A-riðill á HM í Katar: Heimamenn fallbyssufóður eða gerist eitthvað óvænt? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2022 11:00 Steven Bergwijn og félagar í hollenska landsliðinu ættu að komast þægilega upp úr riðlinum. Getty/Michael Bulder Hungraðir Hollendingar eru í riðli með heimamönnum á HM í Katar en þar eru líka áhugaverð lið Senegals og Ekvador. Vísir telur niður í heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 20. nóvember næstkomandi. Á næstu dögum tökum við fyrir einn riðil í keppninni á hverjum degi og að þessu sinni er það A-riðillinn sem fær á sig sviðsljósið. A-riðillinn býður ekki aðeins upp á gestgjafanna sjálfa heldur lið frá fjórum mismunandi heimsálfum og aðeins eitt þeirra var með á síðasta heimsmeistaramóti í Rússlandi. Þjóðirnar í A-riðlinum: Holland er á sínu ellefta HM og því fyrsta síðan 2014 Ekvador er á sínu fjórða HM og því fyrsta síðan 2014 Senegal er á sínu þriðja HM og því öðru í röð Katar er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti -- Besti árangur þjóðanna í A-riðli í HM sögunni: Holland: Tapað þrisvar í úrslitaleik (1974, 1978, 2010) Senegal: Átta liða úrslit (2002) Ekvador: Sextán liða úrslit (2006) Katar: Aldrei verið með áður Katar er auðvitað ekki bara að halda heimsmeistaramótið því auðvitað er landsliðið þeirra að spila þar líka. Katar hefur aldrei verið nálægt því að komast á heimsmeistaramótið og lengi vel óttuðust menn um að liðið gæti fengið algjör útreið á mótinu. En eru Katarbúar svona lélegir? Leikmenn Katar fagna sigri sínum í Asíukeppninni 2019.Getty/Zhizhao Wu Katarliðið er auðvitað nokkurs konar málaliðalið, fullt af leikmönnum sem fengu katarskt ríkisfang á síðustu árum í bland við lítt þekkta leikmenn sem fæddust í Katar. Liðið er þó kannski ekki eins slakt og sumir óttuðust. Katar reyndi fyrst að sækja fullmótaða leikmenn úr öðrum löndum en þegar FIFA setti þeim stólinn fyrir dyrnar þar þá fóru þeir að sækja unga erlenda leikmenn og ala þá upp í sinni eigin akademíu þar sem engu var til sparað. Katarmenn stungu aðeins upp í þá sem töldu þá vera fallbyssufóður með frammistöðu sinni í Asíubikarnum 2019 og sem gestalið í Gullbikar Norður og Mið-Ameríku 2021. Katar varð Asíumeistari eftir sigur á Japan í úrslitaleik og tapaði naumlega á móti Bandaríkjunum í undanúrslitum Gullbikarsins. Það breytir þó ekki því að flestir eru á því að landslið Hollendinga fari örugglega áfram og það verði síðan Senegal og Ekvador sem berjist um hitt sætið. Svo vill til að lokaleikur riðilsins er einmitt leikur á milli Senegal og Ekvador. Sadio Mane missir væntanlega af heimsmeistaramótinu sem er mikið áfall fyrir lið Senegals.Getty/Visionhaus Svona komust þjóðirnar í A-riðli á HM: 2. desember 2010: Katar er gestgjafi og fékk því sætið án keppni 16. nóvember 2021: Holland vann G-riðilinn í undankeppni UEFA 24. mars 2022: Ekvador varð í fjórða sæti í undankeppni Suður-Ameríku 29. mars 2022: Senegal komast áfram úr þriðju umferð undankeppninnar í Afríku - Þjóðirnar á nýjasta styrkleikalista FIFA 8. sæti - Holland 18. sæti - Senegal 44. sæti - Ekvador 50. sæti - Katar Senegal er sigurstranglegra en Ekvador eru með ungt lið tilbúið að taka næsta skref sem gæti