Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2022 20:56 Sema Erla segir að flóttafólk sé ítrekað svipt mannlegri reisn með framkvæmdinni. Aðsend/Hussein Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. Hussein var meðal þeirra sem vísað var til Grikklands í vikunni. Hann notar hjólastól og en fær enga heilbrigðisþjónustu þar í landi, að sögn Semu Erlu. „Þau eru á götunni í Grikklandi og eru náttúrulega bara að berjast fyrir tilverurétti sínum á hverjum degi og hverjum klukkutíma sem líður. Ég veit að Hussein og fjölskylda, sem ég hef aðeins verið í samskiptum við, eiga mjög erfitt uppdráttar. Þau eiga ekki í nein hús að vernda, þau hafa ekki aðgengi að mat eða heilbrigðisþjónustu,“ segir Sema Erla í samtali við fréttastofu. Sema Erla Serdar.Vísir/Friðrik Þór Senda skýr skilaboð Hún segir ljóst að aðstæðurnar séu ekki neinum bjóðandi og það sé með ólíkindum að stjórnvöld hér á landi haldi áfram að senda fólk til Grikklands. Stjórnarráðið sagði í yfirlýsingu í gær að brottvísanir til Grikklands brytu ekki í bága við lög, en aðstæður þar ytra hafa oft verið gagnrýndar. „Þetta er vitneskja sem hefur legið fyrir ótrúlega lengi og við höfnum öllum þessum eftiráskýringum. Það hefði náttúrulega bara átt að grípa inn í áður en af þessari brottvísun varð. Við verðum að láta í okkur heyra og senda skýr skilaboð,“ segir Sema Erla. Hún bætir við að óháð því hvaða skoðanir fólk kunni að hafa á málefnum flóttafólks hafi framkvæmdin sem slík verið „mannréttindabrot í skjóli nætur.“ Stjórnvöld dregin til ábyrgðar „Þessi framkvæmd eins og við horfðum upp á hana er bara meðferð sem við getum ekki sætt okkur við. Það er alveg hægt að gera hlutina öðruvísi heldur en á þennan hátt. Við náttúrulega viljum bæði mótmæla þessum mannréttindabrotum á flóttafólki og þessu framferði stjórnvalda sem felur í sér að svipta fólki mannlegri reisn.“ Eins og fyrr segir hefur verið boðað til mótmæla klukkan 14:00 á Austurvelli á morgun; til að sýna samstöðu, mótmæla framferði stjórnvalda gagnvart fólki á flótta og að draga stjórnvöld til ábyrgðar. „Það er kominn tími til þess að ríkisstjórn Íslands verði dregin til ábyrgðar fyrir framferði sitt gagnvart fólki; að þetta hafi einhverjar afleiðingar fyrir aðra en þá sem þessi brot beinast gegn. Það er kominn tími á breytingar,“ segir Sema Erla. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56 Harma ómannúðlega og vanvirðandi meðferð á hælisleitendum Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International fordæmir brottvísun íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum í vikunni. Harmar hún „ómannúðlega og vanvirðandi“ meðferð á viðkvæmum hópi sem var vísað úr landi í vikunni. 5. nóvember 2022 10:21 Heyrist vera almenn samstaða um lögin þó framkvæmdin sé iðulega gagnrýnd Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heyrist að almenn samstaða sé um útlendingalögin þó að framkvæmdin við brottflutning hælisleitenda sé iðulega gagnrýnd. 4. nóvember 2022 13:26 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Hussein var meðal þeirra sem vísað var til Grikklands í vikunni. Hann notar hjólastól og en fær enga heilbrigðisþjónustu þar í landi, að sögn Semu Erlu. „Þau eru á götunni í Grikklandi og eru náttúrulega bara að berjast fyrir tilverurétti sínum á hverjum degi og hverjum klukkutíma sem líður. Ég veit að Hussein og fjölskylda, sem ég hef aðeins verið í samskiptum við, eiga mjög erfitt uppdráttar. Þau eiga ekki í nein hús að vernda, þau hafa ekki aðgengi að mat eða heilbrigðisþjónustu,“ segir Sema Erla í samtali við fréttastofu. Sema Erla Serdar.Vísir/Friðrik Þór Senda skýr skilaboð Hún segir ljóst að aðstæðurnar séu ekki neinum bjóðandi og það sé með ólíkindum að stjórnvöld hér á landi haldi áfram að senda fólk til Grikklands. Stjórnarráðið sagði í yfirlýsingu í gær að brottvísanir til Grikklands brytu ekki í bága við lög, en aðstæður þar ytra hafa oft verið gagnrýndar. „Þetta er vitneskja sem hefur legið fyrir ótrúlega lengi og við höfnum öllum þessum eftiráskýringum. Það hefði náttúrulega bara átt að grípa inn í áður en af þessari brottvísun varð. Við verðum að láta í okkur heyra og senda skýr skilaboð,“ segir Sema Erla. Hún bætir við að óháð því hvaða skoðanir fólk kunni að hafa á málefnum flóttafólks hafi framkvæmdin sem slík verið „mannréttindabrot í skjóli nætur.“ Stjórnvöld dregin til ábyrgðar „Þessi framkvæmd eins og við horfðum upp á hana er bara meðferð sem við getum ekki sætt okkur við. Það er alveg hægt að gera hlutina öðruvísi heldur en á þennan hátt. Við náttúrulega viljum bæði mótmæla þessum mannréttindabrotum á flóttafólki og þessu framferði stjórnvalda sem felur í sér að svipta fólki mannlegri reisn.“ Eins og fyrr segir hefur verið boðað til mótmæla klukkan 14:00 á Austurvelli á morgun; til að sýna samstöðu, mótmæla framferði stjórnvalda gagnvart fólki á flótta og að draga stjórnvöld til ábyrgðar. „Það er kominn tími til þess að ríkisstjórn Íslands verði dregin til ábyrgðar fyrir framferði sitt gagnvart fólki; að þetta hafi einhverjar afleiðingar fyrir aðra en þá sem þessi brot beinast gegn. Það er kominn tími á breytingar,“ segir Sema Erla.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56 Harma ómannúðlega og vanvirðandi meðferð á hælisleitendum Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International fordæmir brottvísun íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum í vikunni. Harmar hún „ómannúðlega og vanvirðandi“ meðferð á viðkvæmum hópi sem var vísað úr landi í vikunni. 5. nóvember 2022 10:21 Heyrist vera almenn samstaða um lögin þó framkvæmdin sé iðulega gagnrýnd Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heyrist að almenn samstaða sé um útlendingalögin þó að framkvæmdin við brottflutning hælisleitenda sé iðulega gagnrýnd. 4. nóvember 2022 13:26 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56
Harma ómannúðlega og vanvirðandi meðferð á hælisleitendum Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International fordæmir brottvísun íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum í vikunni. Harmar hún „ómannúðlega og vanvirðandi“ meðferð á viðkvæmum hópi sem var vísað úr landi í vikunni. 5. nóvember 2022 10:21
Heyrist vera almenn samstaða um lögin þó framkvæmdin sé iðulega gagnrýnd Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heyrist að almenn samstaða sé um útlendingalögin þó að framkvæmdin við brottflutning hælisleitenda sé iðulega gagnrýnd. 4. nóvember 2022 13:26