Kemur í ljós hvort Hussein fái að gefa skýrslu á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 13:04 Frá aðgerðum lögreglunnar þegar Hussein var fluttur á brott. Aðsend Íslenska ríkið mun fyrir dómþingi í dag greina frá því hvort það hyggist verða við beiðni héraðsdómara um að flytja fatlaðan hælisleitanda aftur til Íslands til að hann geti gefið skýrslu milliliðalaust. Lögmaður mannsins segir mikilvægt að ríkið geri það í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í málinu. Tveimur dögum eftir að umdeild fjöldabrottvísun var framkvæmd á miðvikudag í síðustu viku sagði héraðsdómari að fyrirhuguð milliliðalaus skýrslugjöf írakska hælisleitandans Hussein Hussein væri nú í uppnámi. Myndskeið af framkvæmd fjöldabrottvísunar hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu en þar mátti meðal annars sjá lögreglu lyfta Hussein úr hjólastól og inn í bifreið þaðan sem hann var fluttur með leiguflugi til Grikklands. Taka átti mál hans fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur þann 18. nóvember næstkomandi en skýrslutakan er nú í uppnámi sökum þessa. Dómarinn í málinu beindi því til ríkislögmanns að kanna hvort vilji væri til þess hjá íslenska ríkinu að gera ráðstafanir til að koma Hussein aftur til Íslands til þess að hann geti gefið milliliðalausa skýrslu fyrir dómi. Fjöldabrottvísun sem framkvæmd var í síðustu viku hefur verið harðlega gagnrýnd.Vísir/Bjarni Claudia Ashanie Wilson, lögmaður Husseins, segir að margt hafi þegar farið úrskeiðis í máli hans og að mikilvægt sé að hann fái að gefa skýrslu milliliðalaust. Það væri liður í að tryggja að Hussein hlyti réttláta málsmeðferð. Afar sérstakar aðstæður væru nú komnar upp í málinu. Claudia heyrði síðast í fjölskyldu Husseins í morgun en hún hefur áhyggjur af andlegri líðan hans. Eftir komuna til Grikklands hafi Hussein dregið sig í hlé og neitað að borða í allavega fjóra daga. Fjölskyldan hefur leitað eftir læknisaðstoð síðustu daga og verið vísað frá að minnsta kosti tveimur sjúkrahúsum á Grikklandi. Dómþing hefst klukkan hálf fjögur í dag og þá kemur í ljós hvort íslenska ríkið ætli að verða við beiðni dómara um að tryggja að Hussein geti gefið skýrslu milliliðalaust í Héraðsdómi Reykjavíkur. Uppfært klukkan 18.42: Dómar í málinu mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt í samræmi við það. Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35 Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47 Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Tveimur dögum eftir að umdeild fjöldabrottvísun var framkvæmd á miðvikudag í síðustu viku sagði héraðsdómari að fyrirhuguð milliliðalaus skýrslugjöf írakska hælisleitandans Hussein Hussein væri nú í uppnámi. Myndskeið af framkvæmd fjöldabrottvísunar hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu en þar mátti meðal annars sjá lögreglu lyfta Hussein úr hjólastól og inn í bifreið þaðan sem hann var fluttur með leiguflugi til Grikklands. Taka átti mál hans fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur þann 18. nóvember næstkomandi en skýrslutakan er nú í uppnámi sökum þessa. Dómarinn í málinu beindi því til ríkislögmanns að kanna hvort vilji væri til þess hjá íslenska ríkinu að gera ráðstafanir til að koma Hussein aftur til Íslands til þess að hann geti gefið milliliðalausa skýrslu fyrir dómi. Fjöldabrottvísun sem framkvæmd var í síðustu viku hefur verið harðlega gagnrýnd.Vísir/Bjarni Claudia Ashanie Wilson, lögmaður Husseins, segir að margt hafi þegar farið úrskeiðis í máli hans og að mikilvægt sé að hann fái að gefa skýrslu milliliðalaust. Það væri liður í að tryggja að Hussein hlyti réttláta málsmeðferð. Afar sérstakar aðstæður væru nú komnar upp í málinu. Claudia heyrði síðast í fjölskyldu Husseins í morgun en hún hefur áhyggjur af andlegri líðan hans. Eftir komuna til Grikklands hafi Hussein dregið sig í hlé og neitað að borða í allavega fjóra daga. Fjölskyldan hefur leitað eftir læknisaðstoð síðustu daga og verið vísað frá að minnsta kosti tveimur sjúkrahúsum á Grikklandi. Dómþing hefst klukkan hálf fjögur í dag og þá kemur í ljós hvort íslenska ríkið ætli að verða við beiðni dómara um að tryggja að Hussein geti gefið skýrslu milliliðalaust í Héraðsdómi Reykjavíkur. Uppfært klukkan 18.42: Dómar í málinu mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt í samræmi við það.
Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35 Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47 Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35
Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47
Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20