verð á þessu HM. Senegal er ríkjandi Afríkumeistari og vann þar á undan silfur í sömu keppni 2019. Ekvador er með ungt og spennandi lið sem skoraði 27 mörk í 18 leikjum í undankeppni Suður-Ameríku. Senegalar urðu hins vegar fyrir miklu áfalli í gær þegar Sadio Mane meiddist í leik með Bayern og eins og staðan er núna þá lítur út fyrir það að hann verði ekki með á mótinu. Það er ljóst að Senegal er ekki sama lið án síns besta leikmanns. Það búast auðvitað flestir við að Hollendingar fari létt með þennan riðil. Hollendingar eru með í fyrsta sinn síðan í Brasilíu 2014 en þeir komust ekki til Rússlands 2018. Hollenska liðið hefur aftur á móti fengið verðlaunasæti á síðustu tveimur heimsmeistaramótum sínum, varð í þriðja sætið 2014 og tapaði á móti Spáni í úrslitaleiknum 2010. Hollenska liðið er uppfullt af leikmönnum úr stærstu félögum Evrópu og þá þyrstir í árangur eftir litlaus stórmót undanfarin átta ár. Þótt að hollenska liðið sé fullt af flottum leikmönnum þá vantar liðið tilfinnanlega framherja, dæmigerða níu. Hvort það hái þeim verður að koma í ljós en hæfileikarnir eru miklir á öðrum stöðum í liðinu. Louis van Gaal fór með Holland alla leið í undanúrslit þegar hann þjálfaði liðið síðasta á HM 2014.EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Þjálfarar liðanna í A-riðlinum: Holland - Hinn 71 árs gamli Hollendingur Louis van Gaal sem tók í þriðja sinn við landsliðinu árið 2021. Þjálfaði liðið einnig 2000-01 og 2012-14. Senegal - Hinn 46 ára gamli Aliou Cissé hefur þjálfað landsliðið frá 2015 og lék sjálfur með landsliðinu frá 1999 til 2005. Hann var fyrirliði 2002 liðsins sem er það besta í sögu Senegal á HM. Ekvador - Hinn 60 ára gamli Argentínumaður Gustavo Alfaro hefur þjálfað landsliðið frá 2020 en hann hefur verið knattspyrnuþjálfari í þrjátíu ár. Katar - Hinn 46 ára gamli Spánverji Félix Sánchez hefur þjálfað landsliðið frá 2017 en þar áður var hann með 19 ára og 23 ára landslið þjóðarinnar. Virgil van Dijk og félagar í hollenska landsliðinu ætla sér langt.Getty/Alex Gottschalk Stærstu stjörnurnar: Edouard Mendy (Senegal) - 30 ára markvörður Chelsea átti frábæra innkomu í enska úrvalsdeildarfélagið á síðustu leiktíð og var valinn besti markvörður Afríkukeppninnar 2022. Kalidou Koulibaly (Senegal) - 31 árs miðvörður Chelsea sem sló í gegn hjá Napoli og hefur verið fyrirliði landsliðs Senegals undanfarin ár. Virgil Van Dijk (Hollandi)- 31 árs miðvörður Liverpool sem hefur lengi verið talinn einn af bestu varnarmönnum heims. Frenkie de Jong (Hollandi)- 25 ára miðjumaður Barcelona sem hefur verið orðaður við Manchester United og fleiri ensk lið í marga mánuði. Enner Valencia (Ekvador) - 32 ára sóknarmaður Fenerbahce í Tyrklandi og áður West Ham og Everton, sem er markahæsti landsliðsmaður Ekvador frá upphafi með 35 mörk í 74 leikjum. Moisés Caicedo (Ekvador) - 21 árs miðjumaður Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni sem hefur verið fastamaður aftarlega á miðjunni. Almoez Ali (Katar) - 26 ára sóknarmaður Al-Duhail sem varð markakóngur Asíukeppninnar 2019 með níu mörk þar mark með hjólhestaspyrnu í úrslitaleiknum. Hassan Al-Haydos (Katar) - 31 árs sóknarmaður Al-Sadd sem hefur skorað 124 mörk