Loka að næturlagi til að koma í veg fyrir bílahittinga Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2022 12:09 Hliðunum er lokað frá klukkan níu á kvöldin til klukkan sex á mað morgni. Vísir/Vilhelm Búið er að setja upp hlið við bílaplanið við Norðurturn Smáralindar. Hliðið kemur í veg fyrir að bílahittingar eigi sér stað þar í skjóli nætur. Í gegnum árin hafa íbúar í nágrenni Smáralindar kvartað yfir því að hópur fólks safnist saman við bílaplön verslunarmiðstöðvarinnar. Fólkið fer í spyrnu á bílum sínum og spilar háværa tónlist. Hávaðinn dynur um allt hverfið. „Ég kalla þetta bara svona djöfulgang, spól, hávaði, það er verið að þenja bílvélar og það gefur augaleið hérna inni í íbúðarhverfi þá gengur þetta ekki upp,“ sagði Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Stöð 2 fyrir rúmu ári síðan. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem birt var á Vísi síðasta haust. Nú er búið að koma fyrir hliði við innganginn sem er lokað klukkan níu á kvöldin og opnað klukkan sex á morgnana. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, segir í samtali við fréttastofu að hliðið komi í veg fyrir bílahittingana. „Þetta eru okkar aðgerðir til þess að minnka þessi læti sem fylgja þessum samkomum sem þarna hafa verið. Það lá alveg fyrir að þessar kvartanir hafa beinst að þessum bílastæðum. Þrátt fyrir ýmsar aðgerðir áður þá voru þær ekki að skila neinu. Það þurfti að grípa til þessara aðgerða, að loka bílastæðinu á nóttunni,“ segir Ríkharð. Notkun á hliðinu hófst fyrir um þremur vikum síðan og segir Ríkharð að ekki einn einasti hittingur hafi verið haldinn á planinu síðan þá. Hann vonast til þess að íbúar í hverfinu séu ánægðir með það. Hann bendir á að hliðið sé eingöngu þarna til að koma í veg fyrir hávaðann. „Það er ekki komið til umræðu að rukka í stæði. Þessi hlið eru eingöngu tilkomin vegna þessara kvartana, vegna þessara Fast and Furious samkunda sem oft eru þarna,“ segir Ríkharð. Smáralind Kópavogur Bílar Tengdar fréttir Djöfulgangur og læti á bílaplaninu við Smáralind Lögreglan fær hverja einustu helgi útkall vegna hávaða á bílaplaninu við Norðurturninn í Smáralind. Nágrannar eru þreyttir á ástandinu og kalla eftir aðgerðum. 27. september 2021 22:01 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Í gegnum árin hafa íbúar í nágrenni Smáralindar kvartað yfir því að hópur fólks safnist saman við bílaplön verslunarmiðstöðvarinnar. Fólkið fer í spyrnu á bílum sínum og spilar háværa tónlist. Hávaðinn dynur um allt hverfið. „Ég kalla þetta bara svona djöfulgang, spól, hávaði, það er verið að þenja bílvélar og það gefur augaleið hérna inni í íbúðarhverfi þá gengur þetta ekki upp,“ sagði Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Stöð 2 fyrir rúmu ári síðan. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem birt var á Vísi síðasta haust. Nú er búið að koma fyrir hliði við innganginn sem er lokað klukkan níu á kvöldin og opnað klukkan sex á morgnana. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, segir í samtali við fréttastofu að hliðið komi í veg fyrir bílahittingana. „Þetta eru okkar aðgerðir til þess að minnka þessi læti sem fylgja þessum samkomum sem þarna hafa verið. Það lá alveg fyrir að þessar kvartanir hafa beinst að þessum bílastæðum. Þrátt fyrir ýmsar aðgerðir áður þá voru þær ekki að skila neinu. Það þurfti að grípa til þessara aðgerða, að loka bílastæðinu á nóttunni,“ segir Ríkharð. Notkun á hliðinu hófst fyrir um þremur vikum síðan og segir Ríkharð að ekki einn einasti hittingur hafi verið haldinn á planinu síðan þá. Hann vonast til þess að íbúar í hverfinu séu ánægðir með það. Hann bendir á að hliðið sé eingöngu þarna til að koma í veg fyrir hávaðann. „Það er ekki komið til umræðu að rukka í stæði. Þessi hlið eru eingöngu tilkomin vegna þessara kvartana, vegna þessara Fast and Furious samkunda sem oft eru þarna,“ segir Ríkharð.
Smáralind Kópavogur Bílar Tengdar fréttir Djöfulgangur og læti á bílaplaninu við Smáralind Lögreglan fær hverja einustu helgi útkall vegna hávaða á bílaplaninu við Norðurturninn í Smáralind. Nágrannar eru þreyttir á ástandinu og kalla eftir aðgerðum. 27. september 2021 22:01 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Djöfulgangur og læti á bílaplaninu við Smáralind Lögreglan fær hverja einustu helgi útkall vegna hávaða á bílaplaninu við Norðurturninn í Smáralind. Nágrannar eru þreyttir á ástandinu og kalla eftir aðgerðum. 27. september 2021 22:01