Stærðfræðikunnáttan klikkaði hjá Guardiola í viðtali eftir sigurinn gegn Fulham Smári Jökull Jónsson skrifar 6. nóvember 2022 22:30 Guardiola fagnar með Erling Haaland eftir leikinn gegn Fulham í gær. Vísir/Getty Erling Braut Haaland tryggði Manchester City sigur gegn Fulham í gær með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Pep Guardiola klikkaði aðeins á stærðfræðinni í viðtali eftir leik. Mark Haalands kom í uppbótartíma leiksins í gær en þá skoraði hann úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Kevin De Bruyne féll frekar auðveldlega í teig Fulham. Haaland sagði í viðtali eftir leikinn að hann hafi sjaldan í lífinu verið jafn stressaður og þegar hann stillti boltanum upp á vítapunktinum. „Vítaspyrna á síðustu mínútunni? Að sjálfsögðu er ég stressaður,“ sagði Norðmaðurinn í samtali við BBC eftir leikinn í gær. „Þetta snerist um að komast í gegnum þetta almennilega og ég gerði það. Það var frábær tilfinning að skora. Ég var búinn að vera meiddur í viku og sigurinn var mjög mikilvægur fyrir okkur.“ Erling Haaland og Pep Guardiola voru ánægðir í leikslok enda fór Manchester City í efsta sæti deildarinnar þó svo að Arsenal hafi hirt það af þeim í dag á nýjan leik.Vísir/Getty Bernd Leno, markvörður Fulham, var ekki langt frá því að verja spyrnu Haaland og var í boltanum sem fór þó í netið enda skot Norðmannsins nokkuð fast. „Mér er sama hvernig hann fór inn, þetta snýst að koma boltanum inn. Þetta var frábær tilfinning. Fyrir mér snerist þetta um að koma inn á völlinn með orku og reyna að skora vegna þess að þessi þrjú stig eru mjög mikilvæg. Þetta var spurning um að ná þessu og við gerðum það,“ bætti Haaland við en hann kom inn sem varamaður í leiknum. „75/30? Ég er ekki snillingur“ Pep Guardiola segist skilja að Haaland hafi verið stressaður að taka vítaspyrnuna. Stærðfræðikunnátta Guardiola brást honum þó eitthvað þegar hann reyndi að útskýra hvernig þetta gerðist allt saman. „Það leið langur tími áður en hann gat sett boltann niður og tekið vítaspyrnuna. Þá færðu mikinn tíma til þess að hugsa,“ sagði Guardiola við BBC eftir leik. „Vítaspyrnan var ekki sú besta sem ég hef séð en hann skaut fast. Þegar þú skýtur laust í annað hornið þá er 50/50 líkur á því hvort spyrnan verður varin. Ef þú skýtur fast þá er það 75/30, nei afsakið 75/15. Stærðfræði, ég er enginn snillingur,“ sagði Spánverjinn og þarf greinilega eitthvað að rifja upp líkindareikninginn hjá sér. Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Mark Haalands kom í uppbótartíma leiksins í gær en þá skoraði hann úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Kevin De Bruyne féll frekar auðveldlega í teig Fulham. Haaland sagði í viðtali eftir leikinn að hann hafi sjaldan í lífinu verið jafn stressaður og þegar hann stillti boltanum upp á vítapunktinum. „Vítaspyrna á síðustu mínútunni? Að sjálfsögðu er ég stressaður,“ sagði Norðmaðurinn í samtali við BBC eftir leikinn í gær. „Þetta snerist um að komast í gegnum þetta almennilega og ég gerði það. Það var frábær tilfinning að skora. Ég var búinn að vera meiddur í viku og sigurinn var mjög mikilvægur fyrir okkur.“ Erling Haaland og Pep Guardiola voru ánægðir í leikslok enda fór Manchester City í efsta sæti deildarinnar þó svo að Arsenal hafi hirt það af þeim í dag á nýjan leik.Vísir/Getty Bernd Leno, markvörður Fulham, var ekki langt frá því að verja spyrnu Haaland og var í boltanum sem fór þó í netið enda skot Norðmannsins nokkuð fast. „Mér er sama hvernig hann fór inn, þetta snýst að koma boltanum inn. Þetta var frábær tilfinning. Fyrir mér snerist þetta um að koma inn á völlinn með orku og reyna að skora vegna þess að þessi þrjú stig eru mjög mikilvæg. Þetta var spurning um að ná þessu og við gerðum það,“ bætti Haaland við en hann kom inn sem varamaður í leiknum. „75/30? Ég er ekki snillingur“ Pep Guardiola segist skilja að Haaland hafi verið stressaður að taka vítaspyrnuna. Stærðfræðikunnátta Guardiola brást honum þó eitthvað þegar hann reyndi að útskýra hvernig þetta gerðist allt saman. „Það leið langur tími áður en hann gat sett boltann niður og tekið vítaspyrnuna. Þá færðu mikinn tíma til þess að hugsa,“ sagði Guardiola við BBC eftir leik. „Vítaspyrnan var ekki sú besta sem ég hef séð en hann skaut fast. Þegar þú skýtur laust í annað hornið þá er 50/50 líkur á því hvort spyrnan verður varin. Ef þú skýtur fast þá er það 75/30, nei afsakið 75/15. Stærðfræði, ég er enginn snillingur,“ sagði Spánverjinn og þarf greinilega eitthvað að rifja upp líkindareikninginn hjá sér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15