fyrir félagsliðið sitt og 36 mörk fyrir landsliðið. Leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Katar. Gonzalo Plata er leikmaður Real Valladolid á Spáni.Getty/Octavio Passos Fylgist með þessum: Pape Matar Sarr (Senegal) - 20 ára miðjumaður Tottenham sem spilaði það vel fyrir Metz í Frakklandi að Spurs keypti hann. Fær lítið að spila hjá Conte en hefur fengið tækifæri með landsliðinu. Jurriën Timber (Holland) - 21 árs varnarmaður Ajax sem getur spilað margar stöður í vörninni og hefur skapað sér nafn hjá Ajax og hollenska landsliðinu. Gonzalo Plata (Ekvador) - 22 ára framherji Valladolid sem skoraði þrjú mörk í undankeppninni og hjálpaði spænska liðinu að komast upp. Getty/Matthew Ashton Leikirnir í A-riðlinum Sunnudagur 20. nóvember: Katar - Ekvador (Klukkan 16.00) Mánudagur 21. nóvember: Senegal - Holland (Klukkan 16.00) Föstudagur 25. nóvember: Katar - Senegal (Klukkan 13.00) Föstudagur 25. nóvember: Holland - Ekvador (Klukkan 16.00) Þriðjudagur 29. nóvember: Ekvador - Senegal (Klukkan 15.00) Þriðjudagur 29. nóvember: Holland - Katar (Klukkan 15.00) HM 2022 í Katar Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Vísir telur niður í heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 20. nóvember næstkomandi. Á næstu dögum tökum við fyrir einn riðil í keppninni á hverjum degi og að þessu sinni er það A-riðillinn sem fær á sig sviðsljósið. A-riðillinn býður ekki aðeins upp á gestgjafanna sjálfa heldur lið frá fjórum mismunandi heimsálfum og aðeins eitt þeirra var með á síðasta heimsmeistaramóti í Rússlandi. Þjóðirnar í A-riðlinum: Holland er á sínu ellefta HM og því fyrsta síðan 2014 Ekvador er á sínu fjórða HM og því fyrsta síðan 2014 Senegal er á sínu þriðja HM og því öðru í röð Katar er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti -- Besti árangur þjóðanna í A-riðli í HM sögunni: Holland: Tapað þrisvar í úrslitaleik (1974, 1978, 2010) Senegal: Átta liða úrslit (2002) Ekvador: Sextán liða úrslit (2006) Katar: Aldrei verið með áður Katar er auðvitað ekki bara að halda heimsmeistaramótið því auðvitað er landsliðið þeirra að spila þar líka. Katar hefur aldrei verið nálægt því að komast á heimsmeistaramótið og lengi vel óttuðust menn um að liðið gæti fengið algjör útreið á mótinu. En eru Katarbúar svona lélegir? Leikmenn Katar fagna sigri sínum í Asíukeppninni 2019.Getty/Zhizhao Wu Katarliðið er auðvitað nokkurs konar málaliðalið, fullt af leikmönnum sem fengu katarskt ríkisfang á síðustu árum í bland við lítt þekkta leikmenn sem fæddust í Katar. Liðið er þó kannski ekki eins slakt og sumir óttuðust. Katar reyndi fyrst að sækja fullmótaða leikmenn úr öðrum löndum en þegar FIFA setti þeim stólinn fyrir dyrnar þar þá fóru þeir að sækja unga erlenda leikmenn og ala þá upp í sinni eigin akademíu þar sem engu var til sparað. Katarmenn stungu aðeins upp í þá sem töldu þá vera fallbyssufóður með frammistöðu sinni í Asíubikarnum 2019 og sem gestalið í Gullbikar Norður og Mið-Ameríku 2021. Katar varð Asíumeistari eftir sigur á Japan í úrslitaleik og tapaði naumlega á móti Bandaríkjunum í undanúrslitum Gullbikarsins. Það breytir þó ekki því að flestir eru á því að landslið Hollendinga fari örugglega áfram