sjálfvígs. Taldi ráðuneytið að lagaskilyrði fyrir áminningu hafi verið uppfyllt. Því skuli hún standa.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira