Fundurinn er sá þriðji af fjórum sem haldnir hafa verið eða verða haldnir á landsbyggðinni. Fyrstu fundirnir voru haldnir á Ísafirði 25. október og Reyðarfirði 1. nóvember.
Í dag er röðin komin að Vestmannaeyjum og þann 15. nóvember er stefnan sett á Akureyri.
Horfa má á beina útsendingu frá fundinum í spilaranum hér fyrir neðan. Senda má inn spurningar í gegnum Slido neðst í fréttinni.
Fundarstjóri fundarins í Vestmannaeyjum er Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Rebekka Hilmarsdóttir sérfræðingur á skrifstofu sjávarútvegs og fyrrum bæjarstjóri Vesturbyggðar mun halda erindi um verkefnið Auðlindin okkar og vinnu starfshópanna Aðgengi, Samfélag, Tækifæri og Umgengni.
Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarsetur Vestmannaeyja verður einnig með innlegg.
Auk þess taka þátt í fundinum þau Benedikt Árnason ráðuneytisstjóri matvælaráðuneytis, Mikael Rafn L. Steingrímsson, sérfræðingur matvælaráðuneyti, Jónas Rúnar Viðarsson sviðsstjóri, Matís og fulltrúi í starfshópnum umgengni, Friðrik Árni Friðriksson, framkvæmdastjóri, Lagastofnun Háskóla Íslands og fulltrúi í starfshópnum aðgengi, Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans og fulltrúi í starfshópnum tækifæri, Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon og formaður starfshópsins samfélag og Óskar Veigu Óskarsson, Sölustjóri Marel og fulltrúi í starfshópnum tækifæri.