og það verði síðan Senegal og Ekvador sem berjist um hitt sætið. Svo vill til að lokaleikur riðilsins er einmitt leikur á milli Senegal og Ekvador. Sadio Mane missir væntanlega af heimsmeistaramótinu sem er mikið áfall fyrir lið Senegals.Getty/Visionhaus Svona komust þjóðirnar í A-riðli á HM: 2. desember 2010: Katar er gestgjafi og fékk því sætið án keppni 16. nóvember 2021: Holland vann G-riðilinn í undankeppni UEFA 24. mars 2022: Ekvador varð í fjórða sæti í undankeppni Suður-Ameríku 29. mars 2022: Senegal komast áfram úr þriðju umferð undankeppninnar í Afríku - Þjóðirnar á nýjasta styrkleikalista FIFA 8. sæti - Holland 18. sæti - Senegal 44. sæti - Ekvador 50. sæti - Katar Senegal er sigurstranglegra en Ekvador eru með ungt lið tilbúið að taka næsta skref sem gæti verð á þessu HM. Senegal er ríkjandi Afríkumeistari og vann þar á undan silfur í sömu keppni 2019. Ekvador er með ungt og spennandi lið sem skoraði 27 mörk í 18 leikjum í undankeppni Suður-Ameríku. Senegalar urðu hins vegar fyrir miklu áfalli í gær þegar Sadio Mane meiddist í leik með Bayern og eins og staðan er núna þá lítur út fyrir það að hann verði ekki með á mótinu. Það er ljóst að Senegal er ekki sama lið án síns besta leikmanns. Það búast auðvitað flestir við að Hollendingar fari létt með þennan riðil. Hollendingar eru með í fyrsta sinn síðan í Brasilíu 2014 en þeir komust ekki til Rússlands 2018. Hollenska liðið hefur aftur á móti fengið verðlaunasæti á síðustu tveimur heimsmeistaramótum sínum, varð í þriðja sætið 2014 og tapaði á móti Spáni í úrslitaleiknum 2010. Hollenska liðið er uppfullt af leikmönnum úr stærstu félögum Evrópu og þá þyrstir í árangur eftir litlaus stórmót undanfarin átta ár. Þótt að hollenska liðið sé fullt af flottum leikmönnum þá vantar liðið tilfinnanlega framherja, dæmigerða níu. Hvort það hái þeim verður að koma í ljós en hæfileikarnir eru miklir á öðrum stöðum í liðinu. Louis van Gaal fór með Holland alla leið í undanúrslit þegar hann þjálfaði liðið síðasta á HM 2014.EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Þjálfarar liðanna í A-riðlinum: Holland - Hinn 71 árs gamli Hollendingur Louis van Gaal sem tók í þriðja sinn við landsliðinu árið 2021. Þjálfaði liðið einnig 2000-01 og 2012-14. Senegal - Hinn 46 ára gamli Aliou Cissé hefur þjálfað landsliðið frá 2015 og lék sjálfur með landsliðinu frá 1999 til 2005. Hann var fyrirliði 2002 liðsins sem er það besta í sögu Senegal á HM. Ekvador - Hinn 60 ára gamli Argentínumaður Gustavo Alfaro hefur þjálfað landsliðið frá 2020 en hann hefur verið knattspyrnuþjálfari í þrjátíu ár. Katar - Hinn 46 ára gamli Spánverji Félix Sánchez hefur þjálfað landsliðið frá 2017 en þar áður var hann með 19 ára og 23 ára landslið þjóðarinnar. Virgil van Dijk og félagar í hollenska landsliðinu ætla sér langt.Getty/Alex Gottschalk Stærstu stjörnurnar: Edouard Mendy (Senegal) - 30 ára markvörður Chelsea átti frábæra innkomu í enska úrvalsdeildarfélagið á síðustu leiktíð og var valinn besti markvörður Afríkukeppninnar 2022. Kalidou Koulibaly (Senegal) - 31 árs miðvörður Chelsea sem sló í gegn hjá Napoli og hefur verið fyrirliði landsliðs Senegals undanfarin ár. Virgil Van Dijk (Hollandi)- 31 árs miðvörður Liverpool sem hefur lengi verið talinn einn af bestu varnarmönnum heims. Frenkie de Jong (Hollandi)- 25 ára miðjumaður Barcelona sem hefur verið orðaður við Manchester United og fleiri ensk lið í marga mánuði. Enner Valencia (Ekvador) - 32 ára sóknarmaður Fenerbahce í Tyrklandi og áður West Ham og Everton, sem er markahæsti landsliðsmaður Ekvador frá upphafi með 35 mörk í 74 leikjum. Moisés Caicedo (Ekvador) - 21 árs miðjumaður Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni sem hefur verið fastamaður aftarlega á miðjunni. Almoez Ali (Katar) - 26 ára sóknarmaður Al-Duhail sem varð markakóngur Asíukeppninnar 2019 með níu mörk þar mark með hjólhestaspyrnu í úrslitaleiknum. Hassan Al-Haydos (Katar) - 31 árs sóknarmaður Al-Sadd sem hefur skorað 124 mörk fyrir félagsliðið sitt og 36 mörk fyrir landsliðið. Leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Katar. Gonzalo Plata er leikmaður Real Valladolid á Spáni.Getty/Octavio Passos Fylgist með þessum: Pape Matar Sarr (Senegal) - 20 ára miðjumaður Tottenham sem spilaði það vel fyrir Metz í Frakklandi að Spurs keypti hann. Fær lítið að spila hjá Conte en hefur fengið tækifæri með landsliðinu. Jurriën Timber (Holland) - 21 árs varnarmaður Ajax sem getur spilað margar stöður í vörninni og hefur skapað sér nafn hjá Ajax og hollenska landsliðinu. Gonzalo Plata (Ekvador) - 22 ára framherji Valladolid sem skoraði þrjú mörk í undankeppninni og hjálpaði spænska liðinu að komast upp. Getty/Matthew Ashton Leikirnir í A-riðlinum Sunnudagur 20. nóvember: Katar - Ekvador (Klukkan 16.00) Mánudagur 21. nóvember: Senegal - Holland (Klukkan 16.00) Föstudagur 25. nóvember: Katar - Senegal (Klukkan 13.00) Föstudagur 25. nóvember: Holland - Ekvador (Klukkan 16.00) Þriðjudagur 29. nóvember: Ekvador - Senegal (Klukkan 15.00) Þriðjudagur 29. nóvember: Holland - Katar (Klukkan 15.00)
Þjóðirnar í A-riðlinum: Holland er á sínu ellefta HM og því fyrsta síðan 2014 Ekvador er á sínu fjórða HM og því fyrsta síðan 2014 Senegal er á sínu þriðja HM og því öðru í röð Katar er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti -- Besti árangur þjóðanna í A-riðli í HM sögunni: Holland: Tapað þrisvar í úrslitaleik (1974, 1978, 2010) Senegal: Átta liða úrslit (2002) Ekvador: Sextán liða úrslit (2006) Katar: Aldrei verið með áður
Svona komust þjóðirnar í A-riðli á HM: 2. desember 2010: Katar er gestgjafi og fékk því sætið án keppni 16. nóvember 2021: Holland vann G-riðilinn í undankeppni UEFA 24. mars 2022: Ekvador varð í fjórða sæti í undankeppni Suður-Ameríku 29. mars 2022: Senegal komast áfram úr þriðju umferð undankeppninnar í Afríku - Þjóðirnar á nýjasta styrkleikalista FIFA 8. sæti - Holland 18. sæti - Senegal 44. sæti - Ekvador 50. sæti - Katar
Leikirnir í A-riðlinum Sunnudagur 20. nóvember: Katar - Ekvador (Klukkan 16.00) Mánudagur 21. nóvember: Senegal - Holland (Klukkan 16.00) Föstudagur 25. nóvember: Katar - Senegal (Klukkan 13.00) Föstudagur 25. nóvember: Holland - Ekvador (Klukkan 16.00) Þriðjudagur 29. nóvember: Ekvador - Senegal (Klukkan 15.00) Þriðjudagur 29. nóvember: Holland - Katar (Klukkan 15.00)
HM 2022 í Katar Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira